Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 09:49 Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiðar og er hagkvæmari. Svo segir á vef Vegagerðarinnar. Um er að ræða viðbrögð við valkostaskýrslu sem telur að svokölluð R-leið um Reykhóla sé vænlegasta leiðin. Vegagerðin segir skýrsluna ekki breyta niðurstöðunni.Í nýju skýrslunni sem verkfræðistofan Viaplan vann fyrir Reykhólahrepp er kostnaður við svonefnda R leið metin sambærilegur við leiðina um Teigsskóg sem Vegagerðin mælir með. Norsk verkfræðistofa, sem sömuleiðis gerði athugun fyrir hreppinn, komst að sömu niðurstöðu fyrr í sumar. Vegagerðin skoðaði útfærsluna en komst að þeirri niðurstöðu að leiðin A3, lítið breytt útfærsla á R-leið sem Reykhólahreppur leggur til, sé fjórum milljörðum króna dýrari en leiðin um Teigsskóg. Munar mestu um ágreining um vegauppbyggingu sem Vegagerðin telur þurfa og kosta mikið en hreppurinn telur ekki mikla þörf að endurnýja.Fjallað var um nýju skýrsluna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.„Undirbúningur að framkvæmdum við vegagerð á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Skálaness hefur staðið lengi eða allt frá árinu 2004 þegar fyrsta tillaga að matsáætlun var lögð fram. Matsáætlun við endurtekið mat á umhverfisáhrifum var lögð fram í september 2015 og að loknu ítarlegu samráðsferli og rannsóknum var endanleg matsskýrsla lögð fram í febrúar 2017 og gaf Skipulagsstofnun út álit sitt í mars 2017. Þar var lagt mat á 5 valkosti. Frá þeim tíma hefur Vegagerðin unnið í samstarfi við Reykhólahrepp að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi farið þess á leit við Vegagerðina að taka nýjan valkost (leið R) til skoðunar með bréfi dagsettu 17. júlí síðastliðinn. Vegagerðin hafi gert grein fyrir þeim valkosti í greinargerð til Reykhólahrepps í október 2018 þar sem fjallað er um frumathugun á þeim valkosti (leið A3) ásamt samanburði við leiðir Þ-H og D2 og hvernig vikið var frá leið R. Minnir Vegagerðin á að megin markmið fyrirhugaðra framkvæmda sé að tengja sunnanverða Vestfirði með góðum samgöngum, styttingu vegalengda og uppbygging heilsársvegar með bundnu slitlagi. Fyrirsjáanlegt sé að umferð um Vestfjarðaveg í Gufudalssveit muni aukast umtalsvert á næstu árum. Dýrafjarðargöng verði opnuð árið 2020 og undirbúningur sé hafinn að nýjum heilsársvegi um Dynjandisheiði. Ásamt vegabótum í Gufudalssveit muni því vegalengd milli Reykjavíkur og Ísafjarðar styttast um 50 km (Dýrafjarðargöng 27,3 km, Dynjandisheiði 2-3 km, leið Þ-H 21,6 km).Leiðirnar fjórar sem bornar eru saman í nýrri skýrslu Viaplan.ViaplanEkki bara hagsmunir Reykhólahrepps að leiðarljósi „Leið A3 (og leið R) hefur ákveðna kosti varðandi byggðasjónarmið þar sem Reykhólahreppur tengist betur til vesturs og verður nær Vestfjarðavegi, það hefur hins vegar ekki verið megin markmið fyrirhugaðra framkvæmda. Í dag er vegalengd milli Reykhóla og Patreksfjarðar 192 km en mun styttast um 40-45 km verði Þorskafjörður þveraður samkvæmt leið A samanborið við leið Þ-H, sem getur stuðlað að auknum samskiptum milli sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið megin markmið framkvæmda. Á móti kemur að vegalengd frá Reykjavík og Vesturlandi til Patreksfjarðar og Ísafjarðar verður um 4-5 km lengri.“ Vegagerðin telur ljóst að verkefni hennar snúi að því að tengja Vestfirði með stofnvegi og tryggja þannig samgöngur við Vestfirði sem heild, hagsmunir Reykhólahrepps séu því ekki einir hafðir til hliðsjónar við leiðaval. „Í þeirri valkostagreiningu sem nú hefur verið lögð fram er það metið sem svo að núverandi Reykhólasveitarvegur sé fullnægjandi sem flutningaleið og stofnvegur. Það er mat Vegagerðarinnar að Reykhólasveitarvegur uppfylli ekki kröfur til slíkra stofnvega og sé ekki hæfur fyrir fyrirsjáanlega umferðaraukningu nema með töluverðri endurbyggingu og lagfæringu. Hann er mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þarf hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi og er í ósamræmi við þann veg sem byggður hefur verið upp frá Skálanesi yfir í Vatnsfjörð og þann veg sem ráðgerður er um Dynjandisheiði og vegagerð í tengslum við Dýrafjarðargöng. Þess vegna er nauðsynlegt gera ráð fyrir kostnaði við endurbyggingu Reykhólasveitarvegar við mat á valkostum. Kostnaðarmat Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir að leið A3 sé um 4 milljörðum króna dýrari en leið Þ-H.“Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ekki standi á Vegagerðinni sama hver niðurstaðan verði Um hönnun þjóðvega gildi jafnframt veghönnunarreglur sem hafi það að markmiði að tryggja fullnægjandi og samræmd gæði vegakerfisins með því að vega saman öryggi, afköst, umhverfi og fjárhagslega hagkvæmni hverju sinni. „Samkvæmt reglugerð um öryggisstjórnun vegamannvirkja er Vegagerðinni skylt að láta fara fram umferðaröryggismat þar sem bornir eru saman valkostir. Áður höfðu 5 valkostir verið skoðaðir í umferðaröryggismati árið 2016. Nú er í gangi vinna við að endurtaka umferðaröryggismat þeirra valkosta sem nú eru til umræðu, þ.e.a.s. leið R sem Reykhólahreppur leggur til í sinni valkostaskýrslu, leið A3 þar sem Reykhólasveitarvegur er endurbyggður og leið Þ-H um Teigsskóg og leið D2 með jarðgöngum um Hjallaháls.“ Vegagerðin hefur lagt til við Reykhólahrepp að að nýr Vestfjarðavegur verði lagður samkvæmt leið Þ-H um Teigsskóg og er það gert að vel athuguðu máli. „Sú framkvæmd er fullfjármögnuð í þeirri tillögu að samgönguáætlun sem er til umfjöllunar á Alþingi. Velji sveitarstjórn Reykhólahrepps að fara aðra leið sem Vegagerðin telur dýrari er ljóst að sú leið er ekki fjármögnuð að fullu og óvíst hvenær framkvæmdir geti hafist.“ Aftur á móti leggi Vegagerðin áherslu á að sama hvaða ákvörðun sveitarstjórn Reykhólahrepps tekur að ekki muni standa á Vegagerðinni að vinna að vegabótum á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiðar og er hagkvæmari. Svo segir á vef Vegagerðarinnar. Um er að ræða viðbrögð við valkostaskýrslu sem telur að svokölluð R-leið um Reykhóla sé vænlegasta leiðin. Vegagerðin segir skýrsluna ekki breyta niðurstöðunni.Í nýju skýrslunni sem verkfræðistofan Viaplan vann fyrir Reykhólahrepp er kostnaður við svonefnda R leið metin sambærilegur við leiðina um Teigsskóg sem Vegagerðin mælir með. Norsk verkfræðistofa, sem sömuleiðis gerði athugun fyrir hreppinn, komst að sömu niðurstöðu fyrr í sumar. Vegagerðin skoðaði útfærsluna en komst að þeirri niðurstöðu að leiðin A3, lítið breytt útfærsla á R-leið sem Reykhólahreppur leggur til, sé fjórum milljörðum króna dýrari en leiðin um Teigsskóg. Munar mestu um ágreining um vegauppbyggingu sem Vegagerðin telur þurfa og kosta mikið en hreppurinn telur ekki mikla þörf að endurnýja.Fjallað var um nýju skýrsluna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.„Undirbúningur að framkvæmdum við vegagerð á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Skálaness hefur staðið lengi eða allt frá árinu 2004 þegar fyrsta tillaga að matsáætlun var lögð fram. Matsáætlun við endurtekið mat á umhverfisáhrifum var lögð fram í september 2015 og að loknu ítarlegu samráðsferli og rannsóknum var endanleg matsskýrsla lögð fram í febrúar 2017 og gaf Skipulagsstofnun út álit sitt í mars 2017. Þar var lagt mat á 5 valkosti. Frá þeim tíma hefur Vegagerðin unnið í samstarfi við Reykhólahrepp að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi farið þess á leit við Vegagerðina að taka nýjan valkost (leið R) til skoðunar með bréfi dagsettu 17. júlí síðastliðinn. Vegagerðin hafi gert grein fyrir þeim valkosti í greinargerð til Reykhólahrepps í október 2018 þar sem fjallað er um frumathugun á þeim valkosti (leið A3) ásamt samanburði við leiðir Þ-H og D2 og hvernig vikið var frá leið R. Minnir Vegagerðin á að megin markmið fyrirhugaðra framkvæmda sé að tengja sunnanverða Vestfirði með góðum