Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2017 12:00 Jón Arnór Stefánsson í leiknum í gær. Vísir/Ernir Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. Íslenska liðið lenti 19 stigum undir í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir að koma muninum niður í tvö stig með frábærum kafal í öðrum leikhluta þá misstu strákarnir leikinn aftur frá sér í seinni hálfleik. „„Þetta var alltof mikill munur en við misstum tök á leiknum í seinni hálfleiknum. Auðvitað er sárt að horfa töfluna þegar það er svona mikill munur en það skiptir ekki öllu máli. Það er ekki annað hægt en að taka það með okkur út úr þessum leik sem við gerðum vel í dag og halda áfram,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Íslenska liðið á eftir að spila fjóra leiki í riðlinum í Helsinki og það þýðir ekkert að hengja haus núna. „Við erum bara brattir. Þetta er bara fyrsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jón Arnór. Annar leikhlutinn sýndi hvað liðið getur gert flotta hluti þegar þeir ná sínum takti. „Það kom þetta sjálfstraust og þetta grúv sem við þekkjum ágætlega. Það vantaði í hina leikhlutana og menn voru ekki að setja þessi skot niður sem gefa mönnum kraft. Þá fylgir allt með, áhorfendur, stemmningin og allt þetta sem skiptir máli,“ sagði Jón Arnór. „Það er erfitt þegar þú ert að klikka á öllum skotum og tapar boltanum auðveldlega. Að sjálfsögðu er ekki skemmtilegt að horfa á það upp í stúku. Það vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur," sagði Jón Arnór en liðið fær annað möguleika til þess í öðrum leik sínum á móti Póllandi á morgun. „Það sást hvað skapaðist góð stemmning í öðrum leikhluta og það væri gaman að setja saman heilan leik af því," sagði Jón Arnór að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. Íslenska liðið lenti 19 stigum undir í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir að koma muninum niður í tvö stig með frábærum kafal í öðrum leikhluta þá misstu strákarnir leikinn aftur frá sér í seinni hálfleik. „„Þetta var alltof mikill munur en við misstum tök á leiknum í seinni hálfleiknum. Auðvitað er sárt að horfa töfluna þegar það er svona mikill munur en það skiptir ekki öllu máli. Það er ekki annað hægt en að taka það með okkur út úr þessum leik sem við gerðum vel í dag og halda áfram,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Íslenska liðið á eftir að spila fjóra leiki í riðlinum í Helsinki og það þýðir ekkert að hengja haus núna. „Við erum bara brattir. Þetta er bara fyrsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jón Arnór. Annar leikhlutinn sýndi hvað liðið getur gert flotta hluti þegar þeir ná sínum takti. „Það kom þetta sjálfstraust og þetta grúv sem við þekkjum ágætlega. Það vantaði í hina leikhlutana og menn voru ekki að setja þessi skot niður sem gefa mönnum kraft. Þá fylgir allt með, áhorfendur, stemmningin og allt þetta sem skiptir máli,“ sagði Jón Arnór. „Það er erfitt þegar þú ert að klikka á öllum skotum og tapar boltanum auðveldlega. Að sjálfsögðu er ekki skemmtilegt að horfa á það upp í stúku. Það vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur," sagði Jón Arnór en liðið fær annað möguleika til þess í öðrum leik sínum á móti Póllandi á morgun. „Það sást hvað skapaðist góð stemmning í öðrum leikhluta og það væri gaman að setja saman heilan leik af því," sagði Jón Arnór að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00
Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30
Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35
Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti