Gyðingar fresta ferðum til Íslands Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2018 10:33 Aðilum innan ferðaþjónustunnar hafa borist bréf frá Gyðingum sem eru hneykslaðir á umskurðsfrumvarpinu og hóta aðgerðum gegn ferðaþjónustu á Íslandi. Jón Gunnar Benjamínsson, sem á og rekur ferðaþjónustuna Iceland Unlimited, vakti athygli á bréfi sem honum barst frá gyðingi í gærkvöldi í Facebookhópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar. „Hér er sármóðgaður einstaklingur af gyðingaætt, að hætta við að bóka „self-drive“ ferð með okkur vegna tilvonandi frumvarps um bann við umskurði sveinbarna, ásamt því jafnframt að hóta því að breiða út sitt “fagnaðar”erindi til vina og vandamanna,“ skrifar Jón Gunnar.Bréfritari hótar því að ef frumvarpið verði að lögum muni hann beita sér gegn ferðamennsku á Íslandi.Hann birtir bréfið og spyr hvort fleirum í ferðaþjónustunni hafi borist bréf af svipuðum toga? Víst er að hið umdeilda mál hefur vakið verulega athygli utan landsteina. Bréfritari segir að sér sé brugðið, hann sé hneykslaður. Hann hafa verið kominn á fremsta hlunn með að panta sér ferð til Íslands. En þá frétti hann af umskurðsfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og ákvað snarlega að fresta ferð til Íslands. Hann vildi sjá hvernig alþingi Íslendinga myndi afgreiða málið.Ætlar að beita sér gegn ferðaþjónustu á Íslandi Óbeinar hótanir má svo finna í bréfinu, en bréfritari segir að ef það fari svo að bann verði lagt við umskurð á drengjum á Íslandi muni hann beita sér fyrir því, meðal annars í hinu stóra gyðingasamfélagi á Bostonsvæðinu, að menn fari aldrei til Íslands. Bakland ferðaþjónustunnar er Facebookhópur þar sem ýmsir í ferðaþjónustunni koma saman og ráða ráðum sínum. Viðbrögðin við erindi Jóns Gunnars heldur á eina leið. Fordæming á þessu erindi; mönnum blöskrar frekjan.Umskerum ekki hvítvoðunga í þágu ferðaiðnaðar „Við umskerum ekki hvítvoðunga í þágu ferðaiðnaðar, það er alveg á hreinu!“ segir einn. Annar segir: „Ég er orðlaus , frekjan að halda að ferðaþjónustuaðili stjórni ríkisstjórn okkar, hann er kanski vanur svo sé i öðrum löndum.“ Og enn annar bætir við: „Það má benda á MJÖG MARGAR siðferðilegar ástæður til að heimsækja hvorki BNA né Ísrael ef það á að nota sömu röksemdafærslu og hann.“Jón Gunnar lætur sér hvergi bregða og hefur nú svarað manninum kurteislega.visir/anton brinkJóni Gunnari er ráðlagt að svara manninum fullum hálsi. Í samtali við Vísi segist Jón Gunnar hafa skrifað manninum kurteislegt svarbréf. Annað hafi ekki verið í boði.Kröfuharðir ferðamenn „Ég var ekkert að vaða í manninn fyrir þetta,“ segir hann. Spurður hvort hann kannaðist við fleiri erindi svipað eðlis meðal kollega sinna segir hann að einn hafi upplýst um að svissnesk ferðaskrifstofa hefði boðað fjölda afbókana yrði frumvarpið að veruleika. „Þetta er nú ekkert óvenjulegt úr þessum ranni svosem,“ segir Jón Gunnar. Hann lætur þetta ekki slá sig út af laginu, reyndur á þessu sviði og minnist þess þegar meirihlutinn í Reykjavík vildi beita sér fyrir banni á ísraelskar vörur. „Og allt varð brjálað. Ég hef alltaf átt gott samstarf við fólk af ætt gyðinga og á von á að svo verði áfram.