Kjörsóknin langminnst í Reykjanesbæ Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 10:43 Kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík var 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 90.135 manns voru á kjörskrá í Reykjavík en 60.422 skiluðu sér á kjörstað. Það er kjörsókn upp á 67 prósent. Þetta er nokkuð betri kjörsókn en í síðustu borgarstjórnarskosningum þegar kjörsóknin var 62,9 prósent. Þetta kann að virðast ágæt kjörsókn þegat tölfræðin er borin saman við tölur úr síðustu kosningum. Það hlýtur engu að síður að vera umhugsunarefni að þrjátíu þúsund Reykvíkingar ákveða að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima í stað þess að hafa áhrif á hvernig sveitarfélaginu er stjórnað. Í Kópavogi var kjörsóknin 63,4 prósent eða rúmlega 3 prósentustigum meiri kjörsókn en í síðustu kosningum. Áhugi á pólitík á Seltjarnarnesi hefur aukist frá síðustu kosningum eða flokkarnir voru duglegri að smala á kjörstað að þessu sinni því 75 prósent Seltirninga skiluðu sér á kjörstað sem er aukning um tp 7 prósentustig frá kosningunum 2014. Í Garðabæ, öðru sterku vígi Sjálfstæðisflokksins, var kjörsóknin svipuð og síðast eða 67 prósent en 66 prósent í kosningunum 2014. Á Akureyri var kjörsóknin 66,3 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum þegar 67 prósent atvkæðisbærra bæjarbúa skiluðu sér á kjörstað. Í Hafnarfirði dróst kjörsókn saman um eitt og hálft prósentustig en aðeins 58 prósent Hafnfirðinga nýttu atkvæðisréttinn að þessu sinni. Það er næstlakasta kjörsókn í sveitarfélagi á landinu öllu. Aðeins í Reykjanesbæ var lakari kjörsókn. Þar skiluðu sér aðeins 57 prósent á kjörstað sem er 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2014. Það verður væntanlega verkefni fyrir embættismenn íReykjanesbæ að rannsaka hvað gerðist á árinu 2018 sem varð til þess að jafn fáir ákváðu að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa að þessu sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík var 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 90.135 manns voru á kjörskrá í Reykjavík en 60.422 skiluðu sér á kjörstað. Það er kjörsókn upp á 67 prósent. Þetta er nokkuð betri kjörsókn en í síðustu borgarstjórnarskosningum þegar kjörsóknin var 62,9 prósent. Þetta kann að virðast ágæt kjörsókn þegat tölfræðin er borin saman við tölur úr síðustu kosningum. Það hlýtur engu að síður að vera umhugsunarefni að þrjátíu þúsund Reykvíkingar ákveða að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima í stað þess að hafa áhrif á hvernig sveitarfélaginu er stjórnað. Í Kópavogi var kjörsóknin 63,4 prósent eða rúmlega 3 prósentustigum meiri kjörsókn en í síðustu kosningum. Áhugi á pólitík á Seltjarnarnesi hefur aukist frá síðustu kosningum eða flokkarnir voru duglegri að smala á kjörstað að þessu sinni því 75 prósent Seltirninga skiluðu sér á kjörstað sem er aukning um tp 7 prósentustig frá kosningunum 2014. Í Garðabæ, öðru sterku vígi Sjálfstæðisflokksins, var kjörsóknin svipuð og síðast eða 67 prósent en 66 prósent í kosningunum 2014. Á Akureyri var kjörsóknin 66,3 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum þegar 67 prósent atvkæðisbærra bæjarbúa skiluðu sér á kjörstað. Í Hafnarfirði dróst kjörsókn saman um eitt og hálft prósentustig en aðeins 58 prósent Hafnfirðinga nýttu atkvæðisréttinn að þessu sinni. Það er næstlakasta kjörsókn í sveitarfélagi á landinu öllu. Aðeins í Reykjanesbæ var lakari kjörsókn. Þar skiluðu sér aðeins 57 prósent á kjörstað sem er 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2014. Það verður væntanlega verkefni fyrir embættismenn íReykjanesbæ að rannsaka hvað gerðist á árinu 2018 sem varð til þess að jafn fáir ákváðu að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa að þessu sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15