Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 09:36 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Aldís greindi frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun en frásögnin er jafnframt staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefur undir höndum. Aldís telur að fyrstu nauðungarvistunina megi rekja til samtals sem hún átti við föður sinn árið 1992 eftir að gömul skólasystir hennar sagði Aldísi frá því að hún hefði vaknað við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Eftir að Aldís gekk á Jón Baldvin vegna málsins hafi hann boðað hana upp á Landspítala undir fölsku yfirskini. Þegar Aldís kom þangað hafi hún verið greind með maníu og alvarlegt þunglyndi án sinnar vitundar og haldið á spítalanum í mánuð, sem Aldís vill meina að hafi verið ólöglegt. Upplýsingar um greininguna og beiðnir um nauðungarvistunina hafi hún svo ekki fengið fyrr en árið 2013. Aldís Schram er dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Skráð sem aðstoð við erlent sendiráð Aldís lýsir því í samtali við Morgunútvarpið að Jón Baldvin virðist hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og þá hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Samtals var Aldís nauðungarvistuð fimm sinnum á geðdeild næstu ár. Morgunútvarpið staðfestir að sumar beiðnanna séu ritaðar á bréfsefni sendiráðsins í Washington og í öðrum tilvikum undirritar Jón Baldvin bréfin sem sendiherra. Árið 1998 hafi jafnframt ein nauðungaraðgerð, þar sem lögregla og læknar réðust inn á heimili Aldísar, verið skráð sem aðstoð við erlent sendiráð í lögregluskýrslu. Jón Baldvin hefur verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum undanfarið en fjallað hefur verið um frásagnir fjölda kvenna af kynferðislegri áreitni hans og ósæmilegri hegðun. Þannig spanna frásagnirnar um 30 ára tímabil en þær nýjustu eru frá því í fyrra. Þá eru hundruð kvenna í lokuðum #MeToo-hóp á Facebook þar sem frásögnum af Jóni Baldvin er deilt. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42
Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51