Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2019 13:24 Arinbjörn Snorrason hefur unnið í lögreglunni í 26 ár. Vísir/Baldur Hrafnkell Arinbjörn Snorrason formaður Lögreglufélagsins krossar sig í bak og fyrir og segir það af og frá að hann sé í hefndarhug gagnvart Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Veruleg ólga er innan lögreglunnar og flokkadrættir. Andlit þeirra átaka eru ríkislögreglustjóri og formaður Lögreglufélagsins en Arinbjörn hefur meðal annars sagt að félagar í Lögreglufélaginu telji Harald beita ógnarstjórn. Haraldur svaraði fyrir sig í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið nú um helgina þar sem hann sagði meðal annars að ef til starfsloka kæmi hvað sig varðaði myndi það þýða að hann myndi upplýsa um eitt og annað sem hann teldi ekki í lagi að tjaldarbaki, innan lögreglunnar.Misnotaði aðstöðu sína og ók á 185 km hraða á klukkustund Morgunblaðið birti þá í morgun frétt þar sem segir af 12 ára gömlu broti Arinbjarnar í starfi. Árið 2007 var Arinbjörn ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, eða eins og segir í árskýrslu ríkissaksóknara: „er hann nýtti sér mannafla lögreglu, lögreglubifreiðir og talstöðvarkerfi lögreglu í eigin þágu og gaf fyrirmæli um akstur með forgangsmerkjum og lét slíkan akstur viðgangast, á leið sinni frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar, í einkaerindum, svo hann missti ekki af flugi til Kaupmannahafnar og tengiflugi til Litháen, sem ákærði hafði keypt flugmiða til, og með því teppt búnað og mannafla lögreglu frá skyldustörfum.“Haraldur Johannessen mætir á fund dómsmálaráðherra. Hann og Arinbjörn hafa eldað grátt silfur að undanförnu.visir/vilhelmFram kemur í frétt Morgunblaðsins að hann hafi ekið þegar hraðast var 185 km hraða á klukkustund. Í fréttinni segir að Arinbjörn hafi gagnrýnt atriði sem komu fram í Morgunblaðsviðtali við Harald og í kjölfarið „vöktu menn á netinu máls á broti Arinbjarnar gagnrýndu m.a. að hann skyldi tjá sig með slíkum hætti, í ljósi brotsins.“Hefur sofið rólegur Vísir spurði Arinbjörn hvort honum þætti ef til vill sérkennilegt að þetta væri dregið fram nú í tengslum við gagnrýni hans á ríkislögreglustjóra og þá ekki síst í ljósi þess að Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri eru bræðrasynir? Arinbjörn segir að það komi upp núingsdæmi og ekkert sé heilagt. En, hann vill ekki gera mikið úr þessum ættartengslum. „Ég bjóst við þessu eftir að ég las viðtalið við Harald. Hafði heyrt að þetta væri í farvatninu. Og staðfesti þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband; þetta væri hárrétt. Ég væri ekkert öðruvísi en aðrir, hefði gert mistök, greitt sekt fyrir það og lít ekki á mig sem rétthærri en aðra samfélagsþegna. Þetta gerðist og það er með mig eins og aðra, unnið var með þau mistök og niðurstaða fundin. Síðan hef ég sofið nokkuð rólegur.Ef ég væri smeykur við svona umfjöllun væri ég búinn að stíga til hliðar fyrir löngu,“ segir Arinbjörn og segir að hann hafi lengi fengist við félagsstörf og hafi verið í stjórn Lögreglufélagsins allt frá árinu 1996 og formaður nokkuð lengi. „Öllum getur orðið á, mér varð á og það fékk farsælan endi.“ Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Arinbjörn Snorrason formaður Lögreglufélagsins krossar sig í bak og fyrir og segir það af og frá að hann sé í hefndarhug gagnvart Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Veruleg ólga er innan lögreglunnar og flokkadrættir. Andlit þeirra átaka eru ríkislögreglustjóri og formaður Lögreglufélagsins en Arinbjörn hefur meðal annars sagt að félagar í Lögreglufélaginu telji Harald beita ógnarstjórn. Haraldur svaraði fyrir sig í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið nú um helgina þar sem hann sagði meðal annars að ef til starfsloka kæmi hvað sig varðaði myndi það þýða að hann myndi upplýsa um eitt og annað sem hann teldi ekki í lagi að tjaldarbaki, innan lögreglunnar.Misnotaði aðstöðu sína og ók á 185 km hraða á klukkustund Morgunblaðið birti þá í morgun frétt þar sem segir af 12 ára gömlu broti Arinbjarnar í starfi. Árið 2007 var Arinbjörn ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, eða eins og segir í árskýrslu ríkissaksóknara: „er hann nýtti sér mannafla lögreglu, lögreglubifreiðir og talstöðvarkerfi lögreglu í eigin þágu og gaf fyrirmæli um akstur með forgangsmerkjum og lét slíkan akstur viðgangast, á leið sinni frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar, í einkaerindum, svo hann missti ekki af flugi til Kaupmannahafnar og tengiflugi til Litháen, sem ákærði hafði keypt flugmiða til, og með því teppt búnað og mannafla lögreglu frá skyldustörfum.“Haraldur Johannessen mætir á fund dómsmálaráðherra. Hann og Arinbjörn hafa eldað grátt silfur að undanförnu.visir/vilhelmFram kemur í frétt Morgunblaðsins að hann hafi ekið þegar hraðast var 185 km hraða á klukkustund. Í fréttinni segir að Arinbjörn hafi gagnrýnt atriði sem komu fram í Morgunblaðsviðtali við Harald og í kjölfarið „vöktu menn á netinu máls á broti Arinbjarnar gagnrýndu m.a. að hann skyldi tjá sig með slíkum hætti, í ljósi brotsins.“Hefur sofið rólegur Vísir spurði Arinbjörn hvort honum þætti ef til vill sérkennilegt að þetta væri dregið fram nú í tengslum við gagnrýni hans á ríkislögreglustjóra og þá ekki síst í ljósi þess að Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri eru bræðrasynir? Arinbjörn segir að það komi upp núingsdæmi og ekkert sé heilagt. En, hann vill ekki gera mikið úr þessum ættartengslum. „Ég bjóst við þessu eftir að ég las viðtalið við Harald. Hafði heyrt að þetta væri í farvatninu. Og staðfesti þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband; þetta væri hárrétt. Ég væri ekkert öðruvísi en aðrir, hefði gert mistök, greitt sekt fyrir það og lít ekki á mig sem rétthærri en aðra samfélagsþegna. Þetta gerðist og það er með mig eins og aðra, unnið var með þau mistök og niðurstaða fundin. Síðan hef ég sofið nokkuð rólegur.Ef ég væri smeykur við svona umfjöllun væri ég búinn að stíga til hliðar fyrir löngu,“ segir Arinbjörn og segir að hann hafi lengi fengist við félagsstörf og hafi verið í stjórn Lögreglufélagsins allt frá árinu 1996 og formaður nokkuð lengi. „Öllum getur orðið á, mér varð á og það fékk farsælan endi.“
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13