„Stjórnarsamstarf á ekki að snúast um vopnahlé milli hægri og vinstri“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki sannfærður um að ríkisstjórn með breiða skírskotun frá hægri til vinstri sé vænlegasti kosturinn í stöðunni. Skýr sýn um málefni væri nauðsynleg við myndun ríkisstjórnar og slík sýn mikilvægari en breið skírskotun. Þetta sagði hann í samtali við Vísi fyrr í kvöld. Aðspurður um til hvaða flokka Sigmundur myndi leita fyrst til ef til þess kæmi að hann fengi umboð til stjórnarmyndunar segir Sigmundur að hann myndi eiga samtal við formenn allra flokka. „Ég geri ráð fyrir að ég myndi heyra í fulltrúum allra flokka,“ segir Sigmundur og bætir við að þótt hann hafi vissulega átt samtöl við formenn flokkanna áður þá hafi slíkar viðræður ekki verið formlegar. „Maður myndi vilja fá skýra mynd af því hver afstaða þessara flokka væri til þeirra málefna sem við lögðum áherslu á í kosningabaráttunni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að æskilegt sé að mynda ríkisstjórn á grundvelli málefnanna og mér hefur þótt svolítið skrýtið að fylgjast með tali um annað undanfarna daga.“Ertu hérna að vísa til umræðu um ríkisstjórn með breiða skírskotun, þar sem hryggjarstykkin væru VG og Sjálfstæðisflokkur?„Já, akkúrat. Það væri í sjálfu sér ekkert að því að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, og þess vegna Framsóknarflokkur eða einhver annar flokkur, ynnu saman ef þessir flokkar kæmust að niðurstöðu um að þannig geti þessir flokkar best náð fram málefnum sínum,“ segir Sigmundur og bendir á að hann telji ekki að verið sé að ræða um slíkt samstarf á þeim forsendum. Hann nefnir Framsóknarflokkinn í þessu samhengi en eins og kunnugt er hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, ítrekað viðrað þá skoðun sína um að Framsókn vilji gjarnan taka þátt í stjórnarsamstarfi með breiða skírskotun. „Þau hafa verið að tala um að slík stjórn væri með breiðari skírskotun en til dæmis ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks, Framsóknar og Flokks fólksins. Þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé ekki bara verið að segja að áherslur Framsóknar séu of líkar áherslum Miðflokksins og Flokks fólksins og slíkt bjóði ekki upp á nógu mikla breidd.“ Að mati Sigmundar er sú nálgun vafasöm. „Þetta er að mínu mati alveg kolröng nálgun á stjórnarmyndun og svolítið lýsandi fyrir vandann sem stjórnmálin eru enda greiða kjósendur atkvæði út frá stefnumálum flokkanna. Við erum í vanda stödd ef flokkar kjósa að líta fram hjá þessu eftir kosningar og búa til eitthvað sem þeir kalla „stjórn með breiða skírskotun“ í þeirri merkingu að kjósendur eigi að vera til friðs.“ Sigmundur bendir á að til þess að lýðræðið virki, þá þurfi menn að mynda stjórn fyrst og fremst á grundvelli þess hverjir telja sig best geta náð markmiðum sínum í sameiningu.Myndirðu þannig telja að ríkisstjórn flokka með jafnólíkar áherslur og VG og Sjálfstæðisflokkur væri veik ríkisstjórn?„Ég ímynda mér að slík ríkisstjórn væri veik já, ef þessum flokkum er einhver alvara með sínar pólítísku áherslur. Því að það myndi varla snúast um margt annað en að viðhalda núverandi ástandi. Það er ekki hægt að „ýta bara á pásu“ í eitt kjörtímabil og skipta ráðuneytunum á milli á grundvelli breiðrar skírskotunar. Kjörtímabilið og stjórnarsamstarfið verður að vera um eitthvað, einhver málefni sem menn sammælast um. Ekki bara vopnahlé milli hægri og vinstri.“ Að mati Sigmundar var skortur á sameiginlegri skýrri sýn fráfarandi ríkisstjórnar hennar helsti veikleiki.Þætti þér ólíklegt að Miðflokkurinn myndi passa sem eins konar milliliður í stjórn VG og Sjálfstæðisflokks ef svo færi að slík stjórn yrði mynduð?„Ég ætla ekki að útiloka neitt fyrirfram varðandi þetta en ef að menn væru að spá í slíkt þá væri það væntanlega á þeim forsendum að þessir flokkar til hægri og vinstri gætu sammælst um þá sýn sem við höfum verið að boða á miðjunni. Það væri ekki vænlegt, hvorki fyrir okkur né nokkurn annan flokk, að fara inn í samstarf á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ef það snerist bara um það að friðþægja kjósendur. Ef lýðræðið á að virka sem skyldi þá verður áherslan að lúta að verkefnum.“En svona í ljósi þess að þú vilt leggja áhersu á að mynda ríkisstjórn á málefnalegum forsendum, eru þá ekki einhverjir flokkar sem kæmu frekar til greina sem samstarfsflokkar? Nú hefur þú til dæmis minnst á það að þú hafir átt í samtali við alla formenn nema að óverulegu leyti við Pírata. Kæmi sá flokkur ekki til greina, einmitt vegna ólíkra áherslna flokkanna?„Auðvitað getur maður haft einhverjar fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvaða flokkar væru líklegri en aðrir. En varðandi Píratana, þá hef ég alls ekki verið að útiloka þá. Það hefur hins vegar ekki farið fram eins mikið samtal milli mín og þeirra, kannski er það vegna þess að strúktúr Pírata er óhefðbundinn og maður hefur ekki haft einhvern formann til að hringja í.“ Að mati Sigmundar er Píratar tvískiptur flokkur, annars vegar er þar armur frjálslyndis en hinn armurinn boðar sósíalisma og eins konar anarkisma. „Ef þessi nýi þingflokkur Pírata er meira á frjálslyndu nótunum, þá er um að ræða fólk sem væri virkilega áhugavert að heyra hvað hefur að segja. En ég ætla ekki að útiloka neitt fyrirfram, ekki heldur Pírata.“ Stj.mál Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Þingflokkar flokkanna fjögurra funda í dag Fundir þingflokkanna hefjast um og upp úr hádegi í dag. 5. nóvember 2017 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki sannfærður um að ríkisstjórn með breiða skírskotun frá hægri til vinstri sé vænlegasti kosturinn í stöðunni. Skýr sýn um málefni væri nauðsynleg við myndun ríkisstjórnar og slík sýn mikilvægari en breið skírskotun. Þetta sagði hann í samtali við Vísi fyrr í kvöld. Aðspurður um til hvaða flokka Sigmundur myndi leita fyrst til ef til þess kæmi að hann fengi umboð til stjórnarmyndunar segir Sigmundur að hann myndi eiga samtal við formenn allra flokka. „Ég geri ráð fyrir að ég myndi heyra í fulltrúum allra flokka,“ segir Sigmundur og bætir við að þótt hann hafi vissulega átt samtöl við formenn flokkanna áður þá hafi slíkar viðræður ekki verið formlegar. „Maður myndi vilja fá skýra mynd af því hver afstaða þessara flokka væri til þeirra málefna sem við lögðum áherslu á í kosningabaráttunni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að æskilegt sé að mynda ríkisstjórn á grundvelli málefnanna og mér hefur þótt svolítið skrýtið að fylgjast með tali um annað undanfarna daga.“Ertu hérna að vísa til umræðu um ríkisstjórn með breiða skírskotun, þar sem hryggjarstykkin væru VG og Sjálfstæðisflokkur?„Já, akkúrat. Það væri í sjálfu sér ekkert að því að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, og þess vegna Framsóknarflokkur eða einhver annar flokkur, ynnu saman ef þessir flokkar kæmust að niðurstöðu um að þannig geti þessir flokkar best náð fram málefnum sínum,“ segir Sigmundur og bendir á að hann telji ekki að verið sé að ræða um slíkt samstarf á þeim forsendum. Hann nefnir Framsóknarflokkinn í þessu samhengi en eins og kunnugt er hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, ítrekað viðrað þá skoðun sína um að Framsókn vilji gjarnan taka þátt í stjórnarsamstarfi með breiða skírskotun. „Þau hafa verið að tala um að slík stjórn væri með breiðari skírskotun en til dæmis ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks, Framsóknar og Flokks fólksins. Þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé ekki bara verið að segja að áherslur Framsóknar séu of líkar áherslum Miðflokksins og Flokks fólksins og slíkt bjóði ekki upp á nógu mikla breidd.