“En, nú hefur flogið fyrir að þeir geti reynst erfiðir ferðamenn? „Þeir eru vissulega mjög kröfuharðir og vita hvað þeir vilja. Reyna prútta fram á síðustu stundu,“ segir Jón Gunnar og lætur sér hvergi bregða.Ath. Fréttin hefur verið uppfærð til samræmis við það að Vísir náði viðtali við Jón Gunnar um málið. Sem ekki var fyrirliggjandi í fyrstu útgáfu. Ferðamennska á Íslandi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, sem á og rekur ferðaþjónustuna Iceland Unlimited, vakti athygli á bréfi sem honum barst frá gyðingi í gærkvöldi í Facebookhópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar. „Hér er sármóðgaður einstaklingur af gyðingaætt, að hætta við að bóka „self-drive“ ferð með okkur vegna tilvonandi frumvarps um bann við umskurði sveinbarna, ásamt því jafnframt að hóta því að breiða út sitt “fagnaðar”erindi til vina og vandamanna,“ skrifar Jón Gunnar.Bréfritari hótar því að ef frumvarpið verði að lögum muni hann beita sér gegn ferðamennsku á Íslandi.Hann birtir bréfið og spyr hvort fleirum í ferðaþjónustunni hafi borist bréf af svipuðum toga? Víst er að hið umdeilda mál hefur vakið verulega athygli utan landsteina. Bréfritari segir að sér sé brugðið, hann sé hneykslaður. Hann hafa verið kominn á fremsta hlunn með að panta sér ferð til Íslands. En þá frétti hann af umskurðsfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og ákvað snarlega að fresta ferð til Íslands. Hann vildi sjá hvernig alþingi Íslendinga myndi afgreiða málið.Ætlar að beita sér gegn ferðaþjónustu á Íslandi Óbeinar hótanir má svo finna í bréfinu, en bréfritari segir að ef það fari svo að bann verði lagt við umskurð á drengjum á Íslandi muni hann beita sér fyrir því, meðal annars í hinu stóra gyðingasamfélagi á Bostonsvæðinu, að menn fari aldrei til Íslands. Bakland ferðaþjónustunnar er Facebookhópur þar sem ýmsir í ferðaþjónustunni koma saman og ráða ráðum sínum. Viðbrögðin við erindi Jóns Gunnars heldur á eina leið. Fordæming á þessu erindi; mönnum blöskrar frekjan.Umskerum ekki hvítvoðunga í þágu ferðaiðnaðar „Við umskerum ekki hvítvoðunga í þágu ferðaiðnaðar, það er alveg á hreinu!“ segir einn. Annar segir: „Ég er orðlaus , frekjan að halda að ferðaþjónustuaðili stjórni ríkisstjórn okkar, hann er kanski vanur svo sé i öðrum löndum.“ Og enn annar bætir við: „Það má benda á MJÖG MARGAR siðferðilegar ástæður til að heimsækja hvorki BNA né Ísrael ef það á að nota sömu röksemdafærslu og hann.“Jón Gunnar lætur sér hvergi bregða og hefur nú svarað manninum kurteislega.visir/anton brinkJóni Gunnari er ráðlagt að svara manninum fullum hálsi. Í samtali við Vísi segist Jón Gunnar hafa skrifað manninum kurteislegt svarbréf. Annað hafi ekki verið í boði.Kröfuharðir ferðamenn „Ég var ekkert að vaða í manninn fyrir þetta,“ segir hann. Spurður hvort hann kannaðist við fleiri erindi svipað eðlis meðal kollega sinna segir hann að einn hafi upplýst um að svissnesk ferðaskrifstofa hefði boðað fjölda afbókana yrði frumvarpið að veruleika. „Þetta er nú ekkert óvenjulegt úr þessum ranni svosem,“ segir Jón Gunnar. Hann lætur þetta ekki slá sig út af laginu, reyndur á þessu sviði og minnist þess þegar meirihlutinn í Reykjavík vildi beita sér fyrir banni á ísraelskar vörur. „Og allt varð brjálað. Ég hef alltaf átt gott samstarf við fólk af ætt gyðinga og á von á að svo verði áfram.“En, nú hefur flogið fyrir að þeir geti reynst erfiðir ferðamenn? „Þeir eru vissulega mjög kröfuharðir og vita hvað þeir vilja. Reyna prútta fram á síðustu stundu,“ segir Jón Gunnar og lætur sér hvergi bregða.Ath. Fréttin hefur verið uppfærð til samræmis við það að Vísir náði viðtali við Jón Gunnar um málið. Sem ekki var fyrirliggjandi í fyrstu útgáfu.
Ferðamennska á Íslandi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30