Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 11:34 New York Times fjallar um Kristján Loftsson og hvalveiðar Íslendinga í grein sem birtist í dag. Vísir/Getty Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30