samgöngum, styttingu vegalengda og uppbygging heilsársvegar með bundnu slitlagi. Fyrirsjáanlegt sé að umferð um Vestfjarðaveg í Gufudalssveit muni aukast umtalsvert á næstu árum. Dýrafjarðargöng verði opnuð árið 2020 og undirbúningur sé hafinn að nýjum heilsársvegi um Dynjandisheiði. Ásamt vegabótum í Gufudalssveit muni því vegalengd milli Reykjavíkur og Ísafjarðar styttast um 50 km (Dýrafjarðargöng 27,3 km, Dynjandisheiði 2-3 km, leið Þ-H 21,6 km).Leiðirnar fjórar sem bornar eru saman í nýrri skýrslu Viaplan.ViaplanEkki bara hagsmunir Reykhólahrepps að leiðarljósi „Leið A3 (og leið R) hefur ákveðna kosti varðandi byggðasjónarmið þar sem Reykhólahreppur tengist betur til vesturs og verður nær Vestfjarðavegi, það hefur hins vegar ekki verið megin markmið fyrirhugaðra framkvæmda. Í dag er vegalengd milli Reykhóla og Patreksfjarðar 192 km en mun styttast um 40-45 km verði Þorskafjörður þveraður samkvæmt leið A samanborið við leið Þ-H, sem getur stuðlað að auknum samskiptum milli sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið megin markmið framkvæmda. Á móti kemur að vegalengd frá Reykjavík og Vesturlandi til Patreksfjarðar og Ísafjarðar verður um 4-5 km lengri.“ Vegagerðin telur ljóst að verkefni hennar snúi að því að tengja Vestfirði með stofnvegi og tryggja þannig samgöngur við Vestfirði sem heild, hagsmunir Reykhólahrepps séu því ekki einir hafðir til hliðsjónar við leiðaval. „Í þeirri valkostagreiningu sem nú hefur verið lögð fram er það metið sem svo að núverandi Reykhólasveitarvegur sé fullnægjandi sem flutningaleið og stofnvegur. Það er mat Vegagerðarinnar að Reykhólasveitarvegur uppfylli ekki kröfur til slíkra stofnvega og sé ekki hæfur fyrir fyrirsjáanlega umferðaraukningu nema með töluverðri endurbyggingu og lagfæringu. Hann er mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þarf hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi og er í ósamræmi við þann veg sem byggður hefur verið upp frá Skálanesi yfir í Vatnsfjörð og þann veg sem ráðgerður er um Dynjandisheiði og vegagerð í tengslum við Dýrafjarðargöng. Þess vegna er nauðsynlegt gera ráð fyrir kostnaði við endurbyggingu Reykhólasveitarvegar við mat á valkostum. Kostnaðarmat Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir að leið A3 sé um 4 milljörðum króna dýrari en leið Þ-H.“Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ekki standi á Vegagerðinni sama hver niðurstaðan verði Um hönnun þjóðvega gildi jafnframt veghönnunarreglur sem hafi það að markmiði að tryggja fullnægjandi og samræmd gæði vegakerfisins með því að vega saman öryggi, afköst, umhverfi og fjárhagslega hagkvæmni hverju sinni. „Samkvæmt reglugerð um öryggisstjórnun vegamannvirkja er Vegagerðinni skylt að láta fara fram umferðaröryggismat þar sem bornir eru saman valkostir. Áður höfðu 5 valkostir verið skoðaðir í umferðaröryggismati árið 2016. Nú er í gangi vinna við að endurtaka umferðaröryggismat þeirra valkosta sem nú eru til umræðu, þ.e.a.s. leið R sem Reykhólahreppur leggur til í sinni valkostaskýrslu, leið A3 þar sem Reykhólasveitarvegur er endurbyggður og leið Þ-H um Teigsskóg og leið D2 með jarðgöngum um Hjallaháls.“ Vegagerðin hefur lagt til við Reykhólahrepp að að nýr Vestfjarðavegur verði lagður samkvæmt leið Þ-H um Teigsskóg og er það gert að vel athuguðu máli. „Sú framkvæmd er fullfjármögnuð í þeirri tillögu að samgönguáætlun sem er til umfjöllunar á Alþingi. Velji sveitarstjórn Reykhólahrepps að fara aðra leið sem Vegagerðin telur dýrari er ljóst að sú leið er ekki fjármögnuð að fullu og óvíst hvenær framkvæmdir geti hafist.“ Aftur á móti leggi Vegagerðin áherslu á að sama hvaða ákvörðun sveitarstjórn Reykhólahrepps tekur að ekki muni standa á Vegagerðinni að vinna að vegabótum á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit.
Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52
Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00