Samtalið hafið um hvort Tinni og Tobbi snúi aftur til Akureyrar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2019 12:30 Tinni kom til Akureyrar í bókinni um Dularfullu stjörnuna. Vísir/Tryggvi. Samtal er komið á á milli Akureyrastofu og þeirra sem fara með leyfismál belgíska teiknimyndahöfundarins Hergé um hugmyndir að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Akureyri.Líkt og við sögðum frá í vetur hefur Akureyrarstofa verið að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að vekja athygli á tengingu Tinna við Akureyri, en hann leit þar við ásamt félögum sínum í Tinnabókinni Dularfulla stjarnan. Upp kom sú humynd að reisa styttu og eru viðræður við leyfishafa Hergé, höfund bókanna, hafnar. „Við erum komin með tengingu þar og erum að ræða við þá sem eru með einkaréttinn á Tinna og vorum að ræða aðeins útfærslur, hvaða möguleiki væri á að setja upp styttu og hvernig styttu og kostnað og hvaða kröfur þeir eru með varðandi uppsetningu á styttum,“ segir María Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu.Hafa þeir farið fram á að fá ítarlegar upplýsingar um umhverfið í kringum Torfunefsbryggju, þar sem styttan mun koma til að vera, verði hugmyndin að veruleika. „Þetta eru býsna flóknar kröfur. Þeir viilja í raun og veru vita nákvæmlega hvar styttan verður, í hvernig umhverfi og umgjörð hún kemur. Vilja vera hreinlega koma á staðinn líka og vera viðstaddir þannig að þetta er eitthvað sem þarf að vinnast mjög náið með þeim,“ segir María.Í minnisblaði um stöðu verkefnis segir að leyfishafar Hergé telji að kostnaðurinn muni vera um tvær milljónir. Leyfishafarnir eru með listamenn á sínum snærum sem útfæra verkin en Akureyrastofa getir komið með óskir um hvað verkin sýni. „Það er þannig að nú er bara komið að vinna nánar í okkar heimavinnu. Við þurfum að fara í að klára hönnun á Torfunesbryggju, skoða hvar við myndum staðsetja styttuna og líka bara hvort við viljum fara út í þetta verkefni.“ Akureyri Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Samtal er komið á á milli Akureyrastofu og þeirra sem fara með leyfismál belgíska teiknimyndahöfundarins Hergé um hugmyndir að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Akureyri.Líkt og við sögðum frá í vetur hefur Akureyrarstofa verið að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að vekja athygli á tengingu Tinna við Akureyri, en hann leit þar við ásamt félögum sínum í Tinnabókinni Dularfulla stjarnan. Upp kom sú humynd að reisa styttu og eru viðræður við leyfishafa Hergé, höfund bókanna, hafnar. „Við erum komin með tengingu þar og erum að ræða við þá sem eru með einkaréttinn á Tinna og vorum að ræða aðeins útfærslur, hvaða möguleiki væri á að setja upp styttu og hvernig styttu og kostnað og hvaða kröfur þeir eru með varðandi uppsetningu á styttum,“ segir María Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu.Hafa þeir farið fram á að fá ítarlegar upplýsingar um umhverfið í kringum Torfunefsbryggju, þar sem styttan mun koma til að vera, verði hugmyndin að veruleika. „Þetta eru býsna flóknar kröfur. Þeir viilja í raun og veru vita nákvæmlega hvar styttan verður, í hvernig umhverfi og umgjörð hún kemur. Vilja vera hreinlega koma á staðinn líka og vera viðstaddir þannig að þetta er eitthvað sem þarf að vinnast mjög náið með þeim,“ segir María.Í minnisblaði um stöðu verkefnis segir að leyfishafar Hergé telji að kostnaðurinn muni vera um tvær milljónir. Leyfishafarnir eru með listamenn á sínum snærum sem útfæra verkin en Akureyrastofa getir komið með óskir um hvað verkin sýni. „Það er þannig að nú er bara komið að vinna nánar í okkar heimavinnu. Við þurfum að fara í að klára hönnun á Torfunesbryggju, skoða hvar við myndum staðsetja styttuna og líka bara hvort við viljum fara út í þetta verkefni.“
Akureyri Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Skoða hvort Tinni, Tobbi og Kolbeinn geti snúið aftur til Akureyrar Akureyrarstofa kannar nú möguleikann á því að reisa styttu af teiknimyndasöguhetjunum Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju á Akureyri. Þeir félagar litu þar við í einni af Tinna-bókunum vinsælu. 16. febrúar 2019 12:30