Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2018 13:30 Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps sem er með aðsetur á Klaustri. Myndin var tekin á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í haust. Magnús Hlynur Íbúum á Kirkjubæjarklaustri svíður mörgum að í umræðu um ummæli þingmannanna sex sem ræddu málin á bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember síðastliðins sé talað um Klaustur. Sveitarstjórinn tekur undir að í vandaðri umfjöllun ættu fjölmiðlar og fólk að greina á milli. Hætt sé á að fólk telji að Kirkjubæjarklaustur tengist málinu. „Ég hef aðeins orðið vör við þessa orðræðu á Facebook að fólki finnist að það sé nauðsynlegt að það komi fram í allri orðræðu um þetta mál að um sé að ræða Klaustur Bar en ekki þorpið Kirkjubæjarklaustur sem í daglegu tali er nefnt Klaustur,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Ég tek að sjálfsögðu undir það að væri vitaskuld eðlilegt fyrir vandaða umfjöllun að það kæmi fram til að koma í veg fyrir allan misskilning. Sumir fjölmiðlar virðast gæta sín á þessu á meðan aðrir fjalla um þetta með fyrirsagnirnar Klausturþingmenn og Klausturmálið sem getur valdið því að einhverjir leggi saman tvo og tvo og fái út fimm“, segir Sandra Brá en skrifstofan hennar er á Klaustri, þ.e. Kirkjubæjarklaustri í Skafárhreppi.Rétt skuli vera rétt Íbúum á staðnum svíður umræðan um Klaustur þegar ekki er tilgreint að um barinn sé að ræða. „Mér og öðrum íbúum hér í okkar litla samfélagi á Klaustri finnst mjög óþægilegt og ekki við hæfi að það glymji stöðugt í fjölmiðlum fréttir um Klausturmálið og Klausturþingmenn,“ segir Sandra. Hún biður fjölmiðla um að vanda sig og taka „tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um Klausturbarmálið og Klausturbarþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta bar aftan við Klaustur, enda skal rétt vera rétt,“ segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. Skaftárhreppur Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Íbúum á Kirkjubæjarklaustri svíður mörgum að í umræðu um ummæli þingmannanna sex sem ræddu málin á bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember síðastliðins sé talað um Klaustur. Sveitarstjórinn tekur undir að í vandaðri umfjöllun ættu fjölmiðlar og fólk að greina á milli. Hætt sé á að fólk telji að Kirkjubæjarklaustur tengist málinu. „Ég hef aðeins orðið vör við þessa orðræðu á Facebook að fólki finnist að það sé nauðsynlegt að það komi fram í allri orðræðu um þetta mál að um sé að ræða Klaustur Bar en ekki þorpið Kirkjubæjarklaustur sem í daglegu tali er nefnt Klaustur,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Ég tek að sjálfsögðu undir það að væri vitaskuld eðlilegt fyrir vandaða umfjöllun að það kæmi fram til að koma í veg fyrir allan misskilning. Sumir fjölmiðlar virðast gæta sín á þessu á meðan aðrir fjalla um þetta með fyrirsagnirnar Klausturþingmenn og Klausturmálið sem getur valdið því að einhverjir leggi saman tvo og tvo og fái út fimm“, segir Sandra Brá en skrifstofan hennar er á Klaustri, þ.e. Kirkjubæjarklaustri í Skafárhreppi.Rétt skuli vera rétt Íbúum á staðnum svíður umræðan um Klaustur þegar ekki er tilgreint að um barinn sé að ræða. „Mér og öðrum íbúum hér í okkar litla samfélagi á Klaustri finnst mjög óþægilegt og ekki við hæfi að það glymji stöðugt í fjölmiðlum fréttir um Klausturmálið og Klausturþingmenn,“ segir Sandra. Hún biður fjölmiðla um að vanda sig og taka „tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um Klausturbarmálið og Klausturbarþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta bar aftan við Klaustur, enda skal rétt vera rétt,“ segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi.
Skaftárhreppur Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira