Segir Brexit hafa áhrif á fækkun erlendra ferðamanna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2019 20:00 Erlendum ferðamönnum hefur fækkað um 13,5 prósent á milli ára. Ferðamálastjóri segir Brexit og breytingar á tengiflugi hjá íslenskum flugfélögum skýra fækkunina, sem er mest meðal þriggja þjóðerna, en ekkert bendir til minni áhuga á Íslandsferðum. Ferðamálastofa birti í dag talningu á erlendum ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt talningunni voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágústmánuði í fyrra. Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. „Önnur þjóðerni haldast nokkuð vel á milli ára og það mildar þau áhrif sem svona fækkun hefur,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Hann segir skýringar á bak við fækkun þessara þriggja þjóðerna. „Það má gera ráð fyrir að Brexit hafi einhver áhrif á ferðalög Breta til annarra landa. Hvað varðar Bandaríkjamenn og Kanadamenn má gera ráð fyrir að breytingar hjá íslenskum flugfélögum hafi þar áhrif, að þetta tengist fækkun tengifarþega yfir Atlantshafið. Það er líka áhugavert að sjá að asískum ferðamönnum heldur áfram að fjölga og nú eru í fyrsta skipti fleiri Kínverjar að koma til landsins heldur en Bretar,“ sagði Skarphéðinn. Hann segir fjölgun kínverskra ferðamanna til landsins í takt við þá þróun sem á sér stað í öðrum löndum, en ferðamönnum frá Kína er að fjölga stöðugt um allan heim. „Nei það er engin ástæða til þess. Það eru skýringar á þessu og það eru engar vísbendingar um minni áhuga á Íslandsferðum þannig að við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Skarphéðinn. Brexit Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Erlendum ferðamönnum hefur fækkað um 13,5 prósent á milli ára. Ferðamálastjóri segir Brexit og breytingar á tengiflugi hjá íslenskum flugfélögum skýra fækkunina, sem er mest meðal þriggja þjóðerna, en ekkert bendir til minni áhuga á Íslandsferðum. Ferðamálastofa birti í dag talningu á erlendum ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt talningunni voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 252 þúsund í ágústmánuði eða um 39 þúsund færri en í ágústmánuði í fyrra. Fækkunin er mest meðal þriggja þjóðerna. Það eru Bandaríkjamenn, Bretar og Kanadamenn. „Önnur þjóðerni haldast nokkuð vel á milli ára og það mildar þau áhrif sem svona fækkun hefur,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Hann segir skýringar á bak við fækkun þessara þriggja þjóðerna. „Það má gera ráð fyrir að Brexit hafi einhver áhrif á ferðalög Breta til annarra landa. Hvað varðar Bandaríkjamenn og Kanadamenn má gera ráð fyrir að breytingar hjá íslenskum flugfélögum hafi þar áhrif, að þetta tengist fækkun tengifarþega yfir Atlantshafið. Það er líka áhugavert að sjá að asískum ferðamönnum heldur áfram að fjölga og nú eru í fyrsta skipti fleiri Kínverjar að koma til landsins heldur en Bretar,“ sagði Skarphéðinn. Hann segir fjölgun kínverskra ferðamanna til landsins í takt við þá þróun sem á sér stað í öðrum löndum, en ferðamönnum frá Kína er að fjölga stöðugt um allan heim. „Nei það er engin ástæða til þess. Það eru skýringar á þessu og það eru engar vísbendingar um minni áhuga á Íslandsferðum þannig að við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Skarphéðinn.
Brexit Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira