Sigmundur viss um að aðrir vilji samstarf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er viss um að formenn annarra flokka verði tilbúnir í stjórnarmyndunarviðræður við sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forvígismaður hins nýja Miðflokks, segist engar áhyggjur hafa af því að formenn annarra flokka muni ekki vilja mynda ríkisstjórn með flokknum eftir kosningar. „Ég er vanur að fara inn í stjórnarmyndunarviðræður sem umdeildur maður. Ég var umdeildur 2009 og menn farnir að reyna að setja mig út á kant en þeim mun umdeildari var ég 2013 þegar allt var á öðrum endanum í pólitíkinni og menn töluðu um að ég væri alveg sér á parti og erfitt væri að mynda ríkisstjórn með mér,“ svarar Sigmundur. „En raunin varð auðvitað sú eftir kosningar að þá komu menn í röðum til þess að útskýra hvers vegna þeir vildu vera með mér í ríkisstjórn. Þannig gengur þetta nú yfirleitt fyrir sig. En menn verða yfirleitt mjög praktískir strax eftir kosningar.“ Sigmundur hyggst beita sér sérstaklega fyrir lýðræðisumbótum og umbótum á fjármálakerfinu. Aðspurður hvort hann telji sig njóta nægilegs trausts til að bæta fjármálakerfið segist hann fyrir löngu búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og betur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. „Ég er búinn að sanna það og þetta Wintrismál hefur sannað að ég hef alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðarljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu og annarra til þess að tryggja almannahagsmuni á Íslandi í þessum stóru málum. Svoleiðis að ég held það sé engin ástæða til annars en ætla að stór hluti fólks muni vilja sjá mig vinna áfram að þessum helstu málum,“ segir hann. „Ég hafði nú ekki gert ráð fyrir að fara úr Norðausturkjördæmi þar sem fólk hefur reynst mér einstaklega vel,“ segir Sigmundur um eigið framboð. „Hins vegar eru margir að hvetja mig til að koma hingað suður á höfuðborgarsvæðið.“ Framsóknarmenn í Reykjavík funduðu í gærkvöld. Í Samfylkingunni er margir nýir frambjóðendur sem gefa sig fram. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forvígismaður hins nýja Miðflokks, segist engar áhyggjur hafa af því að formenn annarra flokka muni ekki vilja mynda ríkisstjórn með flokknum eftir kosningar. „Ég er vanur að fara inn í stjórnarmyndunarviðræður sem umdeildur maður. Ég var umdeildur 2009 og menn farnir að reyna að setja mig út á kant en þeim mun umdeildari var ég 2013 þegar allt var á öðrum endanum í pólitíkinni og menn töluðu um að ég væri alveg sér á parti og erfitt væri að mynda ríkisstjórn með mér,“ svarar Sigmundur. „En raunin varð auðvitað sú eftir kosningar að þá komu menn í röðum til þess að útskýra hvers vegna þeir vildu vera með mér í ríkisstjórn. Þannig gengur þetta nú yfirleitt fyrir sig. En menn verða yfirleitt mjög praktískir strax eftir kosningar.“ Sigmundur hyggst beita sér sérstaklega fyrir lýðræðisumbótum og umbótum á fjármálakerfinu. Aðspurður hvort hann telji sig njóta nægilegs trausts til að bæta fjármálakerfið segist hann fyrir löngu búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og betur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. „Ég er búinn að sanna það og þetta Wintrismál hefur sannað að ég hef alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðarljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu og annarra til þess að tryggja almannahagsmuni á Íslandi í þessum stóru málum. Svoleiðis að ég held það sé engin ástæða til annars en ætla að stór hluti fólks muni vilja sjá mig vinna áfram að þessum helstu málum,“ segir hann. „Ég hafði nú ekki gert ráð fyrir að fara úr Norðausturkjördæmi þar sem fólk hefur reynst mér einstaklega vel,“ segir Sigmundur um eigið framboð. „Hins vegar eru margir að hvetja mig til að koma hingað suður á höfuðborgarsvæðið.“ Framsóknarmenn í Reykjavík funduðu í gærkvöld. Í Samfylkingunni er margir nýir frambjóðendur sem gefa sig fram.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15