Framkvæmdastjóri Eurovision gerði úttekt á Kórnum og Egilshöll í vor Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 17:09 Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision. Vísir/EPA Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision kom hingað til lands í vor og skoðaði Kórinn og Egilshöll sem vænlegt húsnæði undir keppnina, kæmi til þess að Ísland bæri sigur úr býtum. Sand lagði blessun sína yfir umrædda staði, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra dagskrárdeildar Ríkisútvarpsins, og telur að Ísland geti vel haldið Eurovision.Ábyrgðarlaust að taka þátt ef við gætum ekki haldið keppnina Skarphéðinn ræddi söngkeppnina, sem fer nú fram í Tel Aviv í Ísrael, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. Ísland komst áfram í aðalkeppnina á fyrra undankvöldi Eurovision í gær, í fyrsta sinn í fimm ár, og benda helstu spár til þess að hljómsveitinni Hatara muni farnast töluvert betur í keppninni en fulltrúum síðustu ára.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÞeir allra bjartsýnustu búast jafnvel við sigri Hatara í Eurovision í ár. Skarphéðinn segir Ísland vel geta haldið keppnina – annars væri raunar fullkomlega ábyrgðarlaust að taka þátt í henni. „Við erum með ákveðið aðgerðarplan sem segir til um það, sem svarar spurningunni Hvað ef? Hvað gerum við þá? Hvað fer í gang? Við teljum okkur vera með ákveðið plan í gangi,“ segir Skarphéðinn. „Við höfum gert á þessu ákveðna úttekt og teljum okkur vera fullkomlega í stakk búin til að gera það. Og höfum átt í samtölum við forsvarsmenn keppninnar, markvisst með þetta í huga að geta brugðist við þessum aðstæðum, sem einhvern veginn virðast nær núna en oft áður.“Blaðamannahöll og búningaaðstaða skilyrði Tæknilega hlið keppninnar verði jafnframt ekki vandamál, stærri spurningin lúti að húsnæðinu sem uppfylla þurfi ýmis skilyrði. „Við höfum alveg gert úttekt á þessu og það eru nokkur sem koma til greina. Það eru augljósir kostir, það er Kórinn í Kópavogi, það er Egilshöllin og það eru þessar stærri íþróttahallir,“ segir Skarphéðinn.Skarphéðinn segir Jon Ola Sand hafa hrifist mjög af atriði Hatara. Hér má sjá sveitina á Eurovision-sviðinu í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty„Þetta snýst fyrst og fremst um stærð hússins og í rauninni svæðið í kring því það er alveg ljóst að þetta er svolítið fyrirferðarmikið allt þarna í kring það þarf að gera ráð fyrir blaðamannahöll og búningaaðstöðu fyrir alla.“ Inntur eftir því hvað herlegheitin myndu kosta, og þá hvort Íslendingar og RÚV gætu staðið undir slíkum kostnaði, segir Skarphéðinn að of snemmt sé að segja til um verðmiðann. Keppnin gæti þó farið fram. „Það ætti að vera hægt að halda þessa keppni þannig, með þeim árangri sem aðrir eru að gera. Ef vel verður haldið á spöðunum þá ætti þetta að geta komið út nokkurn veginn á sléttu.“Það rúmast ýmislegt í Egilshöll, jafnvel Eurovision.Vísir/EgillNotuðu tækifærið og skoðuðu aðstæður Þá staðfestir Skarphéðinn að Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri til Eurovision, hafi skoðað vænlegt húsnæði undir keppnina þegar honum var boðið til Íslands að vera viðstaddur úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í mars. Hann hafi verið afar hrifinn af Hatara – og jákvæður í garð húsakostsins. „Þetta er svo sem ekkert launungamál að Jon Ola Sand frá EBU kom og heimsótti okkur í vetur,“ segir Skarphéðinn. „Við buðum honum til að vera með okkur þegar við héldum söngkeppnina og hann þáði það boð og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og könnuðum aðstæður. Og hann skoðaði þessar aðstæður, Kórinn og Egilshöll og fleiri staði, og það var ekki að sjá annað af hans viðbrögðum en að hann mæti það sem svo að við gætum hæglega haldið þessa keppni.“Viðtalið við Skarphéðinn má hlusta á í heild hér að neðan. Eurovision Kópavogur Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi. 15. maí 2019 13:00 Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum Madonna sendir frá sér yfirlýsingu vegna Eurovision. 