Hefur fengið 25 milljónir vegna aksturs og flugs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2018 13:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið þingmaður VG frá árinu 2009. vísir/vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem setið hefur á þingi fyrir Vinstri græn frá árinu 2009, hefur fengið samtals um 25 milljónir króna greiddar í kostnað vegna aksturs og flugs innan lands á síðustu tíu árum. Þetta sýna gögn um launakostnað og aðrar greiðslur til þingmanna sem birtar voru á vef Alþingis í vikunni en gögnin ná aftur til ársins 2007. Vísir fletti upp fjöldanum öllum af þingmönnum og skoðaði þingmenn sem eiga það sameiginlegt að vera með flugkostnað innan lands sem fer yfir fimm milljónir króna. Lilja Rafney er ein af þeim, með flugkostnað upp á 10.440.387 króna frá árinu 2009 til og með árinu 2018. Á sama tímabili er Lilja Rafney með aksturskostnað á eigin bíl fyrir 6.698.517 krónur og ferðir með bílaleigubíl að upphæð 8.090.479 krónur en samtals gera þetta 25.229.383 krónur vegna aksturs og flugs innan lands. Rétt er að geta þess að ekki er hægt að útiloka að aðrir þingmenn en þeir sem nefndir eru hér séu mögulega einnig með flugkostnað innan lands fyrir meira en fimm milljónir, þar sem Vísir hefur ekki flett upp hverjum einasta þingmanni í gögnunum. Þá ber einnig að hafa í huga að þingmenn hafa setið mislengi á Alþingi. Þingmenn hafa flugkort í þeirra nafni sem virka eins og kreditkort til að kaupa sér flug innanlands. Þingmaður á eigin bíl fær greitt kílómetragjald og þarf hann að færa akstursbók. Ætlast er til að þingmenn noti bílaleigubíl noti hann bíl mikið til að ferðast á milli staða. Nánar um fyrirkomulagið neðst í fréttinni. Eiga það allar sameiginlegt að vera landsbyggðarþingmenn Valgerður Gunnarsdóttir, sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013 til 2017 fékk samtals 18.845.790 krónur greiddar vegna aksturs og flugs innanlands. Fékk Valgerður 9.330.717 krónur vegna ferða á eigin bíl, 4.053.238 krónur vegna ferða með bílaleigubíl og svo alls 5.461.835 krónur fyrir flugferðir og fargjöld innan lands.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er flokkssystir Lilju Rafneyjar og hefur setið á þingi fyrir VG frá árinu 2013. Frá því ári og til með árinu 2018 hefur Bjarkey fengið samtals 16.401.266 krónur greiddar vegna kostnaðar við akstur og flug innan lands. Hefur Bjarkey fengið alls 295.103 krónur vegna ferða á eigin bíl, 8.349.944 vegna ferða á bílaleigubíl og svo 7.756.219 krónur vegna flugferða og fargjalda innan lands.Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur síðan fengið alls 16.217.157 krónur greiddar vegna aksturs og flugs innanlands frá því að hún settist á þing árið 2013. Þar af eru 527.984 krónur vegna ferða á eigin bíl, 9.269.707 krónur vegna ferða á bílaleigubíl og 6.419.466 krónur vegna flugferða og fargjalda innan lands. Þingkonurnar eiga það allir sameiginlegt að hafa setið á þingi fyrir landsbyggðarkjördæmi. Þær Valgerður, Bjarkey og Þórunn hafa allar verið þingmenn fyrir Norðausturkjördæmi og Lilja Rafney hefur setið á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi. Samanlagður kostnaður við ferðir þeirra innanlands, á eigin bíl, bílaleigubíl eða flugi er 76.693.596 krónur. Gögnin voru gerð opinber í vikunni.Vísir/Vilhelm Um flugferðir innanlands af vef Alþingis Þingmenn fá afhent flugkort sem er kreditkort í þeirra nafni. Þau eru miðuð við ferðir á staði þar sem flugferðir eru heppilegri valkostur en akstur og veita þau tiltekinn afslátt af fullu fargjaldi. Þegar þingmaður ferðast með flugvél er jafnframt greitt fyrir leigubíl til og frá flugvelli samkvæmt reikningi þegar við á. Sama á við um annan ferðamáta, svo sem þegar ferðast er með ferju eða áætlunarbifreiðum. Um akstur innanlands af vef Alþingis Ferðir á eigin bifreið Þegar alþingismaður ekur eigin bifreið er honum greitt km-gjald samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins. Þingmaður færir akstursbók, sem skrifstofan lætur í té, til stuðnings endurgreiðslu fyrir akstur eigin bifreiðar. Þegar alþingismaður notar einkabifreið til aksturs milli staða þar sem kostur er á flugi skal hann að jafnaði fá greitt sem nemur flugfari fyrir ferðina. Ferðir með bílaleigubíl Alþingismanni er að jafnaði heimilt að nota bílaleigubíl til fundarferða þegar vegalengd á fundarstað er a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð. Ef alþingismaður þarf að aka mikið vegna starfa sinna er miðað við að hann noti bílaleigubíl. Þegar fyrirsjáanlegt er að hann muni aka meira en 15.000 km ber honum að nota bílaleigubíl sem skrifstofa Alþingis lætur í té. Skrifstofan getur endurskoðað þennan kílómetrafjölda, t.d. í kjölfar útboðs á bílaleiguakstri. Alþingi greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar samkvæmt nánari reglum skrifstofunnar. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem setið hefur á þingi fyrir Vinstri græn frá árinu 2009, hefur fengið samtals um 25 milljónir króna greiddar í kostnað vegna aksturs og flugs innan lands á síðustu tíu árum. Þetta sýna gögn um launakostnað og aðrar greiðslur til þingmanna sem birtar voru á vef Alþingis í vikunni en gögnin ná aftur til ársins 2007. Vísir fletti upp fjöldanum öllum af þingmönnum og skoðaði þingmenn sem eiga það sameiginlegt að vera með flugkostnað innan lands sem fer yfir fimm milljónir króna. Lilja Rafney er ein af þeim, með flugkostnað upp á 10.440.387 króna frá árinu 2009 til og með árinu 2018. Á sama tímabili er Lilja Rafney með aksturskostnað á eigin bíl fyrir 6.698.517 krónur og ferðir með bílaleigubíl að upphæð 8.090.479 krónur en samtals gera þetta 25.229.383 krónur vegna aksturs og flugs innan lands. Rétt er að geta þess að ekki er hægt að útiloka að aðrir þingmenn en þeir sem nefndir eru hér séu mögulega einnig með flugkostnað innan lands fyrir meira en fimm milljónir, þar sem Vísir hefur ekki flett upp hverjum einasta þingmanni í gögnunum. Þá ber einnig að hafa í huga að þingmenn hafa setið mislengi á Alþingi. Þingmenn hafa flugkort í þeirra nafni sem virka eins og kreditkort til að kaupa sér flug innanlands. Þingmaður á eigin bíl fær greitt kílómetragjald og þarf hann að færa akstursbók. Ætlast er til að þingmenn noti bílaleigubíl noti hann bíl mikið til að ferðast á milli staða. Nánar um fyrirkomulagið neðst í fréttinni. Eiga það allar sameiginlegt að vera landsbyggðarþingmenn Valgerður Gunnarsdóttir, sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013 til 2017 fékk samtals 18.845.790 krónur greiddar vegna aksturs og flugs innanlands. Fékk Valgerður 9.330.717 krónur vegna ferða á eigin bíl, 4.053.238 krónur vegna ferða með bílaleigubíl og svo alls 5.461.835 krónur fyrir flugferðir og fargjöld innan lands.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er flokkssystir Lilju Rafneyjar og hefur setið á þingi fyrir VG frá árinu 2013. Frá því ári og til með árinu 2018 hefur Bjarkey fengið samtals 16.401.266 krónur greiddar vegna kostnaðar við akstur og flug innan lands. Hefur Bjarkey fengið alls 295.103 krónur vegna ferða á eigin bíl, 8.349.944 vegna ferða á bílaleigubíl og svo 7.756.219 krónur vegna flugferða og fargjalda innan lands.Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur síðan fengið alls 16.217.157 krónur greiddar vegna aksturs og flugs innanlands frá því að hún settist á þing árið 2013. Þar af eru 527.984 krónur vegna ferða á eigin bíl, 9.269.707 krónur vegna ferða á bílaleigubíl og 6.419.466 krónur vegna flugferða og fargjalda innan lands. Þingkonurnar eiga það allir sameiginlegt að hafa setið á þingi fyrir landsbyggðarkjördæmi. Þær Valgerður, Bjarkey og Þórunn hafa allar verið þingmenn fyrir Norðausturkjördæmi og Lilja Rafney hefur setið á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi. Samanlagður kostnaður við ferðir þeirra innanlands, á eigin bíl, bílaleigubíl eða flugi er 76.693.596 krónur. Gögnin voru gerð opinber í vikunni.Vísir/Vilhelm Um flugferðir innanlands af vef Alþingis Þingmenn fá afhent flugkort sem er kreditkort í þeirra nafni. Þau eru miðuð við ferðir á staði þar sem flugferðir eru heppilegri valkostur en akstur og veita þau tiltekinn afslátt af fullu fargjaldi. Þegar þingmaður ferðast með flugvél er jafnframt greitt fyrir leigubíl til og frá flugvelli samkvæmt reikningi þegar við á. Sama á við um annan ferðamáta, svo sem þegar ferðast er með ferju eða áætlunarbifreiðum. Um akstur innanlands af vef Alþingis Ferðir á eigin bifreið Þegar alþingismaður ekur eigin bifreið er honum greitt km-gjald samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins. Þingmaður færir akstursbók, sem skrifstofan lætur í té, til stuðnings endurgreiðslu fyrir akstur eigin bifreiðar. Þegar alþingismaður notar einkabifreið til aksturs milli staða þar sem kostur er á flugi skal hann að jafnaði fá greitt sem nemur flugfari fyrir ferðina. Ferðir með bílaleigubíl Alþingismanni er að jafnaði heimilt að nota bílaleigubíl til fundarferða þegar vegalengd á fundarstað er a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð. Ef alþingismaður þarf að aka mikið vegna starfa sinna er miðað við að hann noti bílaleigubíl. Þegar fyrirsjáanlegt er að hann muni aka meira en 15.000 km ber honum að nota bílaleigubíl sem skrifstofa Alþingis lætur í té. Skrifstofan getur endurskoðað þennan kílómetrafjölda, t.d. í kjölfar útboðs á bílaleiguakstri. Alþingi greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar samkvæmt nánari reglum skrifstofunnar.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00