45 ár frá upphafi eldgoss í Heimaey Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2018 15:33 Mynd sem tekin var í janúar 1973. Horft er yfir hafnarsvæðið og byggðina í Heimaey, flutningur búslóða heimamanna til lands í fullum gangi. Búslóðaflutningur, skip liggur við bryggju, vörubílar og kassar á bryggjunni, fólk að störfum við að koma kössunum um borð í skipið. Vísir/GVA Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra minnir á að í dag eru liðin 45 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey. Gosið hófst á öðrum tímanum aðfaranótt 23. janúar og var því lýst lokið þann 3. júlí sama ár. Á þeim tíma sem gosið hófst kom það eins og gefur að skilja flatt upp á Eyjamenn sem voru flestir gegnir til náða og vísindamenn voru ekki tækjum búnir til að geta séð það fyrir. Á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar eftir Þorstein Vilhjálmsson prófessor emeritus þar sem segir að eftir á gátu menn séð að að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um þrjátíu klukkustundum fyrr. Þorsteinn segir að ef eldgos á borð við Heimaeyjargosið 1973 kæmi nú á dögum væru yfirgnæfandi líkur á að það geri boð á undan sér sem vísindamenn munu finna. Olgeir Sigmarsson, jarðfræðingur hjá raunvísindastofnun Háskóla Íslands, hefur einnig birt svar um gosið í Heimaey en hann segir að draga megi þann lærdóm af gosum í Vestmannaeyjum að ef gos verður í nálægð við Heimaey þá er allt eins líklegt að það gjósi einnig á Heimaey. Jafnframt megi reikna með gosi hvenær sem er í Vestmanneyjaeldstöðinni en það sama eigi reyndar við um Reykjanesskagann og þá gæti Hafnarfjörður legið í því, eins og Olgeir segir svari sínu. Í grein sem birtir á vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra kemur fram að verkefnin sem gosið í Heimaey leiddi af sér voru mjög lærdómsrík. Eldgosið hafi þannig verið frumraun almannavarnakerfisins en þar var fyrst beitt í stórri aðgerð því neyðaráætlunarskipulagi sem unnið hafði verið að koma á í almannavörnum frá því á árinu 1971. Séð yfir hafnarsvæðið og byggðina í Heimaey á öðrum degi gossins VestmannaeyjagosVísir/GVA „Fyrsta neyðaráætlun þessarar gerðar var tilbúin í ársbyrjun 1972 og var unnin fyrir Húsavíkurkaupstað. Sama ár voru unnar neyðaráætlanir fyrir Ísafjarðarkaupstað og viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Kötlu í Mýrdalsjökli. Teknir voru til umfjöllunar í þessum neyðaráætlunum allir helstu hættuþættir, sem ógnað gætu öryggi hins almenna borgara á viðkomandi svæði og settar fram nákvæmar leiðbeiningar um virkjun neyðarþjónustunnar með tilheyrandi gátlistum,“ segir í greininni sem birtist á vef almannavarnadeildarinnar. Þar kemur fram að eldgosið í Heimaey árið 1973 hafi reynt verulega á almannavarnastarfið á Íslandi. Það undirstrikaði nauðsyn almannavarnaskipulagsins, bæði hvað varðaði brottflutning eyjaskeggja, móttöku þeirra á fastalandið og varnaraðgerðir meðan gosið stóð. Á vefnum Heimaslóð kemur fram að Vestmanneyingar voru 2,5 prósent landsmanna á þessum tíma og þurfti að koma börnum fyrir í skóla, fólki í vinnu og útvega húsnæði. Nýja fellið sem myndaðist á Heimaey fékk nafnið Eldfell. Á vef Heimaslóðar kemur fram að af 1.350 húsum bæjarins fóru 417 eignir undir hraun og aðrar 400 skemmdust að einhverju eða miklu leyti. Um miðjan september árið 1973 fluttu 1.200 bæjarbúar aftur til Eyja en í nóvember sama ár höfðu rúmlega 2.000 manns snúið til baka. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 BBC rýnir í eldgos framtíðarinnar á Íslandi Nú þegar fjörtíu ár upp á dag eru liðin frá því eldgosið mikla hófst í Heimaey, er ekki úr vegi að skoða heimildarmynd Katie Humble, sem framleidd var fyrir BBC í fyrra. Í myndinni er farið yfir Eyjafjallagosið, Heimaeyjargosið og fleiri stórgos í sögu Íslands, og reynt að rýna í framtíðina varðandi stórgos sem gætu vofað yfir Íslandi og Evrópu. 23. janúar 2013 14:21 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra minnir á að í dag eru liðin 45 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey. Gosið hófst á öðrum tímanum aðfaranótt 23. janúar og var því lýst lokið þann 3. júlí sama ár. Á þeim tíma sem gosið hófst kom það eins og gefur að skilja flatt upp á Eyjamenn sem voru flestir gegnir til náða og vísindamenn voru ekki tækjum búnir til að geta séð það fyrir. Á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar eftir Þorstein Vilhjálmsson prófessor emeritus þar sem segir að eftir á gátu menn séð að að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um þrjátíu klukkustundum fyrr. Þorsteinn segir að ef eldgos á borð við Heimaeyjargosið 1973 kæmi nú á dögum væru yfirgnæfandi líkur á að það geri boð á undan sér sem vísindamenn munu finna. Olgeir Sigmarsson, jarðfræðingur hjá raunvísindastofnun Háskóla Íslands, hefur einnig birt svar um gosið í Heimaey en hann segir að draga megi þann lærdóm af gosum í Vestmannaeyjum að ef gos verður í nálægð við Heimaey þá er allt eins líklegt að það gjósi einnig á Heimaey. Jafnframt megi reikna með gosi hvenær sem er í Vestmanneyjaeldstöðinni en það sama eigi reyndar við um Reykjanesskagann og þá gæti Hafnarfjörður legið í því, eins og Olgeir segir svari sínu. Í grein sem birtir á vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra kemur fram að verkefnin sem gosið í Heimaey leiddi af sér voru mjög lærdómsrík. Eldgosið hafi þannig verið frumraun almannavarnakerfisins en þar var fyrst beitt í stórri aðgerð því neyðaráætlunarskipulagi sem unnið hafði verið að koma á í almannavörnum frá því á árinu 1971. Séð yfir hafnarsvæðið og byggðina í Heimaey á öðrum degi gossins VestmannaeyjagosVísir/GVA „Fyrsta neyðaráætlun þessarar gerðar var tilbúin í ársbyrjun 1972 og var unnin fyrir Húsavíkurkaupstað. Sama ár voru unnar neyðaráætlanir fyrir Ísafjarðarkaupstað og viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Kötlu í Mýrdalsjökli. Teknir voru til umfjöllunar í þessum neyðaráætlunum allir helstu hættuþættir, sem ógnað gætu öryggi hins almenna borgara á viðkomandi svæði og settar fram nákvæmar leiðbeiningar um virkjun neyðarþjónustunnar með tilheyrandi gátlistum,“ segir í greininni sem birtist á vef almannavarnadeildarinnar. Þar kemur fram að eldgosið í Heimaey árið 1973 hafi reynt verulega á almannavarnastarfið á Íslandi. Það undirstrikaði nauðsyn almannavarnaskipulagsins, bæði hvað varðaði brottflutning eyjaskeggja, móttöku þeirra á fastalandið og varnaraðgerðir meðan gosið stóð. Á vefnum Heimaslóð kemur fram að Vestmanneyingar voru 2,5 prósent landsmanna á þessum tíma og þurfti að koma börnum fyrir í skóla, fólki í vinnu og útvega húsnæði. Nýja fellið sem myndaðist á Heimaey fékk nafnið Eldfell. Á vef Heimaslóðar kemur fram að af 1.350 húsum bæjarins fóru 417 eignir undir hraun og aðrar 400 skemmdust að einhverju eða miklu leyti. Um miðjan september árið 1973 fluttu 1.200 bæjarbúar aftur til Eyja en í nóvember sama ár höfðu rúmlega 2.000 manns snúið til baka.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 BBC rýnir í eldgos framtíðarinnar á Íslandi Nú þegar fjörtíu ár upp á dag eru liðin frá því eldgosið mikla hófst í Heimaey, er ekki úr vegi að skoða heimildarmynd Katie Humble, sem framleidd var fyrir BBC í fyrra. Í myndinni er farið yfir Eyjafjallagosið, Heimaeyjargosið og fleiri stórgos í sögu Íslands, og reynt að rýna í framtíðina varðandi stórgos sem gætu vofað yfir Íslandi og Evrópu. 23. janúar 2013 14:21 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30
BBC rýnir í eldgos framtíðarinnar á Íslandi Nú þegar fjörtíu ár upp á dag eru liðin frá því eldgosið mikla hófst í Heimaey, er ekki úr vegi að skoða heimildarmynd Katie Humble, sem framleidd var fyrir BBC í fyrra. Í myndinni er farið yfir Eyjafjallagosið, Heimaeyjargosið og fleiri stórgos í sögu Íslands, og reynt að rýna í framtíðina varðandi stórgos sem gætu vofað yfir Íslandi og Evrópu. 23. janúar 2013 14:21