15. maí 2019 08:21 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision kom hingað til lands í vor og skoðaði Kórinn og Egilshöll sem vænlegt húsnæði undir keppnina, kæmi til þess að Ísland bæri sigur úr býtum. Sand lagði blessun sína yfir umrædda staði, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra dagskrárdeildar Ríkisútvarpsins, og telur að Ísland geti vel haldið Eurovision.Ábyrgðarlaust að taka þátt ef við gætum ekki haldið keppnina Skarphéðinn ræddi söngkeppnina, sem fer nú fram í Tel Aviv í Ísrael, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. Ísland komst áfram í aðalkeppnina á fyrra undankvöldi Eurovision í gær, í fyrsta sinn í fimm ár, og benda helstu spár til þess að hljómsveitinni Hatara muni farnast töluvert betur í keppninni en fulltrúum síðustu ára.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÞeir allra bjartsýnustu búast jafnvel við sigri Hatara í Eurovision í ár. Skarphéðinn segir Ísland vel geta haldið keppnina – annars væri raunar fullkomlega ábyrgðarlaust að taka þátt í henni. „Við erum með ákveðið aðgerðarplan sem segir til um það, sem svarar spurningunni Hvað ef? Hvað gerum við þá? Hvað fer í gang? Við teljum okkur vera með ákveðið plan í gangi,“ segir Skarphéðinn. „Við höfum gert á þessu ákveðna úttekt og teljum okkur vera fullkomlega í stakk búin til að gera það. Og höfum átt í samtölum við forsvarsmenn keppninnar, markvisst með þetta í huga að geta brugðist við þessum aðstæðum, sem einhvern veginn virðast nær núna en oft áður.“Blaðamannahöll og búningaaðstaða skilyrði Tæknilega hlið keppninnar verði jafnframt ekki vandamál, stærri spurningin lúti að húsnæðinu sem uppfylla þurfi ýmis skilyrði. „Við höfum alveg gert úttekt á þessu og það eru nokkur sem koma til greina. Það eru augljósir kostir, það er Kórinn í Kópavogi, það er Egilshöllin og það eru þessar stærri íþróttahallir,“ segir Skarphéðinn.Skarphéðinn segir Jon Ola Sand hafa hrifist mjög af atriði Hatara. Hér má sjá sveitina á Eurovision-sviðinu í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty„Þetta snýst fyrst og fremst um stærð hússins og í rauninni svæðið í kring því það er alveg ljóst að þetta er svolítið fyrirferðarmikið allt þarna í kring það þarf að gera ráð fyrir blaðamannahöll og búningaaðstöðu fyrir alla.“ Inntur eftir því hvað herlegheitin myndu kosta, og þá hvort Íslendingar og RÚV gætu staðið undir slíkum kostnaði, segir Skarphéðinn að of snemmt sé að segja til um verðmiðann. Keppnin gæti þó farið fram. „Það ætti að vera hægt að halda þessa keppni þannig, með þeim árangri sem aðrir eru að gera. Ef vel verður haldið á spöðunum þá ætti þetta að geta komið út nokkurn veginn á sléttu.“Það rúmast ýmislegt í Egilshöll, jafnvel Eurovision.Vísir/EgillNotuðu tækifærið og skoðuðu aðstæður Þá staðfestir Skarphéðinn að Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri til Eurovision, hafi skoðað vænlegt húsnæði undir keppnina þegar honum var boðið til Íslands að vera viðstaddur úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í mars. Hann hafi verið afar hrifinn af Hatara – og jákvæður í garð húsakostsins. „Þetta er svo sem ekkert launungamál að Jon Ola Sand frá EBU kom og heimsótti okkur í vetur,“ segir Skarphéðinn. „Við buðum honum til að vera með okkur þegar við héldum söngkeppnina og hann þáði það boð og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og könnuðum aðstæður. Og hann skoðaði þessar aðstæður, Kórinn og Egilshöll og fleiri staði, og það var ekki að sjá annað af hans viðbrögðum en að hann mæti það sem svo að við gætum hæglega haldið þessa keppni.“Viðtalið við Skarphéðinn má hlusta á í heild hér að neðan.
Eurovision Kópavogur Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi. 15. maí 2019 13:00 Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum Madonna sendir frá sér yfirlýsingu vegna Eurovision. 15. maí 2019 08:21 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi. 15. maí 2019 13:00
Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum Madonna sendir frá sér yfirlýsingu vegna Eurovision. 15. maí 2019 08:21
Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03