Brú milli okkar og vélanna Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2019 08:00 Rósa María Hjörvar er í doktorsnámi í bókmenntafræði. Fréttablaðið/valli Hvernig horfir íslenskan við blindu og sjónskertu fólki? Þessi hópur notar tæknina mikið en tækin tala oftast ensku þó nýjungar séu í vændum. Miklu máli skiptir að vefir séu aðgengilegir og á vandaðri íslensku. Dagur íslenskrar tungu er á laugardaginn. Það sem stendur helst upp úr er hvað það er mikið rými fyrir sköpun í starfinu. Það er mikið pláss fyrir hugkvæmni og hugvit,“ segir Rósa María Hjörvar um starf sitt síðastliðið ár sem aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu en á undan því hafði hún verið virk í starfi félagsins með ýmsum hætti. „Fólk er að reyna að finna leiðir til að nýta sér íslenskuna og koma henni inn í framtíðina,“ segir Rósa, sem er núna í doktorsnámi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands þar sem hún er líka stundakennari.Móðurmálið kjarninn „Það er algjör kjarni í aðgengismálum að geta notað móðurmál sitt. Það er ekki eingöngu eitthvað sem snertir blinda og sjónskerta,“ segir hún en mikilvægast sé að tryggja lýðræðislegt aðgengi allra að upplýsingum. „Þetta verður áþreifanlegra fyrir til dæmis blinda því stoðbúnaðurinn okkar krefst íslenskunnar þar sem við erum að nota íslenska talgervla og talgreini,“ segir Rósa en sjálf er hún með arfgengan hrörnunarsjúkdóm í sjónhimnu sem kallast RP. „Það er líka nýtt hjá Blindrafélaginu að hafa starfandi aðgengisfulltrúa í fullu starfi og það er nóg að gera,“ segir Rósa en Hlynur Þór Agnarsson tók við starfi hennar í síðasta mánuði en hún einbeitir sér nú að náminu. „Ég held að fólk sé að ranka við sér og átta sig á því að við getum orðið sérfræðingar í mörgu en að við verðum ekki sérfræðingar í ensku. Íslenskan er klárlega kjarnafærni og hæfni sem við getum ræktað frekar en aðrir. Það er að renna upp fyrir mörgum og sumum er illa brugðið,“ segir Rósa. Þá er hún að vísa til frétta af börnum sem tala jafnvel saman á ensku og tala líka við tækin sín á ensku. „Hverjum er ekki sama um „mér hlakkar“ eða „mig hlakkar“? Það skiptir frekar máli að maður geti yfirhöfuð notað tungumálið sitt. Margt tengt tungumálinu tengist okkar innstu sjálfsvitund og hver við erum. Það er svo margt sem er ekki hægt að þýða. Ef maður missir tenginguna við móðurmálið er hægt að missa hluta af sjálfum sér.“Er meiri hætta á því að blindir eða sjónskertir lendi í því? „Það er meiri hætta á því að fólkið okkar einangrist. Það er þumalputtaregla að 70 prósent af blindu fólki eru 70 ára og eldri. Þetta er kynslóð sem hefur ekki haft jafn mikil kynni af ensku og yngri kynslóðir. Hún gæti bjargað sér á veitingastað en ef hún ætlar að panta vörur eða þjónustu, eða stofna til bankaviðskipta, er hún algjörlega háð íslensku,“ segir hún. Tækifæri með tækninni „Þegar við sjáum það að þjónustan er sífellt meira að færast inn í rafrænt umhverfi sem er ekki aðgengilegt fyrir þennan hóp, þá er það mikið vandamál því þessi hópur getur einangrast sem er asnalegt því hann gæti verið svo rosalega sjálfbjarga,“ útskýrir Rósa. „Þessar tækniframfarir sem hafa orðið undanfarið eru algjör bylting,“ undirstrikar Rósa og segir að fyrir 40 árum hefði það vart verið mögulegt fyrir hana að fara í doktorsnám í bókmenntafræði. „Það hefði allavega þurft her af aðstoðarmönnum til að lesa upp. Tæknin hefur veitt mikilvæg tækifæri en svo vantar bara þetta síðasta upp á, að hún komi til manns og sé til staðar á því tungumáli sem maður talar,“ segir hún. „Blindrafélagið er í miklu alþjóðlegu samstarf i og við verðum stundum alveg græn af öfund þegar við hittum félaga okkar í Bandaríkjunum og Evrópu og sjáum þá möguleika sem fólk hefur þar til að lifa sjálfstæðu lífi með tækninni eins og að panta sér mat eða nota róbótaryksugur. Á meðan erum við að reyna að koma íslenskunni inn í einföldustu tæki.“ Núna er að koma kynslóð inn í hópinn sem Blindrafélagið þjónar sem er vön að nota tækni og vill nota hana áfram. „Við erum að fara að taka á móti ’68 kynslóðinni inn í hóp eldri borgara. Ég get ekki ímyndað mér að þau sætti sig við að hringja í eitthvert þjónustuver sem er bara opið á mánudögum eða eitthvað slíkt á meðan allir aðrir geti sótt sér upplýsingar hvenær sem er.“ Gott fyrir alla Rósa segir líffræðilega hrörnun á augum byrja um fimmtugt og þá þurfi flestir meira ljós og skerpu. „Það er gott fyrir alla ef letrið er nokkuð skýrt og hlutirnir vel upp settir. Það reynir líka á þá sem eru með fulla sjón ef letrið er illlæsilegt.“ Vefþula Blindrafélagsins er komin á ýmsa vefi en þá er hnappur merktur „hlusta“ á vefnum en þetta geta allir notfært sér. „Þetta nýtist fólki í alls konar aðstæðum þegar það er svolítið blint og sjónskert,“ segir hún, eins og til dæmis þegar fólk er í símanum í mikilli sól eða er að keyra. Gott aðgengi á vef gagnast öllum. „Þumalputtaregla í aðgengisvinnu er að hún bætir alltaf f læðið á vefnum,“ segir Rósa en vefir geta enn fremur orðið hraðari við að aðgengismálin séu tekin í gegn. „Það að tryggja aðgengi er ein tegund af gæðastjórnun sem er einfalt að ganga úr skugga um. Þá veit maður að það er búið að velta fyrir sér spurningum á borð við hvert sé markmiðið með þessari síðu og hvert fólk eigi að fara. Það verður allt skýrara. Ef vefurinn er góður fyrir blinda og sjónskerta þá er hann aðgengilegur öllum,“ segir hún en eitt erlent dæmi um þetta er að stór vefverslun í Svíþjóð fékk 3-4 prósenta aukna veltu eftir að hafa tekið aðgengismálin á vefnum í gegn. „Þótt fólk detti ekki alveg inn í okkar hóp samkvæmt skilgreiningum eru margir sem geta af alls konar ástæðum átt erfitt með að rata í gegnum ferli á vefsvæðum ef þau eru ekki vel skilgreind.“ Notkun íslensku tengist inn í þessi mál. „Það að texti sé vel skiljanlegur og einfaldur, að hann tjái það sem þarf að koma til skila, það getur skipt sköpum um hvernig maður ratar í gegnum svona ferli,“ segir Rósa.Núna er að koma kynslóð inn í hópinn sem Blindrafélagið þjónar sem er vön að nota tækni og vill nota hana áfram.Mynd/FréttablaðiðMyndum breytt í texta Dæmi um nýjungar í vinnslu á alþjóðavettvangi er hljóðleiðsögn í kortakerfi Google. „Tilgangurinn er að þú getir algjörlega án þess að kíkja á nokkurn skapaðan hlut fengið að vita hvar þú ert og hvar áfangastaðurinn þinn er. Þetta krefst mikillar nákvæmni í GPS,“ segir Rósa og bætir við að mikil vinna fari jafnframt fram í myndgreiningum, því ferli að geta breytt myndum í texta. „Sjálfkeyrandi bíllinn sér með myndavél og þarf að breyta þeirri mynd í eitthvað vitsmunalegt sem gervigreindin getur túlkað. Það eru alls konar umbreytingar að gerast í tengslum við gervigreind sem koma okkur mjög vel. Myndgreiningin eins og með þessum kínversku eftirlitsmyndavélum er orðin rosalega nákvæm, sem er siðferðilega slæmt, en rosalega gott fyrir blint fólk,“ segir Rósa og hlær við. „Við getum svo vel nýtt okkur þessar upplýsingar.