Frumvarp um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:16 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. FBL/EYÞÓR Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Formaður velferðarnefndar segir mikilvægt að frumvarpið verði samþykkt. Konur séu best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvort þær láti rjúfa þungun, það geri enginn að gamni sínu. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í síðustu viku. Sjöþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Allir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en allir aðrir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði með. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær og fer þriðja umræða fram síðar í dag. Sú grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur verið hvað umdeildust. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segist hafa skilning á sjónarmiðum þeirra sem lýst hafi áhyggjum af þessum þætti frumvarpsins. „Það kom alveg aragrúi af gestum sem að sumir hverjir vildu lækka vikufjöldann niður í 18 þannig aðþetta var mikið rætt og niðurstaðan var sú að ef að við værum að taka vikurnar niður í 18 aðþá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs,“ segir Halldóra. Í dag geti konur rofiðþungun upp að 22. viku ef það uppfyllir skilyrð laga. „Einn megin tilgangur þessa frumvarps er að taka þessa fötlunarfordóma úr núverandi lögum sem að eru þessar undanþágur sem að gera það að verkum að konur geta fengiðþungunarrof upp að 22. viku, að taka þær úr lögunum og setja þetta í hendur konunnar aðákveða þetta sjálf,“ segir Halldóra. „Ef að við tökum vikufjöldan niður íátján, án þess að setja undanþágurnar aftur í lögin, þá erum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þess að fara íþungunarrof og okkur þótti ekki réttlætanlegt að gera það, enda engin ástæða til. það er ekkert sem bendir til þess aðþað muni fjölga konum sem íhuga að rjúfa þungun seint á meðgöngu. Enda er þetta ekki eitthvað sem konur gera að gamni sínu.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof gæti orðið að lögum í dag, en með frumvarpinu verður konum heimilt að undirgangast þungunarrof allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Formaður velferðarnefndar segir mikilvægt að frumvarpið verði samþykkt. Konur séu best til þess fallnar að ákveða sjálfar hvort þær láti rjúfa þungun, það geri enginn að gamni sínu. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í síðustu viku. Sjöþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Allir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en allir aðrir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði með. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær og fer þriðja umræða fram síðar í dag. Sú grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur verið hvað umdeildust. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segist hafa skilning á sjónarmiðum þeirra sem lýst hafi áhyggjum af þessum þætti frumvarpsins. „Það kom alveg aragrúi af gestum sem að sumir hverjir vildu lækka vikufjöldann niður í 18 þannig aðþetta var mikið rætt og niðurstaðan var sú að ef að við værum að taka vikurnar niður í 18 aðþá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs,“ segir Halldóra. Í dag geti konur rofiðþungun upp að 22. viku ef það uppfyllir skilyrð laga. „Einn megin tilgangur þessa frumvarps er að taka þessa fötlunarfordóma úr núverandi lögum sem að eru þessar undanþágur sem að gera það að verkum að konur geta fengiðþungunarrof upp að 22. viku, að taka þær úr lögunum og setja þetta í hendur konunnar aðákveða þetta sjálf,“ segir Halldóra. „Ef að við tökum vikufjöldan niður íátján, án þess að setja undanþágurnar aftur í lögin, þá erum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þess að fara íþungunarrof og okkur þótti ekki réttlætanlegt að gera það, enda engin ástæða til. það er ekkert sem bendir til þess aðþað muni fjölga konum sem íhuga að rjúfa þungun seint á meðgöngu. Enda er þetta ekki eitthvað sem konur gera að gamni sínu.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira