Unnur Brá vonar að fólk beri gæfu til að vinna saman Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 02:01 Unnur Brá Konráðsdóttir, vísir/eyþór Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn. Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn.
Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira