Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 11:31 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar og hann vill fá að vita hver Magnús Geir heldur að beri ábyrgð á ummælum sem féllu í þætti Helga og Sigmars. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi sendiherra sem nú stendur í hatrömum deilum við dóttur sína Aldísi Schram. Vilhjálmur segist, í samtali við Vísi hafa sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann fer fram á að vita hver ber ábyrgð á þeim ummælum um Jón féllu í útvarpsþætti á Rás2 í umsjá þeirra Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar? Hver ber ábyrgða á ummælunum? Í þættum ræddu þeir Helgi og Sigmar við Aldísi Schram sem þar greindi meðal annars frá því að hún teldi föður sinn, sem þá var sendiherra í Washington, hafa misnotað vald sitt til að láta nauðungarvista sig vegna geðsjúkdóma. Þessu hafnar Jón Baldvin alfarið, segir það ekki á færi neins eins manns og hefur haldið á lofti vottorði frá lögreglu þar sem segir að hann hafi aldrei óskað þess við lögreglu að hún hefði afskipti af Aldísi. Aldís hefur nú kært Hörð Jóhannesson/g/2019190219565 lögreglumann fyrir að hafa veitt slíkt vottorð. Jón Baldvin hefur átt í ritdeilum við þá Helga og Sigmar.Vilhjálmur segir að hann hafi í gær sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr sérstaklega út í tiltekin ummæli. Vilhjálmur segist ekki hafa lesið Morgunblaðið í dag, en þar birtist heilsíðugrein eftir Jón Baldvin og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, opið bréf til útvarpsstjóra, þar sem tilgreind eru 14 atriði sem fram komu í þættinum sem þau segja „falsfréttir“.Ásakanir ganga á víxlRitdeilur hafa staðið yfir, milli þeirra Jóns Baldvins og svo þeirra Helga og Sigmars, en þeir hafa meðal annars sagt að hver maður sé ábyrgur orða sinna; að Jón Baldvin vilji gera þá ábyrga fyrir orðum Aldísar. Vilhjálmur vísar til 3. málsgreinar 50. greinar fjölmiðlalaga og spyr: Hver ber ábyrgð á ummælunum? Magnús Geir hefur frest til 19. þessa mánaðar til að svara þeirri spurningu. Ekki er langt síðan Vilhjálmur stefndi RÚVvegna fréttar sem stofnunin birti um Guðmund Spartakus; en RUV féllst þá á í kjölfarið að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í skaðabætur. Málið féll þá niður; fréttin stóð eftir sem áður og fréttastofan þurfti ekki að biðjast afsökunar á meintum rangfærslum þar. Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi sendiherra sem nú stendur í hatrömum deilum við dóttur sína Aldísi Schram. Vilhjálmur segist, í samtali við Vísi hafa sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann fer fram á að vita hver ber ábyrgð á þeim ummælum um Jón féllu í útvarpsþætti á Rás2 í umsjá þeirra Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar? Hver ber ábyrgða á ummælunum? Í þættum ræddu þeir Helgi og Sigmar við Aldísi Schram sem þar greindi meðal annars frá því að hún teldi föður sinn, sem þá var sendiherra í Washington, hafa misnotað vald sitt til að láta nauðungarvista sig vegna geðsjúkdóma. Þessu hafnar Jón Baldvin alfarið, segir það ekki á færi neins eins manns og hefur haldið á lofti vottorði frá lögreglu þar sem segir að hann hafi aldrei óskað þess við lögreglu að hún hefði afskipti af Aldísi. Aldís hefur nú kært Hörð Jóhannesson/g/2019190219565 lögreglumann fyrir að hafa veitt slíkt vottorð. Jón Baldvin hefur átt í ritdeilum við þá Helga og Sigmar.Vilhjálmur segir að hann hafi í gær sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr sérstaklega út í tiltekin ummæli. Vilhjálmur segist ekki hafa lesið Morgunblaðið í dag, en þar birtist heilsíðugrein eftir Jón Baldvin og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, opið bréf til útvarpsstjóra, þar sem tilgreind eru 14 atriði sem fram komu í þættinum sem þau segja „falsfréttir“.Ásakanir ganga á víxlRitdeilur hafa staðið yfir, milli þeirra Jóns Baldvins og svo þeirra Helga og Sigmars, en þeir hafa meðal annars sagt að hver maður sé ábyrgur orða sinna; að Jón Baldvin vilji gera þá ábyrga fyrir orðum Aldísar. Vilhjálmur vísar til 3. málsgreinar 50. greinar fjölmiðlalaga og spyr: Hver ber ábyrgð á ummælunum? Magnús Geir hefur frest til 19. þessa mánaðar til að svara þeirri spurningu. Ekki er langt síðan Vilhjálmur stefndi RÚVvegna fréttar sem stofnunin birti um Guðmund Spartakus; en RUV féllst þá á í kjölfarið að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í skaðabætur. Málið féll þá niður; fréttin stóð eftir sem áður og fréttastofan þurfti ekki að biðjast afsökunar á meintum rangfærslum þar.
Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41
Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07
Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52