“ Að mati Sigmundar er sú nálgun vafasöm. „Þetta er að mínu mati alveg kolröng nálgun á stjórnarmyndun og svolítið lýsandi fyrir vandann sem stjórnmálin eru enda greiða kjósendur atkvæði út frá stefnumálum flokkanna. Við erum í vanda stödd ef flokkar kjósa að líta fram hjá þessu eftir kosningar og búa til eitthvað sem þeir kalla „stjórn með breiða skírskotun“ í þeirri merkingu að kjósendur eigi að vera til friðs.“ Sigmundur bendir á að til þess að lýðræðið virki, þá þurfi menn að mynda stjórn fyrst og fremst á grundvelli þess hverjir telja sig best geta náð markmiðum sínum í sameiningu.Myndirðu þannig telja að ríkisstjórn flokka með jafnólíkar áherslur og VG og Sjálfstæðisflokkur væri veik ríkisstjórn?„Ég ímynda mér að slík ríkisstjórn væri veik já, ef þessum flokkum er einhver alvara með sínar pólítísku áherslur. Því að það myndi varla snúast um margt annað en að viðhalda núverandi ástandi. Það er ekki hægt að „ýta bara á pásu“ í eitt kjörtímabil og skipta ráðuneytunum á milli á grundvelli breiðrar skírskotunar. Kjörtímabilið og stjórnarsamstarfið verður að vera um eitthvað, einhver málefni sem menn sammælast um. Ekki bara vopnahlé milli hægri og vinstri.“ Að mati Sigmundar var skortur á sameiginlegri skýrri sýn fráfarandi ríkisstjórnar hennar helsti veikleiki.Þætti þér ólíklegt að Miðflokkurinn myndi passa sem eins konar milliliður í stjórn VG og Sjálfstæðisflokks ef svo færi að slík stjórn yrði mynduð?„Ég ætla ekki að útiloka neitt fyrirfram varðandi þetta en ef að menn væru að spá í slíkt þá væri það væntanlega á þeim forsendum að þessir flokkar til hægri og vinstri gætu sammælst um þá sýn sem við höfum verið að boða á miðjunni. Það væri ekki vænlegt, hvorki fyrir okkur né nokkurn annan flokk, að fara inn í samstarf á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ef það snerist bara um það að friðþægja kjósendur. Ef lýðræðið á að virka sem skyldi þá verður áherslan að lúta að verkefnum.“En svona í ljósi þess að þú vilt leggja áhersu á að mynda ríkisstjórn á málefnalegum forsendum, eru þá ekki einhverjir flokkar sem kæmu frekar til greina sem samstarfsflokkar? Nú hefur þú til dæmis minnst á það að þú hafir átt í samtali við alla formenn nema að óverulegu leyti við Pírata. Kæmi sá flokkur ekki til greina, einmitt vegna ólíkra áherslna flokkanna?„Auðvitað getur maður haft einhverjar fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvaða flokkar væru líklegri en aðrir. En varðandi Píratana, þá hef ég alls ekki verið að útiloka þá. Það hefur hins vegar ekki farið fram eins mikið samtal milli mín og þeirra, kannski er það vegna þess að strúktúr Pírata er óhefðbundinn og maður hefur ekki haft einhvern formann til að hringja í.“ Að mati Sigmundar er Píratar tvískiptur flokkur, annars vegar er þar armur frjálslyndis en hinn armurinn boðar sósíalisma og eins konar anarkisma. „Ef þessi nýi þingflokkur Pírata er meira á frjálslyndu nótunum, þá er um að ræða fólk sem væri virkilega áhugavert að heyra hvað hefur að segja. En ég ætla ekki að útiloka neitt fyrirfram, ekki heldur Pírata.“
Stj.mál Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Þingflokkar flokkanna fjögurra funda í dag Fundir þingflokkanna hefjast um og upp úr hádegi í dag. 5. nóvember 2017 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30
Þingflokkar flokkanna fjögurra funda í dag Fundir þingflokkanna hefjast um og upp úr hádegi í dag. 5. nóvember 2017 11:55