Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. maí 2018 23:01 Sanna Magdalena Mörtudóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segist ekki ætla að að taka þátt í fyrirhuguðum viðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa viðræður átt sér stað um samstarf allra flokka utan Sjálfstæðis- og Miðflokks að tillögu oddvita Vinstri grænna. Hann hafnar því að fótur sé fyrir því. Í yfirlýsingu sem Sanna og Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi sósíalista, sendu frá sér í kvöld segjast þau hafa ákveðið að taka ekki þátt í fyrirhuguðum viðræðum. Vísa þau til þess að einn borgarfulltrúi í meirihlutasamstarfi við aðra flokka gæti litlu áorkað. „Einn borgarfulltrúi getur ekki breytt kerfinu innan frá, allra síst ef hans fyrsta verk verður að ganga inn í svo til óbreyttan meirihluta um stefnu sem sósíalistar gagnrýndu harðlega í kosningabaráttunni,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Í viðtali við Vísi í kvöld staðfesti Sanna að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað á milli flokkanna í dag. Hún vildi hins vegar ekki segja hvaða flokkar það hefðu verið að öðru leyti en það væru þeir sem stæðu sósíalistum næst í stefnu.Líf segir ekkert að frétta af viðræðum Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundi sósíalista í Borgartúni í kvöld að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hafi viljað samstarf allra flokka utan Sjálfstæðis- og Miðflokks, það er Vinstri grænna, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Slíkur meirihluti hefði fjórtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. Líf hafnar því hins vegar algerlega í samtali við Vísi og segir það ekki eiga við nein rök að styðjast. „Það er ekkert til í þessu,“ segir hún. Ekkert sé að frétta af meirihlutaviðræðum. Líf skrifaði þó Facebook-færslu eftir að blaðamaður Vísis ræddi við hana og yfirlýsing sósíalista var komin fram þar sem hún sagðist hafa hitt Sönnu í dag. Þar hafi hún kannað áhugann á mögulegu samstarfi. Lýsir Líf vonbrigðum með að sósíalistar hafi ákveðið að hafna því að koma að stjórnun borgarinnar með beinum hætti án þess að láta reyna á hverju þeir gætu náð fram með viðræðum. „Ég vildi hafa Sönnu með í meirihlutasamstarfi því það er mikill samhljómur með stefnu Vinstri grænna og Sósíalista. Það hefði verið hægt að vinna vel að sameiginlegum markmiðum okkar í þágu almennings eins og að jafna kjör barna og jaðarsettra hópa í Reykjavík. Vinstri röddin þarf að vera sterk í borgarstjórn og þarna hefði verið langþráð tækifæri til að gera hana enn sterkari með þátttöku Sósíalistanna,“ skrifaði Líf í Facebook-færslu sinni. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir ekkert hafa dregið til tíðinda í dag en óformlegar þreifingar hafi haldið áfram.Hverfa ekki inn í bakherbergi ráðhússins Í yfirlýsingu Sósíalistaflokksins lýsa oddvitar hans því hvernig þeir vilja heldur byggja upp flokkinn en taka þátt í stjórn borgarinnar. „En einn borgarfulltrúi getur tekið virkan þátt með félögum sínum í að byggja upp samstöðu meðal láglaunafólks, innflytjenda, leigjenda, eftirlaunafólks, öryrkja og annarra valdalausra hópa og verið farvegur fyrir baráttu þeirra inn í borgarstjórn. Þannig borgarfulltrúar viljum við vera og þannig borgarfulltrúa eru félagar okkar í Sósíalistaflokknum að kalla eftir; borgarfulltrúa sem hverfur ekki strax eftir kosningar inn í bakherbergi Ráðhússins heldur starfar áfram að uppbyggingu þeirrar hreyfingar sem sendi okkur inn í borgarstjórn. Það er okkar markmið að þjóna þessari vaxandi hreyfingu næstu árin og byggja upp með henni öfluga og róttæka hagsmunabaráttu hinna kúguðu og valdalausu. Það er aðeins með samstöðu og styrk fjöldans sem við getum breytt samfélaginu. Ekkert mun ávinnast í samningaviðræðum eins borgarfulltrúa við ríkjandi öfl,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin var uppfærð eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG, birti Facebook-færslu um samskipti sín við borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins í kvöld.Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands var í hliðarherbergi með útsýni yfir sundin blá og talaði í síma á meðan aðrir fundarmenn röbbuðu saman að loknum fundi.Vísir/ÞG Kosningar 2018 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segist ekki ætla að að taka þátt í fyrirhuguðum viðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa viðræður átt sér stað um samstarf allra flokka utan Sjálfstæðis- og Miðflokks að tillögu oddvita Vinstri grænna. Hann hafnar því að fótur sé fyrir því. Í yfirlýsingu sem Sanna og Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi sósíalista, sendu frá sér í kvöld segjast þau hafa ákveðið að taka ekki þátt í fyrirhuguðum viðræðum. Vísa þau til þess að einn borgarfulltrúi í meirihlutasamstarfi við aðra flokka gæti litlu áorkað. „Einn borgarfulltrúi getur ekki breytt kerfinu innan frá, allra síst ef hans fyrsta verk verður að ganga inn í svo til óbreyttan meirihluta um stefnu sem sósíalistar gagnrýndu harðlega í kosningabaráttunni,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Í viðtali við Vísi í kvöld staðfesti Sanna að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað á milli flokkanna í dag. Hún vildi hins vegar ekki segja hvaða flokkar það hefðu verið að öðru leyti en það væru þeir sem stæðu sósíalistum næst í stefnu.Líf segir ekkert að frétta af viðræðum Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundi sósíalista í Borgartúni í kvöld að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hafi viljað samstarf allra flokka utan Sjálfstæðis- og Miðflokks, það er Vinstri grænna, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Slíkur meirihluti hefði fjórtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. Líf hafnar því hins vegar algerlega í samtali við Vísi og segir það ekki eiga við nein rök að styðjast. „Það er ekkert til í þessu,“ segir hún. Ekkert sé að frétta af meirihlutaviðræðum. Líf skrifaði þó Facebook-færslu eftir að blaðamaður Vísis ræddi við hana og yfirlýsing sósíalista var komin fram þar sem hún sagðist hafa hitt Sönnu í dag. Þar hafi hún kannað áhugann á mögulegu samstarfi. Lýsir Líf vonbrigðum með að sósíalistar hafi ákveðið að hafna því að koma að stjórnun borgarinnar með beinum hætti án þess að láta reyna á hverju þeir gætu náð fram með viðræðum. „Ég vildi hafa Sönnu með í meirihlutasamstarfi því það er mikill samhljómur með stefnu Vinstri grænna og Sósíalista. Það hefði verið hægt að vinna vel að sameiginlegum markmiðum okkar í þágu almennings eins og að jafna kjör barna og jaðarsettra hópa í Reykjavík. Vinstri röddin þarf að vera sterk í borgarstjórn og þarna hefði verið langþráð tækifæri til að gera hana enn sterkari með þátttöku Sósíalistanna,“ skrifaði Líf í Facebook-færslu sinni. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir ekkert hafa dregið til tíðinda í dag en óformlegar þreifingar hafi haldið áfram.Hverfa ekki inn í bakherbergi ráðhússins Í yfirlýsingu Sósíalistaflokksins lýsa oddvitar hans því hvernig þeir vilja heldur byggja upp flokkinn en taka þátt í stjórn borgarinnar. „En einn borgarfulltrúi getur tekið virkan þátt með félögum sínum í að byggja upp samstöðu meðal láglaunafólks, innflytjenda, leigjenda, eftirlaunafólks, öryrkja og annarra valdalausra hópa og verið farvegur fyrir baráttu þeirra inn í borgarstjórn. Þannig borgarfulltrúar viljum við vera og þannig borgarfulltrúa eru félagar okkar í Sósíalistaflokknum að kalla eftir; borgarfulltrúa sem hverfur ekki strax eftir kosningar inn í bakherbergi Ráðhússins heldur starfar áfram að uppbyggingu þeirrar hreyfingar sem sendi okkur inn í borgarstjórn. Það er okkar markmið að þjóna þessari vaxandi hreyfingu næstu árin og byggja upp með henni öfluga og róttæka hagsmunabaráttu hinna kúguðu og valdalausu. Það er aðeins með samstöðu og styrk fjöldans sem við getum breytt samfélaginu. Ekkert mun ávinnast í samningaviðræðum eins borgarfulltrúa við ríkjandi öfl,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin var uppfærð eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG, birti Facebook-færslu um samskipti sín við borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins í kvöld.Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands var í hliðarherbergi með útsýni yfir sundin blá og talaði í síma á meðan aðrir fundarmenn röbbuðu saman að loknum fundi.Vísir/ÞG
Kosningar 2018 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira