Ed Miliband: Horfum til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála Sighvatur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 18:30 „Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann segir May þurfa að leggja sig betur fram.Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon blása á 20 ára afmælistertu Vinstri grænna.Vísir/EgillMeðal gesta á málþingi Vinstri grænna í dag um stöðu vinstrisins og hnattrænar áskoranir var Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins og fyrrverandi formaður flokksins. Hann segir að formlegur systurflokkur á Íslandi sé jafnaðarmannaflokkur Samfylkingarinnar. Það sé þó alltaf gott að skiptast á skoðunum með fólki á vinstri væng stjórnmálanna. „Það er gott að skiptast á skoðunum og líka að sjá hvað er að gerast á Íslandi. Við dáumst að mörgu sem Ísland hefur gert, til dæmis áherslu ykkar á jafnrétti kynjanna, opinberri afstöðu ykkar um loftslagsbreytingar og kolefnisjöfnun. Ég er hingað kominn til að læra ásamt því að miðla af eigin reynslu,“ segir Ed Miliband í samtali við fréttastofu. Miliband segir ólíklegt að hægri og vinstir flokkar myndu starfa saman í ríkisstjórn í Bretlandi eins og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gera á Íslandi.Ed Miliband, þingmaður breska Verkamannaflokksins.Vísir/EgillFormaður verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja lítið fram til lausnar Brexit mála á breska þinginu. Miliband er ánægður með að Corbyn sé farinn að ræða lausnir við forsætisráðherrann, Theresu May. „Hún vinnur samkvæmt því sem neðri málstofan samþykkti en þetta er samkomulag sem felur ekki í sér fyrirvarann um írsku landamærin. Hún leggur í raun ekki fram tillögu heldur segir hún að henni hugnist ekki tillagan um fyrirvarann. Hún þarf að sýna fram á að tillaga hennar sé á jákvæðum nótum.“ Ed Miliband telur að Jeremy Corbyn sé að opna leið fyrir Theresu May. „Ég vona að hún grípi það tækifæri. Í samtölum mínum skynja ég vissulega að fjölmargir íhaldsmenn á þingi telja hana ekki geta haldið áfram á sömu braut. Hún þarf að vera hugmyndarík. Vonandi að svo verði.“ Brexit Jafnréttismál Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann segir May þurfa að leggja sig betur fram.Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon blása á 20 ára afmælistertu Vinstri grænna.Vísir/EgillMeðal gesta á málþingi Vinstri grænna í dag um stöðu vinstrisins og hnattrænar áskoranir var Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins og fyrrverandi formaður flokksins. Hann segir að formlegur systurflokkur á Íslandi sé jafnaðarmannaflokkur Samfylkingarinnar. Það sé þó alltaf gott að skiptast á skoðunum með fólki á vinstri væng stjórnmálanna. „Það er gott að skiptast á skoðunum og líka að sjá hvað er að gerast á Íslandi. Við dáumst að mörgu sem Ísland hefur gert, til dæmis áherslu ykkar á jafnrétti kynjanna, opinberri afstöðu ykkar um loftslagsbreytingar og kolefnisjöfnun. Ég er hingað kominn til að læra ásamt því að miðla af eigin reynslu,“ segir Ed Miliband í samtali við fréttastofu. Miliband segir ólíklegt að hægri og vinstir flokkar myndu starfa saman í ríkisstjórn í Bretlandi eins og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gera á Íslandi.Ed Miliband, þingmaður breska Verkamannaflokksins.Vísir/EgillFormaður verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja lítið fram til lausnar Brexit mála á breska þinginu. Miliband er ánægður með að Corbyn sé farinn að ræða lausnir við forsætisráðherrann, Theresu May. „Hún vinnur samkvæmt því sem neðri málstofan samþykkti en þetta er samkomulag sem felur ekki í sér fyrirvarann um írsku landamærin. Hún leggur í raun ekki fram tillögu heldur segir hún að henni hugnist ekki tillagan um fyrirvarann. Hún þarf að sýna fram á að tillaga hennar sé á jákvæðum nótum.“ Ed Miliband telur að Jeremy Corbyn sé að opna leið fyrir Theresu May. „Ég vona að hún grípi það tækifæri. Í samtölum mínum skynja ég vissulega að fjölmargir íhaldsmenn á þingi telja hana ekki geta haldið áfram á sömu braut. Hún þarf að vera hugmyndarík. Vonandi að svo verði.“
Brexit Jafnréttismál Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira