Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. desember 2017 12:15 Mynd frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/vilhelm Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær þar sem ein kona lést og fjöldi fólks slasaðist alvarlega, hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. Bóndi á svæðinu telur að um pólitíska ákvörðun sé að ræða að forgangsraða ekki fjármagni í umbætur á veginum. Fanney Ólöf Lárusdóttir sauðfjárbóndi þekkir vel aðstæður á Suðurlandi og bendir á að umferð um svæðið hafi aukist gríðarlega á síðustu árum. Rútubílstjórar sem keyri með ferðamenn frá Reykjavík að Jökulsárlóni keyri um 400 kílómetra aðra leiðina og séu auk þess undir tímapressu.Pólitík og forgangsröðun „Þannig að þeir mega ekki við því að bíða eftir þessum ferðamönnum sem eru alltaf að snarhægja á sér því þeir sjá merkilegan mosa eða eitthvað merkilegt eða ákveða að að klappa hrossum. Maður þarf að vera rosalega vakandi þegar maður er á ferðinni því þetta fólk er bara eitt í heiminum þegar það er á ferðinni,” segir Fanney Ólöf en rætt var við hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að í ofanálag sé vegurinn ekki nægilega breiður á þessu svæði og að hann sé ekki þjónustaður nægilega vel. „Það er talað um að það vanti fjármagn en manni finnst samt eins og það sé bara pólitík og forgangsröðun fjármagns. Það skiptir máli að hafa þetta í lagi, við erum að fá gríðarlegt magn ferðamanna til landsins og erum með vegina svona og allar þessar yndislegu einbreiðu brýr sem maður er skíthræddur við. Maður fattar ekki af hverju þetta er ekki sett í forgang að koma þessu í lag og það þurfi slys til að það gerist eitthvað.“ Ekki hægt að taka kaflann út fyrir sviga Einnig var rætt við Jón Gunnarsson, formann samgöngunefndar Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, í Bítinu í morgun. „Það er ekki hægt að taka þennan kafla út úr. Slysið hefði eins getað orðið einhvers staðar annars staðar þar sem ástandið er alveg það sama,“ segir Jón. „Auðvitað á þetta við um svo marga staði í okkar vegakerfi, það er hreinlega vanbúið til að taka á móti þeirri miklu aukningu sem hefur orðið í samgöngum í kringum, sérstaklega, ferðamennskuna.“ Hann bendir á að fjárframlög til Vegagerðarinnar hafi verið aukin á undanförnum árum en segist meðvitaður um að það dugi ekki til allra framkvæmda. Hann segir að bættir og öruggari vegir séu besta slysavörnin. Jón Gunnarsson segir ástandið slæmt um allt land, ekki einungis á Suðurlandi.vísir/vilhelm„Stærsta skrefið sem við getum stigið í því að draga úr slysum er að bæta vegakerfið. Það verða alltaf mannleg mistök í umferðinni og vegakerfið okkar á að vera þannig uppbyggt að það mæti þeim mannlegum mistökum eins og hægt er. Það er ákall um þetta um land allt. Það er alveg sama hvar þið farið á landinu og ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón. „Það er alveg ljóst í mínum huga að hefðbundnar leiðir sem við höfum farið undanfarin ár til að fjármagna þessa breytingar úr ríkissjóði, það mun ekki duga til að ná í skottið á okkur í þessum efnum nema á ansi mörgum árum.“Erfitt að ganga meira á ríkissjóð Gert er ráð fyrir að ríkissjóður skili um 35 milljarða afgangi á næsta ári en Jón segir það ekki ráðlagt að ganga á það fjármagn. „Það eru allir sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir sem segja að við erum alveg á mörkunum með það að skila ríkissjóði með nægilega miklum afgangi miðað við þau umsvif sem eru orðin á ríkissjóði. Ég tel að við séum þar að fylgja algjörlega lágmarkskröfum.“ Hann segir það blasa við að gera þurfi aðgerðaráætlun í samgöngumálum til næstu ára, ekki áratuga. „Þetta eru það stórkostlegar upphæðir að það þarf að búa til alveg sérstaka umgjörð um það að taka stórar fjárfrekar framkvæmdir út fyrir sviga og fjármagna þær með einhverjum öðrum hætti á meðan það fé sem við höfum úr ríkissjóði til umráða og sú aukning fari í það að viðhalda og þjónusta ásamt því að byggja upp.“ Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær þar sem ein kona lést og fjöldi fólks slasaðist alvarlega, hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. Bóndi á svæðinu telur að um pólitíska ákvörðun sé að ræða að forgangsraða ekki fjármagni í umbætur á veginum. Fanney Ólöf Lárusdóttir sauðfjárbóndi þekkir vel aðstæður á Suðurlandi og bendir á að umferð um svæðið hafi aukist gríðarlega á síðustu árum. Rútubílstjórar sem keyri með ferðamenn frá Reykjavík að Jökulsárlóni keyri um 400 kílómetra aðra leiðina og séu auk þess undir tímapressu.Pólitík og forgangsröðun „Þannig að þeir mega ekki við því að bíða eftir þessum ferðamönnum sem eru alltaf að snarhægja á sér því þeir sjá merkilegan mosa eða eitthvað merkilegt eða ákveða að að klappa hrossum. Maður þarf að vera rosalega vakandi þegar maður er á ferðinni því þetta fólk er bara eitt í heiminum þegar það er á ferðinni,” segir Fanney Ólöf en rætt var við hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að í ofanálag sé vegurinn ekki nægilega breiður á þessu svæði og að hann sé ekki þjónustaður nægilega vel. „Það er talað um að það vanti fjármagn en manni finnst samt eins og það sé bara pólitík og forgangsröðun fjármagns. Það skiptir máli að hafa þetta í lagi, við erum að fá gríðarlegt magn ferðamanna til landsins og erum með vegina svona og allar þessar yndislegu einbreiðu brýr sem maður er skíthræddur við. Maður fattar ekki af hverju þetta er ekki sett í forgang að koma þessu í lag og það þurfi slys til að það gerist eitthvað.“ Ekki hægt að taka kaflann út fyrir sviga Einnig var rætt við Jón Gunnarsson, formann samgöngunefndar Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, í Bítinu í morgun. „Það er ekki hægt að taka þennan kafla út úr. Slysið hefði eins getað orðið einhvers staðar annars staðar þar sem ástandið er alveg það sama,“ segir Jón. „Auðvitað á þetta við um svo marga staði í okkar vegakerfi, það er hreinlega vanbúið til að taka á móti þeirri miklu aukningu sem hefur orðið í samgöngum í kringum, sérstaklega, ferðamennskuna.“ Hann bendir á að fjárframlög til Vegagerðarinnar hafi verið aukin á undanförnum árum en segist meðvitaður um að það dugi ekki til allra framkvæmda. Hann segir að bættir og öruggari vegir séu besta slysavörnin. Jón Gunnarsson segir ástandið slæmt um allt land, ekki einungis á Suðurlandi.vísir/vilhelm„Stærsta skrefið sem við getum stigið í því að draga úr slysum er að bæta vegakerfið. Það verða alltaf mannleg mistök í umferðinni og vegakerfið okkar á að vera þannig uppbyggt að það mæti þeim mannlegum mistökum eins og hægt er. Það er ákall um þetta um land allt. Það er alveg sama hvar þið farið á landinu og ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón. „Það er alveg ljóst í mínum huga að hefðbundnar leiðir sem við höfum farið undanfarin ár til að fjármagna þessa breytingar úr ríkissjóði, það mun ekki duga til að ná í skottið á okkur í þessum efnum nema á ansi mörgum árum.“Erfitt að ganga meira á ríkissjóð Gert er ráð fyrir að ríkissjóður skili um 35 milljarða afgangi á næsta ári en Jón segir það ekki ráðlagt að ganga á það fjármagn. „Það eru allir sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir sem segja að við erum alveg á mörkunum með það að skila ríkissjóði með nægilega miklum afgangi miðað við þau umsvif sem eru orðin á ríkissjóði. Ég tel að við séum þar að fylgja algjörlega lágmarkskröfum.“ Hann segir það blasa við að gera þurfi aðgerðaráætlun í samgöngumálum til næstu ára, ekki áratuga. „Þetta eru það stórkostlegar upphæðir að það þarf að búa til alveg sérstaka umgjörð um það að taka stórar fjárfrekar framkvæmdir út fyrir sviga og fjármagna þær með einhverjum öðrum hætti á meðan það fé sem við höfum úr ríkissjóði til umráða og sú aukning fari í það að viðhalda og þjónusta ásamt því að byggja upp.“
Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44