Ökumenn aka nú upp Laugaveg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2019 20:00 Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00