Óttast að framtak borgarinnar geti haft bakslag í för með sér Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2019 08:15 Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. vísir/vilhelm Framganga Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga gæti þýtt að örðugra verði að vinna að verkefnum sem miða að því marki að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF). LUF, en samtökin hétu áður Landssamband æskulýðsfélaga, eru regnhlífarsamtök fyrir félög ungs fólks á Íslandi. Samtökin hafa ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir átakinu #ÉgKýs sem miðar að því að efla lýðræðisvitund ungmenna og fá ungt fólk til að mæta á kjörstað. Það hefur meðal annars verið gert með útgáfu fræðsluefnis og skuggakosningum í framhaldsskólum. „Við höfum verið að beita aðferðum sem hafa áður verið nýttar á Norðurlöndunum og hafa sýnt sig að virka. Ef nýr kjósandi sleppir því að kjósa þegar hann hefur fyrst rétt til þess er hann líklegri til að gera það einnig næst og því mikilvægt að fá fólk til að kjósa þegar það fær kosningarétt,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF. Fyrir þingkosningarnar 2016 var verkefnið styrkt meðal annars af innanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrir kosningarnar í fyrra bættust samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Reykjavíkurborg og þrettán önnur sveitarfélög við. Tinna segir að borgin hafi ekki komið að verkefninu með sama hætti og aðrir. „Í aðdraganda kosninganna í fyrra fór ég, ásamt framkvæmdastjóra SÍF, á fund með borginni og stóð þá í þeirri trú að borgin ætlaði að taka þátt í verkefninu undir sömu formerkjum og við. Borgin kynnti á fundinum fyrir okkur sína eigin herferð. Aðrir vildu taka þátt í verkefninu með okkur en borgin vildi gera hlutina eftir sínu höfði,“ segir Tinna. Fundurinn átti sér stað um tveimur vikum fyrir kosningarnar í fyrra en skömmu síðar fór borgin af stað með átakið #MittX. Samhliða því voru send bréf til hópa sem síður mættu á kjörstað en aðrir, það er þeir sem kjósa í fyrsta sinn, innflytjendur og konur eldri en áttatíu ára. „#ÉgKýs er unnið af hagsmunasamtökum ungs fólks með það að markmiði að valdefla það og hvetja það til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þarna var borgin, yfirvald sem starfar í pólitískum tilgangi, skyndilega komin með sitt eigið verkefni og að beita aðferðum sem ekki er endilega æskilegt að stjórnvöld beiti,“ segir Tinna. Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. Þá átaldi stofnunin borgina fyrir að veita upplýsingar um efnið seint og illa. „Þegar ég komst að því að borgin ætlaði af stað með sérherferð þá hafði ég persónulega áhyggjur af trúverðugleika þess sem við höfum verið að gera,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að lyktir málsins geti haft letjandi áhrif á stuðning aðila við verkefnið segist hún óttast það. „Þrátt fyrir að við höfum ekki komið að þeirra verkefni og þeirra bréfasendingum með neinum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kosningar 2018 Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Framganga Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga gæti þýtt að örðugra verði að vinna að verkefnum sem miða að því marki að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF). LUF, en samtökin hétu áður Landssamband æskulýðsfélaga, eru regnhlífarsamtök fyrir félög ungs fólks á Íslandi. Samtökin hafa ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir átakinu #ÉgKýs sem miðar að því að efla lýðræðisvitund ungmenna og fá ungt fólk til að mæta á kjörstað. Það hefur meðal annars verið gert með útgáfu fræðsluefnis og skuggakosningum í framhaldsskólum. „Við höfum verið að beita aðferðum sem hafa áður verið nýttar á Norðurlöndunum og hafa sýnt sig að virka. Ef nýr kjósandi sleppir því að kjósa þegar hann hefur fyrst rétt til þess er hann líklegri til að gera það einnig næst og því mikilvægt að fá fólk til að kjósa þegar það fær kosningarétt,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF. Fyrir þingkosningarnar 2016 var verkefnið styrkt meðal annars af innanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrir kosningarnar í fyrra bættust samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Reykjavíkurborg og þrettán önnur sveitarfélög við. Tinna segir að borgin hafi ekki komið að verkefninu með sama hætti og aðrir. „Í aðdraganda kosninganna í fyrra fór ég, ásamt framkvæmdastjóra SÍF, á fund með borginni og stóð þá í þeirri trú að borgin ætlaði að taka þátt í verkefninu undir sömu formerkjum og við. Borgin kynnti á fundinum fyrir okkur sína eigin herferð. Aðrir vildu taka þátt í verkefninu með okkur en borgin vildi gera hlutina eftir sínu höfði,“ segir Tinna. Fundurinn átti sér stað um tveimur vikum fyrir kosningarnar í fyrra en skömmu síðar fór borgin af stað með átakið #MittX. Samhliða því voru send bréf til hópa sem síður mættu á kjörstað en aðrir, það er þeir sem kjósa í fyrsta sinn, innflytjendur og konur eldri en áttatíu ára. „#ÉgKýs er unnið af hagsmunasamtökum ungs fólks með það að markmiði að valdefla það og hvetja það til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þarna var borgin, yfirvald sem starfar í pólitískum tilgangi, skyndilega komin með sitt eigið verkefni og að beita aðferðum sem ekki er endilega æskilegt að stjórnvöld beiti,“ segir Tinna. Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. Þá átaldi stofnunin borgina fyrir að veita upplýsingar um efnið seint og illa. „Þegar ég komst að því að borgin ætlaði af stað með sérherferð þá hafði ég persónulega áhyggjur af trúverðugleika þess sem við höfum verið að gera,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að lyktir málsins geti haft letjandi áhrif á stuðning aðila við verkefnið segist hún óttast það. „Þrátt fyrir að við höfum ekki komið að þeirra verkefni og þeirra bréfasendingum með neinum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kosningar 2018 Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira