Dagur vill halda borgarstjórastólnum Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2018 10:38 Dagur B. Eggertsson mætir til fundar með fulltrúum hinna þriggja flokkanna í Marshall-húsinu í dag. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson segir enga kröfu hafa verið setta fram um einhvern annan en hann í stól borgarstjóra í þeim óformlegu viðræðum sem fráfarandi meirihlutaflokkar hafi átt í við Viðreisn. Flokkarnir hafi náð það langt að þeir telji fullvíst að þeir nái málefnalega landi í formlegum viðræðum sem hefjast í dag. Hins vegar sé ljóst að breytingar verði með aðkomu Viðreisnar og ekki sé verið að endurnýja fráfarandi meirihluta. Viðreisn, Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn ákváðu seinnipartinn í gær að ganga til formlegra viðræðna um myndu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri segir flokkana hafa notað tímann vel í óformlegum viðræðum frá kosningum og traust hafi myndast milli fólks og þessara fjögurra flokka. „Ég held að þeir eigi málefnalega samleið að mörgu leyti þótt það sé ýmislegt líka sem er ólíkt. En það getur líka verið styrkur ef maður viðurkennir það og tekur utan um það og áttar sig á að það er svo margt í lífinu sem eru málamiðlanir. En megin stefnan er fram á við og það eiga þessir flokkar sameiginlegt,“ segir Dagur. Fulltrúar flokkanna hafi hist á undanförnum dögum enda gangi svona viðræður ekki upp án þess að fólk hittist og horfist í augu. Kjörtímabil nýrrar borgarstjórnar hefst hinn 19. júní og segir Dagur flokkanna ætla að nýta tímann vel til mótunar málefnasáttmála fyrir þann tíma. „Við höfum sagt að við stefnum að því að koma með samstarfssamning í góðum tíma fyrir 19. júní. En við höfum ekki verið að setja okkur einhverjar frekari tímalínur eða dagsetningar í því,“ segir Dagur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mætir til fundar í Marshall-húsinu um klukkan ellefu,Vísir/VilhelmViðreisn vill einfalda líf borgarbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borginni segir ekkert eitt hafa orðið til þess að Viðreisn ákvað að fara í formlega viðræður með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Hún hafi átt góða fundi með oddvitum allra flokka í borgarstjórn undanfarna daga. „En þetta var niðurstaðan en við samt sem áður komum til með að vinna öll saman næstu fjögur árin þessir flokkar, allir. En þetta var niðurstaðan núna,“ segir Lóa. Áherslur Viðreisnar í kosningabaráttunni um að einfalda líf borgarbúa verði áfram ríkjandi. „Við viljum einfalda allt sem snýr að þjónustu við borgarana og við atvinnulífið. það er allt mjög flókið. Við myndum vilja nútímavæða það. Við lögðum mikla áherslu á mennta og skólamálin og gera skólana að eftirsóttum vinnustöðum og auka sjálfstæði þeirra og faglet sjálfstæði kennaranna. Þetta var svona stóra málið og svo vorum við með mjög skýrar línur í atvinnulífinu,“ segir Lóa. Meðal annars þurfi að einfalda ferlið við að byggja húsnæði í borginni og færa úthverfin nær miðborginni. Hún segir engar kröfur hafa verið settar fram um embætti borgarstjóra eða önnur embætti. Þau mál verði rædd síðar. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, ræða málin á kosninganótt. Vísir/Vilhelm GunnarssonMátu aðstæður þannig að þetta gæti gengið upp Dagur tekur undir að málefnin verði kláruð fyrst. „Og ég er sannfærður um að við finnum niðurstöðu sem allir geta unað sáttir við og tryggir okkur slagkraft til að vinna að þeim verkefnum sem við viljum vinna að á næstu fjórum árum.“ En þú myndir helst vilja sitja áfram í borgarstjórastólnum? „Já, ég hef ekkert leynt því og það hafa ekki verið settar fram kröfur um annað,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir ekkert eitt hafa ráðið því að þessir flokkar ákváðu að hefja formlegar viðræður. „Landslagið eins og ég hef talað um, er fólkið. Þannig að við fórum öll inn í okkar bakland og heyrðum í fólki þar. Við mátum aðstæður svo að þetta gæti gengið upp. Þannig að það var ekki eitthvað eitt það var margt. Ég held að niðurstaða þessara kosninga séu með þeim hætti að hér þurfi félagshyggjuöfl að taka sig saman,“ segir Líf. Meirihlutaviðræður flokkanna hefjast formlega síðar í dag. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Dagur B. Eggertsson segist bjartsýnn og spenntur fyrir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata sem hefjast á morgun. 30. maí 2018 21:59 Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. 31. maí 2018 11:18 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson segir enga kröfu hafa verið setta fram um einhvern annan en hann í stól borgarstjóra í þeim óformlegu viðræðum sem fráfarandi meirihlutaflokkar hafi átt í við Viðreisn. Flokkarnir hafi náð það langt að þeir telji fullvíst að þeir nái málefnalega landi í formlegum viðræðum sem hefjast í dag. Hins vegar sé ljóst að breytingar verði með aðkomu Viðreisnar og ekki sé verið að endurnýja fráfarandi meirihluta. Viðreisn, Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn ákváðu seinnipartinn í gær að ganga til formlegra viðræðna um myndu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri segir flokkana hafa notað tímann vel í óformlegum viðræðum frá kosningum og traust hafi myndast milli fólks og þessara fjögurra flokka. „Ég held að þeir eigi málefnalega samleið að mörgu leyti þótt það sé ýmislegt líka sem er ólíkt. En það getur líka verið styrkur ef maður viðurkennir það og tekur utan um það og áttar sig á að það er svo margt í lífinu sem eru málamiðlanir. En megin stefnan er fram á við og það eiga þessir flokkar sameiginlegt,“ segir Dagur. Fulltrúar flokkanna hafi hist á undanförnum dögum enda gangi svona viðræður ekki upp án þess að fólk hittist og horfist í augu. Kjörtímabil nýrrar borgarstjórnar hefst hinn 19. júní og segir Dagur flokkanna ætla að nýta tímann vel til mótunar málefnasáttmála fyrir þann tíma. „Við höfum sagt að við stefnum að því að koma með samstarfssamning í góðum tíma fyrir 19. júní. En við höfum ekki verið að setja okkur einhverjar frekari tímalínur eða dagsetningar í því,“ segir Dagur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mætir til fundar í Marshall-húsinu um klukkan ellefu,Vísir/VilhelmViðreisn vill einfalda líf borgarbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borginni segir ekkert eitt hafa orðið til þess að Viðreisn ákvað að fara í formlega viðræður með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Hún hafi átt góða fundi með oddvitum allra flokka í borgarstjórn undanfarna daga. „En þetta var niðurstaðan en við samt sem áður komum til með að vinna öll saman næstu fjögur árin þessir flokkar, allir. En þetta var niðurstaðan núna,“ segir Lóa. Áherslur Viðreisnar í kosningabaráttunni um að einfalda líf borgarbúa verði áfram ríkjandi. „Við viljum einfalda allt sem snýr að þjónustu við borgarana og við atvinnulífið. það er allt mjög flókið. Við myndum vilja nútímavæða það. Við lögðum mikla áherslu á mennta og skólamálin og gera skólana að eftirsóttum vinnustöðum og auka sjálfstæði þeirra og faglet sjálfstæði kennaranna. Þetta var svona stóra málið og svo vorum við með mjög skýrar línur í atvinnulífinu,“ segir Lóa. Meðal annars þurfi að einfalda ferlið við að byggja húsnæði í borginni og færa úthverfin nær miðborginni. Hún segir engar kröfur hafa verið settar fram um embætti borgarstjóra eða önnur embætti. Þau mál verði rædd síðar. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, ræða málin á kosninganótt. Vísir/Vilhelm GunnarssonMátu aðstæður þannig að þetta gæti gengið upp Dagur tekur undir að málefnin verði kláruð fyrst. „Og ég er sannfærður um að við finnum niðurstöðu sem allir geta unað sáttir við og tryggir okkur slagkraft til að vinna að þeim verkefnum sem við viljum vinna að á næstu fjórum árum.“ En þú myndir helst vilja sitja áfram í borgarstjórastólnum? „Já, ég hef ekkert leynt því og það hafa ekki verið settar fram kröfur um annað,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir ekkert eitt hafa ráðið því að þessir flokkar ákváðu að hefja formlegar viðræður. „Landslagið eins og ég hef talað um, er fólkið. Þannig að við fórum öll inn í okkar bakland og heyrðum í fólki þar. Við mátum aðstæður svo að þetta gæti gengið upp. Þannig að það var ekki eitthvað eitt það var margt. Ég held að niðurstaða þessara kosninga séu með þeim hætti að hér þurfi félagshyggjuöfl að taka sig saman,“ segir Líf. Meirihlutaviðræður flokkanna hefjast formlega síðar í dag.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Dagur B. Eggertsson segist bjartsýnn og spenntur fyrir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata sem hefjast á morgun. 30. maí 2018 21:59 Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. 31. maí 2018 11:18 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Dagur B. Eggertsson segist bjartsýnn og spenntur fyrir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata sem hefjast á morgun. 30. maí 2018 21:59
Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. 31. maí 2018 11:18
Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55