Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 23:30 Alvar Óskarsson, Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru í dag dæmdir í sjö og sex ára fangelsi fyrir fíkniefnaframleiðslu. Vísir/Vilhelm Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Alvar Óskarsson var dæmdur í sjö ára fangelsi og Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir fíkniefnaframleiðslu. Margeir var sá eini sem var viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Bæði hann og Alvar hafa áfrýjað dómunum. Alvar og Einar Jökull hafa báðir verið sakfelldir fyrir stórfelld fíkniefnabrot en Margeir á engan sakaferil að baki.Sjá einnig: Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í BorgarfirðiÞremenningarnir voru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar neitaði þar sök, Margeir játaði brotið og játið Alvar einnig að hafa átt hlutdeild í þeirri ræktun. Þá hafa þrír aðrir stigið fram og játað aðild sína að framleiðslunni. Margeir Pétur Jóhannsson, hér hulinn klæðum, var sá eini sem var viðstaddur dómsuppkvaðninguna.Vísir/Vilhelm Skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla gaf sig fram fjórði maður sem tók á sig alla sök í amfetamínframleiðslunni. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn, sem er kallaður vitni J í dómnum, hafi gefið sig fyrst fram eftir að ákæra vegna málsins hafði verið gefin út og þremenningarnir höfðu setið nokkra mánuði í gæsluvarðhaldi vegna þess. Vitnið hafi ekki gefið trúverðugar skýringar fyrir því. Framburður hans hafi auk þess verið ótrúverðugur og til þess fallinn að afvegaleiða við úrlausn málsins. Reglur giltu um hvernig staðið skyldi að umsjón með kannabisræktun Þremenningarnir voru allir ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, 206 kannabisplöntur, 111,5 grömm af kannabisstönglum og að hafa um nokkurt skeið ræktað þessar plöntur. Margeir játaði á sig þessi brot og játaði Alvar að hafa átt minni háttar aðild að brotinu. Hann lýsti aðild sinni þannig að hann hafi verið ráðinn fyrir tímakaup til að sinna ræktuninni, meðal annars á þeim tíma sem eigendurnir voru erlendis. Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram. Rannsóknargögn lögreglu benda til þess að Alvar hafi ítrekað farið í ræktunina og að hann hafi fylgt ákveðnum reglum um það hvernig staðið skyldi að umsjón með ræktuninni. Hann fór aldrei á staðinn með eigin síma eða á eigin bifreið. Þá var bifreið notuð sem var skráð í eigu annars vitnis, vitnis F, og afhenti Alvar sjálfur F fé til að greiða tryggingar vegna bifreiðarinnar. Alvar bar sjálfur vitni um það að hann hafi keypt aðföng fyrir ræktunina og aðstoðað við uppsetningu á henni. Þá neitar Einar allri sök en hann fór inn í útihúsið sem ræktunin fór fram í en ekki inn í ræktunina sjálfa. Þá sagðist hann hafa verið á staðnum til að athuga með hest fyrir dóttur sína. Þá voru gögn ekki næg til að benda til þess að Einar hafi átt þátt í kannabisræktuninni en þess er getið í dómnum að Einar hafi verið erlendis á meðan Almar sinnti ræktuninni á meðan eigendur hennar voru erlendis. Vitnið J tekur á sig alla sök Þremenningarnir neituðu allir sök um að hafa tengst amfetamínframleiðslunni en alls var lagt hald á tæp 8.600 grömm af efninu. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafi verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní síðastliðinn en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Vitni J sem gaf sig fram eftir að ákæra birtist í málinu, hélt því fram að hafa átt fíkniefnin og framleitt þau úr amfetamínbasa. Þá lýsti vitnið tildrögum þess að hann ákvað að framleiða efnið, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna hjá lögreglu og fyrir dómi. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburði hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Amfetamínsmituð KitchenAid-hrærivél Mennirnir þrír voru undir eftirliti lögreglu þann 7. júní sem var upphaflega tilkomið vegna grunsemda um að Alvar stæði að framleiðslu og dreifingu fíkniefna. Með þessu eftirliti fylgdi lögregla Alvari og Margeiri til Keflavíkur um morguninn og Alvari og Einari í sumarhúsið síðar um daginn auk þess sem Margeiri var fylgt í ræktunina í Þykkvabæ. Þremenningarnir voru meðal annars ákærðir fyrir vörslu og ræktun kannabis en 206 kannabisplöntur fundust í vörslu þeirra.getty/Christopher Furlong Þar var fylgst með ákærðu flytja kassa á milli bifreiða auk þess sem lögreglumenn fylgdust með sumarhúsinu þar sem þeir fylgdust með mannaferðum. Þá báru lögreglumenn sem sinntu eftirfylgninni vitni um það að Einar og Alvar hafi verið einir í sumarhúsinu þar til Margeir kom þangað. Einar og Alvar sögðu Margeir ekki hafa vitað af því sem fór fram í húsinu og hann hafi fengið mikið áfall þegar hann hafi komist að því. Þetta er ekki í samræmi við framburð lögreglumanna sem hlýddu á samskipti þeirra. Eftirlitsbúnaðinum var komið fyrir í bifreið Alvars, en hann var stöðvaður af lögreglu þann 10. maí síðastliðinn. Þar sáu lögreglumenn tvær rauðar KitchenAid-hrærivélar í bifreiðinni en í skálum þeirra voru hvítar efnisleifar, öndunargrímur og annar búnaður sem lögreglumenn töldu að nota mætti til framleiðslu amfetamíns.Sjá einnig: Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Samskonar öndunargrímur og hrærivél með sama serial- og módelnúmer fundust í sumarhúsinu. Hafði 7,8 g af amfetamíni á sér fyrir mistök Alvar var einnig ákærður fyrir að hafa haft í bifreið sinni 7,78 g af amfetamíni þegar hann var stöðvaður af lögreglu á Vesturlandsvegi. Alvar játaði að hafa haft efnið í vörslu en sagðist hann hafa tekið efnið með sér úr sumarhúsinu fyrir mistök. „Hann var með efnið í vasa sínum og vissi af því þar og er því fullnægt huglægum refsiskilyrðum fyrir því að ákærði verði sakfelldur fyrir brotið,“ kemur fram í dómsúrskurði. Þá var Margeir einnig ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá honum fannst hnúajárn. Hann sagði hlutinn ekki vera vopn heldur væri það beltissylgja en var það mat dómsins að um hnúajárn hafi verið að ræða.Hægt er að skoða dóminn í heild sinni hér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Fréttaskýringar Tengdar fréttir Krefjast vettvangsferðar í bústaðinn í Borgarfirði þar sem amfetamín var framleitt Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. 4. nóvember 2019 12:15 Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Krefst sex til átta ára fangelsisdóms yfir Alvari og Einari Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökuli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. 19. nóvember 2019 11:29 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Alvar Óskarsson var dæmdur í sjö ára fangelsi og Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson voru dæmdir í sex ára fangelsi fyrir fíkniefnaframleiðslu. Margeir var sá eini sem var viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Bæði hann og Alvar hafa áfrýjað dómunum. Alvar og Einar Jökull hafa báðir verið sakfelldir fyrir stórfelld fíkniefnabrot en Margeir á engan sakaferil að baki.Sjá einnig: Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í BorgarfirðiÞremenningarnir voru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar neitaði þar sök, Margeir játaði brotið og játið Alvar einnig að hafa átt hlutdeild í þeirri ræktun. Þá hafa þrír aðrir stigið fram og játað aðild sína að framleiðslunni. Margeir Pétur Jóhannsson, hér hulinn klæðum, var sá eini sem var viðstaddur dómsuppkvaðninguna.Vísir/Vilhelm Skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla gaf sig fram fjórði maður sem tók á sig alla sök í amfetamínframleiðslunni. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn, sem er kallaður vitni J í dómnum, hafi gefið sig fyrst fram eftir að ákæra vegna málsins hafði verið gefin út og þremenningarnir höfðu setið nokkra mánuði í gæsluvarðhaldi vegna þess. Vitnið hafi ekki gefið trúverðugar skýringar fyrir því. Framburður hans hafi auk þess verið ótrúverðugur og til þess fallinn að afvegaleiða við úrlausn málsins. Reglur giltu um hvernig staðið skyldi að umsjón með kannabisræktun Þremenningarnir voru allir ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, 206 kannabisplöntur, 111,5 grömm af kannabisstönglum og að hafa um nokkurt skeið ræktað þessar plöntur. Margeir játaði á sig þessi brot og játaði Alvar að hafa átt minni háttar aðild að brotinu. Hann lýsti aðild sinni þannig að hann hafi verið ráðinn fyrir tímakaup til að sinna ræktuninni, meðal annars á þeim tíma sem eigendurnir voru erlendis. Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram. Rannsóknargögn lögreglu benda til þess að Alvar hafi ítrekað farið í ræktunina og að hann hafi fylgt ákveðnum reglum um það hvernig staðið skyldi að umsjón með ræktuninni. Hann fór aldrei á staðinn með eigin síma eða á eigin bifreið. Þá var bifreið notuð sem var skráð í eigu annars vitnis, vitnis F, og afhenti Alvar sjálfur F fé til að greiða tryggingar vegna bifreiðarinnar. Alvar bar sjálfur vitni um það að hann hafi keypt aðföng fyrir ræktunina og aðstoðað við uppsetningu á henni. Þá neitar Einar allri sök en hann fór inn í útihúsið sem ræktunin fór fram í en ekki inn í ræktunina sjálfa. Þá sagðist hann hafa verið á staðnum til að athuga með hest fyrir dóttur sína. Þá voru gögn ekki næg til að benda til þess að Einar hafi átt þátt í kannabisræktuninni en þess er getið í dómnum að Einar hafi verið erlendis á meðan Almar sinnti ræktuninni á meðan eigendur hennar voru erlendis. Vitnið J tekur á sig alla sök Þremenningarnir neituðu allir sök um að hafa tengst amfetamínframleiðslunni en alls var lagt hald á tæp 8.600 grömm af efninu. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafi verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní síðastliðinn en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Vitni J sem gaf sig fram eftir að ákæra birtist í málinu, hélt því fram að hafa átt fíkniefnin og framleitt þau úr amfetamínbasa. Þá lýsti vitnið tildrögum þess að hann ákvað að framleiða efnið, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna hjá lögreglu og fyrir dómi. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburði hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Amfetamínsmituð KitchenAid-hrærivél Mennirnir þrír voru undir eftirliti lögreglu þann 7. júní sem var upphaflega tilkomið vegna grunsemda um að Alvar stæði að framleiðslu og dreifingu fíkniefna. Með þessu eftirliti fylgdi lögregla Alvari og Margeiri til Keflavíkur um morguninn og Alvari og Einari í sumarhúsið síðar um daginn auk þess sem Margeiri var fylgt í ræktunina í Þykkvabæ. Þremenningarnir voru meðal annars ákærðir fyrir vörslu og ræktun kannabis en 206 kannabisplöntur fundust í vörslu þeirra.getty/Christopher Furlong Þar var fylgst með ákærðu flytja kassa á milli bifreiða auk þess sem lögreglumenn fylgdust með sumarhúsinu þar sem þeir fylgdust með mannaferðum. Þá báru lögreglumenn sem sinntu eftirfylgninni vitni um það að Einar og Alvar hafi verið einir í sumarhúsinu þar til Margeir kom þangað. Einar og Alvar sögðu Margeir ekki hafa vitað af því sem fór fram í húsinu og hann hafi fengið mikið áfall þegar hann hafi komist að því. Þetta er ekki í samræmi við framburð lögreglumanna sem hlýddu á samskipti þeirra. Eftirlitsbúnaðinum var komið fyrir í bifreið Alvars, en hann var stöðvaður af lögreglu þann 10. maí síðastliðinn. Þar sáu lögreglumenn tvær rauðar KitchenAid-hrærivélar í bifreiðinni en í skálum þeirra voru hvítar efnisleifar, öndunargrímur og annar búnaður sem lögreglumenn töldu að nota mætti til framleiðslu amfetamíns.Sjá einnig: Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Samskonar öndunargrímur og hrærivél með sama serial- og módelnúmer fundust í sumarhúsinu. Hafði 7,8 g af amfetamíni á sér fyrir mistök Alvar var einnig ákærður fyrir að hafa haft í bifreið sinni 7,78 g af amfetamíni þegar hann var stöðvaður af lögreglu á Vesturlandsvegi. Alvar játaði að hafa haft efnið í vörslu en sagðist hann hafa tekið efnið með sér úr sumarhúsinu fyrir mistök. „Hann var með efnið í vasa sínum og vissi af því þar og er því fullnægt huglægum refsiskilyrðum fyrir því að ákærði verði sakfelldur fyrir brotið,“ kemur fram í dómsúrskurði. Þá var Margeir einnig ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá honum fannst hnúajárn. Hann sagði hlutinn ekki vera vopn heldur væri það beltissylgja en var það mat dómsins að um hnúajárn hafi verið að ræða.Hægt er að skoða dóminn í heild sinni hér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Fréttaskýringar Tengdar fréttir Krefjast vettvangsferðar í bústaðinn í Borgarfirði þar sem amfetamín var framleitt Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. 4. nóvember 2019 12:15 Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Krefst sex til átta ára fangelsisdóms yfir Alvari og Einari Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökuli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. 19. nóvember 2019 11:29 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Krefjast vettvangsferðar í bústaðinn í Borgarfirði þar sem amfetamín var framleitt Verjendur gerðu þá kröfu til að betri skilningur fáist á aðstæðum þar. 4. nóvember 2019 12:15
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Krefst sex til átta ára fangelsisdóms yfir Alvari og Einari Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökuli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. 19. nóvember 2019 11:29