Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2017 13:45 Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði. Vísir/Valli Útlit er fyrir að 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar. Gert er ráð fyrir 1,8 milljarða framlagi frá ríkinu á næstu árum. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands er mjög gagnrýninn á fjárlögin.Fjárlögin voru kynnt í dag og þar segir meðal annars að „máltækni verður studd dyggilega á grundvelli nýrrar aðgerðaáætlunar“. Þar kemur einnig fram að af um 200 milljón króna hækkun „til að efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu og skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði í íslenskum listum og menningu,“ fari um 60 milljónir í verkáætlunina um uppbyggingu íslenskrar máltækni. Eiríkur vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og segir að með þessu fjárframlagi, sem sé um 1/30 af því framlagi sem reiknað er með að ríkið leggi fram vegna áætlunarinnar, sé í raun og veru ekki verið að hrinda áætluninni í framkvæmd.Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, heldur utan um fjárveitingar ríkisins.Vísir/AntonSem fyrr segir var áætlunin kynnt með viðhöfn í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Skýrslan var afrakstur starfshóps sem skilaði inn metnaðarfullum tillögum sem miða að því að gera íslenskuna fullgilda í stafrænum heimi. Eins og Vísir hefur fjallað um þarf töluvert að gerast til þess að slíkt verði að veruleika. Ráðamenn hafa á undanförnum árum talað um mikilvægi þess að efla máltækni svo að íslenskan verði ekki eftirbátur annarra tungumála. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lagði í hátíðarræðu sinni á Austurvelli þann 17. júní síðastliðinn mikla áherslu á að máltækniáætlunin kæmi til framkvæmda sem fyrst. Undir orð hans tók Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, tveimur dögum síðar, þegar áætlunin var kynnt.Auk þessara 60 milljóna er gert ráð fyrir 100 milljónum til að efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu og skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði í íslenskum listum og menningu. Þá er einnig gert ráð fyrir 500 milljónum á þessu sviði í gegnum markáætlun Vísinda- og tækniráðs.Stuðningur við íslenska máltækni er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins.Vísir/GettyÍ samtali við Vísi segir Eiríkur að markáætlunin snúist fyrst og fremst um fjármögnun grunnrannsókna en máltækniáætlunin miði að hagnýtum verkefnum í máltækni sem mikil þörf sé á, vilji íslenskan halda velli í hinum stafræna heimi.Eiríkur segir einnig að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir fjármunum til þess að efla menntun á sviði máltækni. Í samtali við menntamálaráðherra segist Eiríkur hafa lagt mikla áherslu á mikilvægi þess.„Rétti endinn er menntun, að byggja upp þekkingu á þessu sviði. Ég sé ekkert í fjárlagafrumvarpinu sem bendir til þess að verið sé að leggja peninga í það,“ segir Eiríkur. Alls er gert ráð fyrir að 2,3 milljarða þurfi vegna verkáætlunarinnar í máltækni. Auk þeirra fjármuna sem ríkið hyggst leggja til er gert ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins, sem hvöttu mjög til gerð áætlunarinnar, leggi til 500 milljónir. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Útlit er fyrir að 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar. Gert er ráð fyrir 1,8 milljarða framlagi frá ríkinu á næstu árum. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands er mjög gagnrýninn á fjárlögin.Fjárlögin voru kynnt í dag og þar segir meðal annars að „máltækni verður studd dyggilega á grundvelli nýrrar aðgerðaáætlunar“. Þar kemur einnig fram að af um 200 milljón króna hækkun „til að efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu og skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði í íslenskum listum og menningu,“ fari um 60 milljónir í verkáætlunina um uppbyggingu íslenskrar máltækni. Eiríkur vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og segir að með þessu fjárframlagi, sem sé um 1/30 af því framlagi sem reiknað er með að ríkið leggi fram vegna áætlunarinnar, sé í raun og veru ekki verið að hrinda áætluninni í framkvæmd.Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, heldur utan um fjárveitingar ríkisins.Vísir/AntonSem fyrr segir var áætlunin kynnt með viðhöfn í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Skýrslan var afrakstur starfshóps sem skilaði inn metnaðarfullum tillögum sem miða að því að gera íslenskuna fullgilda í stafrænum heimi. Eins og Vísir hefur fjallað um þarf töluvert að gerast til þess að slíkt verði að veruleika. Ráðamenn hafa á undanförnum árum talað um mikilvægi þess að efla máltækni svo að íslenskan verði ekki eftirbátur annarra tungumála. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lagði í hátíðarræðu sinni á Austurvelli þann 17. júní síðastliðinn mikla áherslu á að máltækniáætlunin kæmi til framkvæmda sem fyrst. Undir orð hans tók Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, tveimur dögum síðar, þegar áætlunin var kynnt.Auk þessara 60 milljóna er gert ráð fyrir 100 milljónum til að efla stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu og skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytni, nýsköpun og frumkvæði í íslenskum listum og menningu. Þá er einnig gert ráð fyrir 500 milljónum á þessu sviði í gegnum markáætlun Vísinda- og tækniráðs.Stuðningur við íslenska máltækni er af mörgum talinn skipta sköpum um framtíð tungumálsins.Vísir/GettyÍ samtali við Vísi segir Eiríkur að markáætlunin snúist fyrst og fremst um fjármögnun grunnrannsókna en máltækniáætlunin miði að hagnýtum verkefnum í máltækni sem mikil þörf sé á, vilji íslenskan halda velli í hinum stafræna heimi.Eiríkur segir einnig að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir fjármunum til þess að efla menntun á sviði máltækni. Í samtali við menntamálaráðherra segist Eiríkur hafa lagt mikla áherslu á mikilvægi þess.„Rétti endinn er menntun, að byggja upp þekkingu á þessu sviði. Ég sé ekkert í fjárlagafrumvarpinu sem bendir til þess að verið sé að leggja peninga í það,“ segir Eiríkur. Alls er gert ráð fyrir að 2,3 milljarða þurfi vegna verkáætlunarinnar í máltækni. Auk þeirra fjármuna sem ríkið hyggst leggja til er gert ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins, sem hvöttu mjög til gerð áætlunarinnar, leggi til 500 milljónir.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00
Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00
Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Stjórnvöld munu verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun fyrir íslenska máltækni. Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu. 20. apríl 2016 13:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30
Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30