Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 14:26 Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina. Vesturverk. Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. Pétur Halldórsson, stjórnarmaður í Landvernd og Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi Vesturverks voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var framkvæmd og undirbúningur Hvalárvirkjunar rædd. Skiptar skoðanir er um virkjunina og hafa meðal annars landeigendur kært framkvæmdarleyfið. „Það er verið að kæra framkvæmdarleyfið sem við fengum á vormánuðum, til þess að hefja undirbúning fyrir rannsóknir sem við viljum fara í næsta sumar. Kveikjan að þessum kærum eru auðvitað framkvæmdaleyfin en ekki ferðalög um fallega landið okkar. Jú þetta er rétt á meðan að þessar kærur eru í meðferð hjá úrskurðarnefndinni þá getum við bara haldið áfram okkar striki því það er enginn búin að stöðva okkur í því,“ sagði Birna Lárusdóttir hjá VesturVerki. Stjórnarmaður Landverndar, Pétur Halldórsson, segir að ýmsum spurningum hafi enn ekki verið svarað. „Í apríl síðastliðnum sendu Ungir Umhverfissinnar bréf til hreppsnefndar og spurði hvort þessi samanburður hefði verið gerður á mismunandi leiðum til þess að flytja rannsóknarbúnað. Það var vel áður en framkvæmdaleyfið var gefið út en þau hafa enn ekki svarað þessum spurningum,“ sagði Pétur. Birna telur kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdirnar. „Við teljum að þær séu á mjög hæpnum forsendum. Við teljum að nefndinni sé fátt annað stætt en að vísa þeim frá,“ segir Birna Þá segir hún virkjunina gríðarlega búbót fyrir svæðið. „Hvalárvirkjun mun reynast gríðarlega mikilvæg í því að tryggja sjálfbærni Vestfjarða í orkuöflun og orkuvinnslu,“ Sögðu Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. Pétur Halldórsson, stjórnarmaður í Landvernd og Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi Vesturverks voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var framkvæmd og undirbúningur Hvalárvirkjunar rædd. Skiptar skoðanir er um virkjunina og hafa meðal annars landeigendur kært framkvæmdarleyfið. „Það er verið að kæra framkvæmdarleyfið sem við fengum á vormánuðum, til þess að hefja undirbúning fyrir rannsóknir sem við viljum fara í næsta sumar. Kveikjan að þessum kærum eru auðvitað framkvæmdaleyfin en ekki ferðalög um fallega landið okkar. Jú þetta er rétt á meðan að þessar kærur eru í meðferð hjá úrskurðarnefndinni þá getum við bara haldið áfram okkar striki því það er enginn búin að stöðva okkur í því,“ sagði Birna Lárusdóttir hjá VesturVerki. Stjórnarmaður Landverndar, Pétur Halldórsson, segir að ýmsum spurningum hafi enn ekki verið svarað. „Í apríl síðastliðnum sendu Ungir Umhverfissinnar bréf til hreppsnefndar og spurði hvort þessi samanburður hefði verið gerður á mismunandi leiðum til þess að flytja rannsóknarbúnað. Það var vel áður en framkvæmdaleyfið var gefið út en þau hafa enn ekki svarað þessum spurningum,“ sagði Pétur. Birna telur kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdirnar. „Við teljum að þær séu á mjög hæpnum forsendum. Við teljum að nefndinni sé fátt annað stætt en að vísa þeim frá,“ segir Birna Þá segir hún virkjunina gríðarlega búbót fyrir svæðið. „Hvalárvirkjun mun reynast gríðarlega mikilvæg í því að tryggja sjálfbærni Vestfjarða í orkuöflun og orkuvinnslu,“ Sögðu Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00