Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2018 12:33 Heiðveig María og Ásmundur Friðriksson en Heiðveig hefur birt myndir af sér með fólki úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00