Sigríður Hlynur myndi kaupa sér kampavínsflösku ef ekki væri fyrir heyskap Jakob Bjarnar og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. júlí 2019 14:39 Sigríður Hlynur bóndi er afar ánægður með að nafnabreytingin skuli nú loks gengin í gegn. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur segist fagna því að skil milli karlmanns- og kvenmannsnafna hafi verið afnumin. Og óskar bóndanum á Öndólfsstöðum í Reykjadal sem fékk nafni sínu breytt hjá Þjóðskrá á grundvelli nýrra laga um kynrænt sjálfræði til hamingju. Hann heitir nú Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson en hét áður Sigurður Hlynur Snæbjörnsson. En, Eiríkur segir málsamfélagið verða að svara spurningunni hvernig skuli beygja nafnið Sigríður sem nafn á karlmanni?Myndi skjóta tappa úr kampavínsflösku ef ekki væri heyskapur Fréttastofa ræddi við hann nú rétt í þessu og segir Sigríður að breytingin hafi gengið í gegn nú í gær. „Ég er hæst ánægður náttúrlega. Ef ekki væri svona mikið að gera í dag, loksins kom heyskaparveður, þá hefði ég farið út í vínbúð, keypt mér kampavínsflösku og skotið tappanum úr. En ég held ég hafi ekki tíma til þess í dag.“Klippa: Sigríður Hlynur hæstánægður með nýja nafnið Sigríður segir að það hafi verið langur aðdragandi að þessu. Hann sótti um breytinguna fyrir um ári. Þá voru mannanafnalög öðru vísi og mannanafnanefnd hafnaði þessu á þeim forsendum að nafn gæti ekki verið bæði karlmanns- og kvenmannsnafn. „Ég var náttúrlega ekkert sáttur. En, ég bara vissi það, eins og andinn á Íslandi er, að þessum lögum yrði breytt. Þannig að þetta er orðið mögulegt. Ég er ánægður með það en auðvitað eru mannanafnalögin enn fyrir hendi og frelsi fólks til að velja sér ný nöfn er ekki fullkomið. Það þarf að fara fyrir nefnd.“Reiknar með því að vera kallaður Hlynur eftir sem áður Sigríður segir nafnið í höfuð á ömmu sinni. Hann átti að heita eftir henni. „Svo mátti það náttúrlega ekki því ég þurfti endilega að fæðast af vitlausu kyni. en ég ákvað það í fyrra, þegar menn voru að fá þetta í gegn, reiknaði með því að Blær og fleiri nöfn voru samþykkt, sem bæði karlkyns og kvenkynsnöfn, að þetta myndi ganga í gegn. En gerði það ekki. Ég þóttist vita að þetta myndi lagast. Lögum breytt og ég nýtti mér það og sótti um strax aftur.“Hvernig verður þetta svo háttað, viltu láta kalla þig Sigríður eða Hlynur eins og verið hefur? „Ég reikna með því að vera kallaður áfram Hlynur. Börn mín eru Hlynsbörn. Og það þekkja mig allir Hlyn en auðvitað er hitt guðvelkomið.En, ég ansa því alveg ef fólk vill kalla mig Siggu eða Sigríði.“Til Sigríðs Svo mörg voru þau orð. En, Eiríkur Rögnvaldsson veltir málinu fyrir sér í athyglisverðum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni þar sem hann veltir upp ýmsum spurningum. Svo sem hvort beygja eigi nafnið eins og það hefur alltaf verið beygt eða ætti það að fá karlkynsbeygingu:Sigríður - Sigríð - Sigríði - Sigríðs? Og hvernig á yfirleitt að beygja nöfn þegar nafnberinn er annars kyns en nafnið sjálft? „Í fljótu bragði virðist svarið liggja í augum uppi,“ segir Eiríkur: „Orðið „Sigríður“ heldur áfram að vera kvenkynsnafnorð og beygjast sem slíkt, þótt karlmaður beri það. Og þótt „Sturla“ sé greint sem karlkynsorð í Íslenskri orðabók hefur það kvenkynsbeygingu og engin ástæða til annars en greina það sem kvenkynsnafnorð. Það þarf sem sé ekki að vera samræmi milli málfræðilegs kyns nafns og kyns þess sem ber nafnið, þótt svo sé vissulega oftastnær.“Blær og Sturla Eiríkur segir þetta þó ekki einfalt því málsamfélagið virðist vilja hafa þarna samræmi í kyni. „Hér áður fyrr a.m.k. var sterk tilhneiging til að gefa nafninu „Sturla“ karlkynsbeygingu og hafa það „Sturli“ í nefnifalli og „Sturla“ í aukaföllum. Skýrasta dæmið er „blær“, sem er karlkynsorð en Halldór Laxness notaði það sem kvenmannsnafn í Brekkukotsannál. Hann hefur það "Blæ" í þolfalli - heldur sem sé karlkynsbeygingunni, því að þannig beygist ekkert kvenkynsorð (í kvenkynsbeygingu yrði þolfallið eins og nefnifall).“Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus í íslenskri málfræði lætur ekki krefjandi og góðar spurningar um málfræði fram hjá sér fara svo glatt.fbl/valliEiríkur segir þágufall og eignarfall nafnsins ekki koma fyrir í Brekkukotsannál en einhverjum hefur greinilega fundist að karlkynsmyndirnar gengju ekki, einkum eignarfallið „Blæs“, og því hefur verið búin til sérstök kvenkynsbeyging nafnsins (sem reyndar fellur mjög illa að beygingarkerfinu). „En „Blær“ er líka til sem karlmannsnafn og beygist þá eins og samnafnið „blær“. Þarna er sem sé sama nafnið beygt á mismunandi hátt eftir því hvort karl eða kona ber það. Eða eigum við kannski að segja að þetta séu tvö mismunandi nöfn? Eigum við að segja að kvenmannsnafnið "Sigríður" og karlmannsnafnið „Sigríður“ sé ekki sama nafnið?“Sigríður sjálfur vill vera um Sigríði Pistill Eiríks er veisla fyrir áhugamenn um íslenskuna enda hafa þegar vaknað athyglisverðar og skemmtilegar umræður um þessar hugleiðingar hans í athugasemdakerfinu. Eiríkur segir að hugsanlega breytist þessi tilhneiging málsamfélagsins smátt og smátt, eftir því sem nöfnum bornum af fólki af ýmsum kynjum fjölgar. „Kannski veiklast þessi tengsl sem eru í huga málnotenda milli kyns nafns og nafnbera, og við förum bara að líta á mannanöfn eins og hver önnur nafnorð sem hafa sitt málfræðilega kyn sem tengist ekki kyni nafnbera - ekki frekar en „stóll“ er í eðli sínu karlkyns, eða „bók“ kvenkyns. Ég mæli a.m.k. með því að nöfn haldi beygingu sinni óbreyttri þótt þau séu borin af fólki af öðru kyni en venjan hefur verið.“ Vísir innti Sigríði Hlyn um hans skoðun á þessu og hún rímar við það sem íslenskuprófessorinn leggur til. „Mér finnst óþarfi að breyta beygingunni. Mér finnst gamla beygingin bara góð. Og hún fellur vel að Hlynsnafninu mínu. Þau fara ágætlega saman í beygingu. Og ég sé enga ástæðu til annars en að þetta sé beygt: Sigríður um Sigríði frá Sigríði til Sigríðar.“ Mannanöfn Þingeyjarsveit Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur segist fagna því að skil milli karlmanns- og kvenmannsnafna hafi verið afnumin. Og óskar bóndanum á Öndólfsstöðum í Reykjadal sem fékk nafni sínu breytt hjá Þjóðskrá á grundvelli nýrra laga um kynrænt sjálfræði til hamingju. Hann heitir nú Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson en hét áður Sigurður Hlynur Snæbjörnsson. En, Eiríkur segir málsamfélagið verða að svara spurningunni hvernig skuli beygja nafnið Sigríður sem nafn á karlmanni?Myndi skjóta tappa úr kampavínsflösku ef ekki væri heyskapur Fréttastofa ræddi við hann nú rétt í þessu og segir Sigríður að breytingin hafi gengið í gegn nú í gær. „Ég er hæst ánægður náttúrlega. Ef ekki væri svona mikið að gera í dag, loksins kom heyskaparveður, þá hefði ég farið út í vínbúð, keypt mér kampavínsflösku og skotið tappanum úr. En ég held ég hafi ekki tíma til þess í dag.“Klippa: Sigríður Hlynur hæstánægður með nýja nafnið Sigríður segir að það hafi verið langur aðdragandi að þessu. Hann sótti um breytinguna fyrir um ári. Þá voru mannanafnalög öðru vísi og mannanafnanefnd hafnaði þessu á þeim forsendum að nafn gæti ekki verið bæði karlmanns- og kvenmannsnafn. „Ég var náttúrlega ekkert sáttur. En, ég bara vissi það, eins og andinn á Íslandi er, að þessum lögum yrði breytt. Þannig að þetta er orðið mögulegt. Ég er ánægður með það en auðvitað eru mannanafnalögin enn fyrir hendi og frelsi fólks til að velja sér ný nöfn er ekki fullkomið. Það þarf að fara fyrir nefnd.“Reiknar með því að vera kallaður Hlynur eftir sem áður Sigríður segir nafnið í höfuð á ömmu sinni. Hann átti að heita eftir henni. „Svo mátti það náttúrlega ekki því ég þurfti endilega að fæðast af vitlausu kyni. en ég ákvað það í fyrra, þegar menn voru að fá þetta í gegn, reiknaði með því að Blær og fleiri nöfn voru samþykkt, sem bæði karlkyns og kvenkynsnöfn, að þetta myndi ganga í gegn. En gerði það ekki. Ég þóttist vita að þetta myndi lagast. Lögum breytt og ég nýtti mér það og sótti um strax aftur.“Hvernig verður þetta svo háttað, viltu láta kalla þig Sigríður eða Hlynur eins og verið hefur? „Ég reikna með því að vera kallaður áfram Hlynur. Börn mín eru Hlynsbörn. Og það þekkja mig allir Hlyn en auðvitað er hitt guðvelkomið.En, ég ansa því alveg ef fólk vill kalla mig Siggu eða Sigríði.“Til Sigríðs Svo mörg voru þau orð. En, Eiríkur Rögnvaldsson veltir málinu fyrir sér í athyglisverðum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni þar sem hann veltir upp ýmsum spurningum. Svo sem hvort beygja eigi nafnið eins og það hefur alltaf verið beygt eða ætti það að fá karlkynsbeygingu:Sigríður - Sigríð - Sigríði - Sigríðs? Og hvernig á yfirleitt að beygja nöfn þegar nafnberinn er annars kyns en nafnið sjálft? „Í fljótu bragði virðist svarið liggja í augum uppi,“ segir Eiríkur: „Orðið „Sigríður“ heldur áfram að vera kvenkynsnafnorð og beygjast sem slíkt, þótt karlmaður beri það. Og þótt „Sturla“ sé greint sem karlkynsorð í Íslenskri orðabók hefur það kvenkynsbeygingu og engin ástæða til annars en greina það sem kvenkynsnafnorð. Það þarf sem sé ekki að vera samræmi milli málfræðilegs kyns nafns og kyns þess sem ber nafnið, þótt svo sé vissulega oftastnær.“Blær og Sturla Eiríkur segir þetta þó ekki einfalt því málsamfélagið virðist vilja hafa þarna samræmi í kyni. „Hér áður fyrr a.m.k. var sterk tilhneiging til að gefa nafninu „Sturla“ karlkynsbeygingu og hafa það „Sturli“ í nefnifalli og „Sturla“ í aukaföllum. Skýrasta dæmið er „blær“, sem er karlkynsorð en Halldór Laxness notaði það sem kvenmannsnafn í Brekkukotsannál. Hann hefur það "Blæ" í þolfalli - heldur sem sé karlkynsbeygingunni, því að þannig beygist ekkert kvenkynsorð (í kvenkynsbeygingu yrði þolfallið eins og nefnifall).“Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus í íslenskri málfræði lætur ekki krefjandi og góðar spurningar um málfræði fram hjá sér fara svo glatt.fbl/valliEiríkur segir þágufall og eignarfall nafnsins ekki koma fyrir í Brekkukotsannál en einhverjum hefur greinilega fundist að karlkynsmyndirnar gengju ekki, einkum eignarfallið „Blæs“, og því hefur verið búin til sérstök kvenkynsbeyging nafnsins (sem reyndar fellur mjög illa að beygingarkerfinu). „En „Blær“ er líka til sem karlmannsnafn og beygist þá eins og samnafnið „blær“. Þarna er sem sé sama nafnið beygt á mismunandi hátt eftir því hvort karl eða kona ber það. Eða eigum við kannski að segja að þetta séu tvö mismunandi nöfn? Eigum við að segja að kvenmannsnafnið "Sigríður" og karlmannsnafnið „Sigríður“ sé ekki sama nafnið?“Sigríður sjálfur vill vera um Sigríði Pistill Eiríks er veisla fyrir áhugamenn um íslenskuna enda hafa þegar vaknað athyglisverðar og skemmtilegar umræður um þessar hugleiðingar hans í athugasemdakerfinu. Eiríkur segir að hugsanlega breytist þessi tilhneiging málsamfélagsins smátt og smátt, eftir því sem nöfnum bornum af fólki af ýmsum kynjum fjölgar. „Kannski veiklast þessi tengsl sem eru í huga málnotenda milli kyns nafns og nafnbera, og við förum bara að líta á mannanöfn eins og hver önnur nafnorð sem hafa sitt málfræðilega kyn sem tengist ekki kyni nafnbera - ekki frekar en „stóll“ er í eðli sínu karlkyns, eða „bók“ kvenkyns. Ég mæli a.m.k. með því að nöfn haldi beygingu sinni óbreyttri þótt þau séu borin af fólki af öðru kyni en venjan hefur verið.“ Vísir innti Sigríði Hlyn um hans skoðun á þessu og hún rímar við það sem íslenskuprófessorinn leggur til. „Mér finnst óþarfi að breyta beygingunni. Mér finnst gamla beygingin bara góð. Og hún fellur vel að Hlynsnafninu mínu. Þau fara ágætlega saman í beygingu. Og ég sé enga ástæðu til annars en að þetta sé beygt: Sigríður um Sigríði frá Sigríði til Sigríðar.“
Mannanöfn Þingeyjarsveit Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira