Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 07:48 Frá guðsþjónustu gyðinga á Íslandi. Þeir munu nú fá fast aðsetur í Reykjavík. BEREL PEWZNER Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi. Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi.
Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25
Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04