“ Talar við dyrabjölluna Hún tekur dæmi af vini sínum í Svíþjóð sem er með Google-dyrabjöllu tengda við Google Home-tækið sitt. „Hann er búinn að skanna inn myndir af f lestöllum sem hann þekkir og þegar einhver hringir dyrabjöllunni segir Google við hann: „Þetta er mamma þín,“ eða „Jói“, eða „einhver sem þú þekkir ekki“. Fyrir blint fólk sem býr eitt væri þetta frábær öryggisviðbót en eins og er er þetta bara aðgengilegt á ensku fyrir okkur,“ segir hún. „Við þurfum að spýta í lófana. Ríkisstjórnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa fundið fé fyrir máltækniáætlun og henni hefur verið hrint í framkvæmt. Það mun gerast mjög margt á næstunni en við erum háð því að einhver af þessum tæknirisum ákveði að íslenskan sé áhugaverð.“ Hún rifjar upp að Google hafi tekið íslenskuna með ekki síst fyrir tilstilli íslensks starfskrafts en því sé ekki að heilsa hjá Apple. „Það situr einhver manneskja hjá Apple með bunka af bréfum á borðinu hjá sér þar sem stendur að það þurfi að bæta íslenskunni inn í iOS en það hefur aldrei borist svar frá þeim. En svo gæti það gerst allt í einu. Það er allt til staðar til þess að gera þetta en það kostar auðvitað tíma og fjárfestingu.“ Innri vefir út undan Vinna stendur yfir varðandi innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu um aðgengismál á vefnum. „Hún gerir kröfu um að allir vefir sem eru að selja vöru og þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu séu aðgengilegir sem og opinberir vefir og líka innri vefir. Það sem er sárast að lenda í og það sem maður lendir oftast í ef maður er blindur er að innra kerfi á vinnustöðum er ekki aðgengilegt. Það eru dæmi um það að fólk hafi menntað sig í mörg ár, fái svo draumavinnuna en komist svo að því fyrsta daginn í vinnunni að skjálesturinn virkar ekki fyrir skráningarkerfið eða gagnagrunninn sem það er að vinna í.“ Hún segir að aðgengismálin hafi þá orðið út undan við gerð innra kerfisins því þá hafi enginn blindur verið að vinna á vinnustaðnum og þetta ekki endilega þótt skipta máli. „Þetta er svo rosalega sárt. Það hefur verið mikið lagt upp úr því í túlkuninni á innleiðingunni á tilskipuninni á Norðurlöndum að hún verði til að tryggja að maður geti unnið. Það er ótrúlega fúlt að þurfa að sitja heima á örorkubótum þegar maður hefur menntun og getu til að vinna, bara út af því að einhver setti kerfi upp á ákveðinn hátt.“ Dæmi um aðra tækninýjung sem nýtist mörgum eru hljóðbækur. „Gaman að því hve margir hafa uppgötvað ánægjuna í því að hlusta á bækur. Það getur verið mjög gaman að hlusta á bækur meðan maður vaskar upp eða keyrir í vinnuna. Hluti af þessari tæknibyltingu er að allt í einu erum við komin með græju í vasann sem er mörg tæki í einu. Ég sat í pásu á milli tíma um daginn, fór á Amazon, náði í nýju bókina hans Sjóns og var byrjuð að lesa hana án þess að hafa staðið upp úr stólnum!“ Munur að panta heim Hún tekur dæmi um hversu þægilegt það sé fyrir marga að nýta sér ýmsar vefverslanir og pöntunarþjónustu. „Það munar þvílíkt að geta pantað matinn heim heldur en að bíða í viku eftir liðveislu til að komast í Bónus. Fatlað fólk gerir ríkari kröfu um að taka þátt á eigin forsendum í dag. Við höfum ekki alltaf mannaf la til að veita þann stuðning. Það er erfitt að fá liðveislu og fólk í vinnu, þó maður fái jafnvel notendastýrða persónulega aðstoð. Það er góð lausn fyrir alla að bjarga sér sjálfur,“ segir Rósa. „Við sem höfum verið blind og sjónskert lengi erum oft f ljót að prófa hlutina. Ég var til dæmis fyrsta manneskjan sem ég veit um sem notaði Eldum rétt. Maður grípur allt á lofti og sér möguleikana í því.“ Hún segir að ef afgreiðslan strandi á lélegu aðgengi sé það svekkjandi. „Maður getur kannski sett inn kortaupplýsingarnar en ekki ýtt á greiða. Eða valið vöruna en finnur ekki „mín karfa“ takkann. Maður er tilbúinn að leggja margt á sig en stundum er þetta ekki gerlegt. Það er ótrúlega frústrerandi.“ Rósu finnst spennandi tímar fram undan. „Fyrst snerist tæknin svo mikið um tölur, megabæti og skjákort en nú erum við komin á stað þar sem við erum að reyna að byggja brú á milli okkar og vélanna. Það er svo skapandi staður að vera á. Hvenær kemur strætó? „Þetta er radd-aðstoðarmaður sem verður fáanlegur fyrir Android- og iPhone-snjallsíma og verður ókeypis. Fítusinn í þessum fína aðstoðarmanni er að hann bæði skilur og talar íslensku,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður hjá Miðeind, um nýtt app sem verður formlega kynnt á degi íslenskrar tungu á laugardaginn. „Það er nýjungin,“ segir Vilhjálmur um íslenskuna. „Þú getur spurt appið ýmissa spurninga með röddinni og svo svarar það með rödd,“ segir hann en hægt er að velja um kven- eða karlrödd. „Þetta fer allt fram á eðlilegri og rétt beygðri íslensku.“ Það er svokölluð prófunarútgáfa sem verður kynnt til sögunnar núna. „Við ætlum að prófa þetta áfram með aðstoð almennings eftir því hvar áhuginn liggur og leitum að samstarfsaðilum til að bæta virkni inn í appið.“ Aðstoðarmaðurinn getur svarað ýmsum spurningum. „Þegar appið kemur núna fyrst fram verður það duglegt að svara spurningum um strætó svo dæmi sé tekið. Það getur líka svarað spurningum um gengi gjaldmiðla, veðrið og veðurspána, hvar þú ert og hvað það er langt í ýmsa staði. Sterkasta hlið appsins verður strætó. Það getur sagt þér hvar næsta stoppistöð er, hvaða strætóar stoppa þar og hvenær þeir koma. Það eru meira að segja rauntímaupplýsingar um strætó. Appið getur líka sagt þér ef strætó er of seinn og allt er þetta á íslensku,“ ítrekar hann. „Þetta er hugsað fyrir allan almenning en tilkoma þessa apps gleður líka þá sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt með að nota skjá eða lyklaborð,“ segir Vilhjálmur. Máltæknivélin Greynir „Það er heilmikil máltæknivél á bak við þetta sem heitir Greynir. Hún les fréttir allan sólarhringinn alla daga. Máltæknivélin veit um titla á fólki og alls konar skilgreiningar á fyrirbærum,“ segir hann en til dæmis er hægt að spyrja hver sé seðlabankastjóri eða hver Katrín Jakobsdóttir sé og veit appið svarið við slíkum spurningum. „Við erum að raða saman tæknipúslum sem hafa smám saman orðið til og nú er loks hægt að koma þessu saman í heildarapp,“ segir Vilhjálmur en ljóstrað verður upp um nafnið á appinu á laugardaginn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Hvernig horfir íslenskan við blindu og sjónskertu fólki? Þessi hópur notar tæknina mikið en tækin tala oftast ensku þó nýjungar séu í vændum. Miklu máli skiptir að vefir séu aðgengilegir og á vandaðri íslensku. Dagur íslenskrar tungu er á laugardaginn. Það sem stendur helst upp úr er hvað það er mikið rými fyrir sköpun í starfinu. Það er mikið pláss fyrir hugkvæmni og hugvit,“ segir Rósa María Hjörvar um starf sitt síðastliðið ár sem aðgengisfulltrúi hjá Blindrafélaginu en á undan því hafði hún verið virk í starfi félagsins með ýmsum hætti. „Fólk er að reyna að finna leiðir til að nýta sér íslenskuna og koma henni inn í framtíðina,“ segir Rósa, sem er núna í doktorsnámi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands þar sem hún er líka stundakennari.Móðurmálið kjarninn „Það er algjör kjarni í aðgengismálum að geta notað móðurmál sitt. Það er ekki eingöngu eitthvað sem snertir blinda og sjónskerta,“ segir hún en mikilvægast sé að tryggja lýðræðislegt aðgengi allra að upplýsingum. „Þetta verður áþreifanlegra fyrir til dæmis blinda því stoðbúnaðurinn okkar krefst íslenskunnar þar sem við erum að nota íslenska talgervla og talgreini,“ segir Rósa en sjálf er hún með arfgengan hrörnunarsjúkdóm í sjónhimnu sem kallast RP. „Það er líka nýtt hjá Blindrafélaginu að hafa starfandi aðgengisfulltrúa í fullu starfi og það er nóg að gera,“ segir Rósa en Hlynur Þór Agnarsson tók við starfi hennar í síðasta mánuði en hún einbeitir sér nú að náminu. „Ég held að fólk sé að ranka við sér og átta sig á því að við getum orðið sérfræðingar í mörgu en að við verðum ekki sérfræðingar í ensku. Íslenskan er klárlega kjarnafærni og hæfni sem við getum ræktað frekar en aðrir. Það er að renna upp fyrir mörgum og sumum er illa brugðið,“ segir Rósa. Þá er hún að vísa til frétta af börnum sem tala jafnvel saman á ensku og tala líka við tækin sín á ensku. „Hverjum er ekki sama um „mér hlakkar“ eða „mig hlakkar“? Það skiptir frekar máli að maður geti yfirhöfuð notað tungumálið sitt. Margt tengt tungumálinu tengist okkar innstu sjálfsvitund og hver við erum. Það er svo margt sem er ekki hægt að þýða. Ef maður missir tenginguna við móðurmálið er hægt að missa hluta af sjálfum sér.“Er meiri hætta á því að blindir eða sjónskertir lendi í því? „Það er meiri hætta á því að fólkið okkar einangrist. Það er þumalputtaregla að 70 prósent af blindu fólki eru 70 ára og eldri. Þetta er kynslóð sem hefur ekki haft jafn mikil kynni af ensku og yngri kynslóðir. Hún gæti bjargað sér á veitingastað en ef hún ætlar að panta vörur eða þjónustu, eða stofna til bankaviðskipta, er hún algjörlega háð íslensku,“ segir hún. Tækifæri með tækninni „Þegar við sjáum það að þjónustan er sífellt meira að færast inn í rafrænt umhverfi sem er ekki aðgengilegt fyrir þennan hóp, þá er það mikið vandamál því þessi hópur getur einangrast sem er asnalegt því hann gæti verið svo rosalega sjálfbjarga,“ útskýrir Rósa. „Þessar tækniframfarir sem hafa orðið undanfarið eru algjör bylting,“ undirstrikar Rósa og segir að fyrir 40 árum hefði það vart verið mögulegt fyrir hana að fara í doktorsnám í bókmenntafræði. „Það hefði allavega þurft her af aðstoðarmönnum til að lesa upp. Tæknin hefur veitt mikilvæg tækifæri en svo vantar bara þetta síðasta upp á, að hún komi til manns og sé til staðar á því tungumáli sem maður talar,“ segir hún. „Blindrafélagið er í miklu alþjóðlegu samstarf i og við verðum stundum alveg græn af öfund þegar við hittum félaga okkar í Bandaríkjunum og Evrópu og sjáum þá möguleika sem fólk hefur þar til að lifa sjálfstæðu lífi með tækninni eins og að panta sér mat eða nota róbótaryksugur. Á meðan erum við að reyna að koma íslenskunni inn í einföldustu tæki.“ Núna er að koma kynslóð inn í hópinn sem Blindrafélagið þjónar sem er vön að nota tækni og vill nota hana áfram. „Við erum að fara að taka á móti ’68 kynslóðinni inn í hóp eldri borgara. Ég get ekki ímyndað mér að þau sætti sig við að hringja í eitthvert þjónustuver sem er bara opið á mánudögum eða eitthvað slíkt á meðan allir aðrir geti sótt sér upplýsingar hvenær sem er.“ Gott fyrir alla Rósa segir líffræðilega hrörnun á augum byrja um fimmtugt og þá þurfi flestir meira ljós og skerpu. „Það er gott fyrir alla ef letrið er nokkuð skýrt og hlutirnir vel upp settir. Það reynir líka á þá sem eru með fulla sjón ef letrið er illlæsilegt.“ Vefþula Blindrafélagsins er komin á ýmsa vefi en þá er hnappur merktur „hlusta“ á vefnum en þetta geta allir notfært sér. „Þetta nýtist fólki í alls konar aðstæðum þegar það er svolítið blint og sjónskert,“ segir hún, eins og til dæmis þegar fólk er í símanum í mikilli sól eða er að keyra. Gott aðgengi á vef gagnast öllum. „Þumalputtaregla í aðgengisvinnu er að hún bætir alltaf f læðið á vefnum,“ segir Rósa en vefir geta enn fremur orðið hraðari við að aðgengismálin séu tekin í gegn. „Það að tryggja aðgengi er ein tegund af gæðastjórnun sem er einfalt að ganga úr skugga um. Þá veit maður að það er búið að velta fyrir sér spurningum á borð við hvert sé markmiðið með þessari síðu og hvert fólk eigi að fara. Það verður allt skýrara. Ef vefurinn er góður fyrir blinda og sjónskerta þá er hann aðgengilegur öllum,“ segir hún en eitt erlent dæmi um þetta er að stór vefverslun í Svíþjóð fékk 3-4 prósenta aukna veltu eftir að hafa tekið aðgengismálin á vefnum í gegn. „Þótt fólk detti ekki alveg inn í okkar hóp samkvæmt skilgreiningum eru margir sem geta af alls konar ástæðum átt erfitt með að rata í gegnum ferli á vefsvæðum ef þau eru ekki vel skilgreind.“ Notkun íslensku tengist inn í þessi mál. „Það að texti sé vel skiljanlegur og einfaldur, að hann tjái það sem þarf að koma til skila, það getur skipt sköpum um hvernig maður ratar í gegnum svona ferli,“ segir Rósa.Núna er að koma kynslóð inn í hópinn sem Blindrafélagið þjónar sem er vön að nota tækni og vill nota hana áfram.Mynd/FréttablaðiðMyndum breytt í texta Dæmi um nýjungar í vinnslu á alþjóðavettvangi er hljóðleiðsögn í kortakerfi Google. „Tilgangurinn er að þú getir algjörlega án þess að kíkja á nokkurn skapaðan hlut fengið að vita hvar þú ert og hvar áfangastaðurinn þinn er. Þetta krefst mikillar nákvæmni í GPS,“ segir Rósa og bætir við að mikil vinna fari jafnframt fram í myndgreiningum, því ferli að geta breytt myndum í texta. „Sjálfkeyrandi bíllinn sér með myndavél og þarf að breyta þeirri mynd í eitthvað vitsmunalegt sem gervigreindin getur túlkað. Það eru alls konar umbreytingar að gerast í tengslum við gervigreind sem koma okkur mjög vel. Myndgreiningin eins og með þessum kínversku eftirlitsmyndavélum er orðin rosalega nákvæm, sem er siðferðilega slæmt, en rosalega gott fyrir blint fólk,“ segir Rósa og hlær við. „Við getum svo vel nýtt okkur þessar upplýsingar.“ Talar við dyrabjölluna Hún tekur dæmi af vini sínum í Svíþjóð sem er með Google-dyrabjöllu tengda við Google Home-tækið sitt. „Hann er búinn að skanna inn myndir af f lestöllum sem hann þekkir og þegar einhver hringir dyrabjöllunni segir Google við hann: „Þetta er mamma þín,“ eða „Jói“, eða „einhver sem þú þekkir ekki“. Fyrir blint fólk sem býr eitt væri þetta frábær öryggisviðbót en eins og er er þetta bara aðgengilegt á ensku fyrir okkur,“ segir hún. „Við þurfum að spýta í lófana. Ríkisstjórnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa fundið fé fyrir máltækniáætlun og henni hefur verið hrint í framkvæmt. Það mun gerast mjög margt á næstunni en við erum háð því að einhver af þessum tæknirisum ákveði að íslenskan sé áhugaverð.“ Hún rifjar upp að Google hafi tekið íslenskuna með ekki síst fyrir tilstilli íslensks starfskrafts en því sé ekki að heilsa hjá Apple. „Það situr einhver manneskja hjá Apple með bunka af bréfum á borðinu hjá sér þar sem stendur að það þurfi að bæta íslenskunni inn í iOS en það hefur aldrei borist svar frá þeim. En svo gæti það gerst allt í einu. Það er allt til staðar til þess að gera þetta en það kostar auðvitað tíma og fjárfestingu.“ Innri vefir út undan Vinna stendur yfir varðandi innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu um aðgengismál á vefnum. „Hún gerir kröfu um að allir vefir sem eru að selja vöru og þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu séu aðgengilegir sem og opinberir vefir og líka innri vefir. Það sem er sárast að lenda í og það sem maður lendir oftast í ef maður er blindur er að innra kerfi á vinnustöðum er ekki aðgengilegt. Það eru dæmi um það að fólk hafi menntað sig í mörg ár, fái svo draumavinnuna en komist svo að því fyrsta daginn í vinnunni að skjálesturinn virkar ekki fyrir skráningarkerfið eða gagnagrunninn sem það er að vinna í.“ Hún segir að aðgengismálin hafi þá orðið út undan við gerð innra kerfisins því þá hafi enginn blindur verið að vinna á vinnustaðnum og þetta ekki endilega þótt skipta máli. „Þetta er svo rosalega sárt. Það hefur verið mikið lagt upp úr því í túlkuninni á innleiðingunni á tilskipuninni á Norðurlöndum að hún verði til að tryggja að maður geti unnið. Það er ótrúlega fúlt að þurfa að sitja heima á örorkubótum þegar maður hefur menntun og getu til að vinna, bara út af því að einhver setti kerfi upp á ákveðinn hátt.“ Dæmi um aðra tækninýjung sem nýtist mörgum eru hljóðbækur. „Gaman að því hve margir hafa uppgötvað ánægjuna í því að hlusta á bækur. Það getur verið mjög gaman að hlusta á bækur meðan maður vaskar upp eða keyrir í vinnuna. Hluti af þessari tæknibyltingu er að allt í einu erum við komin með græju í vasann sem er mörg tæki í einu. Ég sat í pásu á milli tíma um daginn, fór á Amazon, náði í nýju bókina hans Sjóns og var byrjuð að lesa hana án þess að hafa staðið upp úr stólnum!“ Munur að panta heim Hún tekur dæmi um hversu þægilegt það sé fyrir marga að nýta sér ýmsar vefverslanir og pöntunarþjónustu. „Það munar þvílíkt að geta pantað matinn heim heldur en að bíða í viku eftir liðveislu til að komast í Bónus. Fatlað fólk gerir ríkari kröfu um að taka þátt á eigin forsendum í dag. Við höfum ekki alltaf mannaf la til að veita þann stuðning. Það er erfitt að fá liðveislu og fólk í vinnu, þó maður fái jafnvel notendastýrða persónulega aðstoð. Það er góð lausn fyrir alla að bjarga sér sjálfur,“ segir Rósa. „Við sem höfum verið blind og sjónskert lengi erum oft f ljót að prófa hlutina. Ég var til dæmis fyrsta manneskjan sem ég veit um sem notaði Eldum rétt. Maður grípur allt á lofti og sér möguleikana í því.“ Hún segir að ef afgreiðslan strandi á lélegu aðgengi sé það svekkjandi. „Maður getur kannski sett inn kortaupplýsingarnar en ekki ýtt á greiða. Eða valið vöruna en finnur ekki „mín karfa“ takkann. Maður er tilbúinn að leggja margt á sig en stundum er þetta ekki gerlegt. Það er ótrúlega frústrerandi.“ Rósu finnst spennandi tímar fram undan. „Fyrst snerist tæknin svo mikið um tölur, megabæti og skjákort en nú erum við komin á stað þar sem við erum að reyna að byggja brú á milli okkar og vélanna. Það er svo skapandi staður að vera á. Hvenær kemur strætó? „Þetta er radd-aðstoðarmaður sem verður fáanlegur fyrir Android- og iPhone-snjallsíma og verður ókeypis. Fítusinn í þessum fína aðstoðarmanni er að hann bæði skilur og talar íslensku,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður hjá Miðeind, um nýtt app sem verður formlega kynnt á degi íslenskrar tungu á laugardaginn. „Það er nýjungin,“ segir Vilhjálmur um íslenskuna. „Þú getur spurt appið ýmissa spurninga með röddinni og svo svarar það með rödd,“ segir hann en hægt er að velja um kven- eða karlrödd. „Þetta fer allt fram á eðlilegri og rétt beygðri íslensku.“ Það er svokölluð prófunarútgáfa sem verður kynnt til sögunnar núna. „Við ætlum að prófa þetta áfram með aðstoð almennings eftir því hvar áhuginn liggur og leitum að samstarfsaðilum til að bæta virkni inn í appið.“ Aðstoðarmaðurinn getur svarað ýmsum spurningum. „Þegar appið kemur núna fyrst fram verður það duglegt að svara spurningum um strætó svo dæmi sé tekið. Það getur líka svarað spurningum um gengi gjaldmiðla, veðrið og veðurspána, hvar þú ert og hvað það er langt í ýmsa staði. Sterkasta hlið appsins verður strætó. Það getur sagt þér hvar næsta stoppistöð er, hvaða strætóar stoppa þar og hvenær þeir koma. Það eru meira að segja rauntímaupplýsingar um strætó. Appið getur líka sagt þér ef strætó er of seinn og allt er þetta á íslensku,“ ítrekar hann. „Þetta er hugsað fyrir allan almenning en tilkoma þessa apps gleður líka þá sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt með að nota skjá eða lyklaborð,“ segir Vilhjálmur. Máltæknivélin Greynir „Það er heilmikil máltæknivél á bak við þetta sem heitir Greynir. Hún les fréttir allan sólarhringinn alla daga. Máltæknivélin veit um titla á fólki og alls konar skilgreiningar á fyrirbærum,“ segir hann en til dæmis er hægt að spyrja hver sé seðlabankastjóri eða hver Katrín Jakobsdóttir sé og veit appið svarið við slíkum spurningum. „Við erum að raða saman tæknipúslum sem hafa smám saman orðið til og nú er loks hægt að koma þessu saman í heildarapp,“ segir Vilhjálmur en ljóstrað verður upp um nafnið á appinu á laugardaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira