Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2018 19:15 Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í Kópavogi er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Elísabetar Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Theódóra telur afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, frekar en pólitískan ágreining. Í ljósi stöðunnar sé því ólíklegt að meirihlutasamstarfið haldi áfram. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við erum auðvitað ekki að fara að þvinga í gegn einhverja óánægju sjálfstæðismanna í þessu samstarfi áfram. Ég er alla veganna ekkert mjög bjartsýn á það,“ segir Theódóra. Aðeins einn annar kostur virðist vera í stöðunni úr því sem orðið er að sögn Theódóru. „Ég held það sé þá frekar vænlegra að þau fari í samstarf með Framsóknarflokknum ef það gengur betur, milli persóna þarna inni.“ Yrði það þá eins manns meirihluti en aðspurð segir Theódóra að líklega slíkur meirihluti yrði veikur. „Miðað við svona það sem ég hef heyrt manna á milli og í fjölmiðlum varðandi deilurnar innan Sjálfstæðisflokksins þá held ég það já,“ segir Theódóra. Erfiðlega hefur gengið að ná í bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að sjálfstæðismenn hafi fundað vegna málsins í dag og þeir muni halda áfram að funda á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í Kópavogi er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Elísabetar Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. Theódóra telur afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, frekar en pólitískan ágreining. Í ljósi stöðunnar sé því ólíklegt að meirihlutasamstarfið haldi áfram. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við erum auðvitað ekki að fara að þvinga í gegn einhverja óánægju sjálfstæðismanna í þessu samstarfi áfram. Ég er alla veganna ekkert mjög bjartsýn á það,“ segir Theódóra. Aðeins einn annar kostur virðist vera í stöðunni úr því sem orðið er að sögn Theódóru. „Ég held það sé þá frekar vænlegra að þau fari í samstarf með Framsóknarflokknum ef það gengur betur, milli persóna þarna inni.“ Yrði það þá eins manns meirihluti en aðspurð segir Theódóra að líklega slíkur meirihluti yrði veikur. „Miðað við svona það sem ég hef heyrt manna á milli og í fjölmiðlum varðandi deilurnar innan Sjálfstæðisflokksins þá held ég það já,“ segir Theódóra. Erfiðlega hefur gengið að ná í bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu rétt fyrir kvöldfréttir segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri að sjálfstæðismenn hafi fundað vegna málsins í dag og þeir muni halda áfram að funda á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13