Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Birgir Olgeirsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 27. september 2017 00:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. Það var gert á Alþingi nú klukkan 00:43 þegar frumvarp Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum sem lúta að því að fella þetta ákvæði úr gildi var samþykkt með 55 atkvæðum. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Bjarni var flutningsmaður málsins en hann lagði það fram í dag. Meðflutningsmenn á frumvarpinu voru formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Frumvarpið var upphaflega samið í dómsmálaráðuneytinu en þar hefur síðan í vor verið unnið að heildarendurskoðun á því fyrirkomulagi sem felst í uppreist æru. Í frumvarpinu er tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar rakin til 15. júní 2017 þegar staðfestur var úrskurður Héraðsdóms Reykjaness þar sem svipting réttinda manns til að vera héraðsdómslögmaður var felld niður en hann hafði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum ungum stúlkum og sviptur starfsréttindum sínum með dómi. Umræddur héraðsdómslögmaður er Robert Downey, sem hét Róbert Árni Hreiðarsson. Niðurstaða Hæstaréttar leiddi til mikillar umræðu í samfélaginu um uppreist æru og þá stjórnsýsluframkvæmd sem tíðkast hefur síðustu áratugi við afgreiðslu slíkra mála. Það voru málefni tengd uppreist æru sem sprengdu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísaði til snéri að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Alþingi Uppreist æru Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. Það var gert á Alþingi nú klukkan 00:43 þegar frumvarp Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum sem lúta að því að fella þetta ákvæði úr gildi var samþykkt með 55 atkvæðum. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Bjarni var flutningsmaður málsins en hann lagði það fram í dag. Meðflutningsmenn á frumvarpinu voru formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Frumvarpið var upphaflega samið í dómsmálaráðuneytinu en þar hefur síðan í vor verið unnið að heildarendurskoðun á því fyrirkomulagi sem felst í uppreist æru. Í frumvarpinu er tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar rakin til 15. júní 2017 þegar staðfestur var úrskurður Héraðsdóms Reykjaness þar sem svipting réttinda manns til að vera héraðsdómslögmaður var felld niður en hann hafði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum ungum stúlkum og sviptur starfsréttindum sínum með dómi. Umræddur héraðsdómslögmaður er Robert Downey, sem hét Róbert Árni Hreiðarsson. Niðurstaða Hæstaréttar leiddi til mikillar umræðu í samfélaginu um uppreist æru og þá stjórnsýsluframkvæmd sem tíðkast hefur síðustu áratugi við afgreiðslu slíkra mála. Það voru málefni tengd uppreist æru sem sprengdu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísaði til snéri að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Alþingi Uppreist æru Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira