Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2019 12:42 Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun. vísir/vilhelm Mögulegt er að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. Áður hafði Vegagerðin sagt á heimasíðu sinni að búist væri við að leiðunum yrði lokað. Orðalagið hefur verið mildað í uppfærðri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar og nú segir að lokanir séu mögulegar. „Líkast til höfum við kveðið full sterkt að orði í síðasta pósti og þótt talað hafi verið um áætlaðar lokanir hafa margir skilið það sem svo að lokanirnar væru fast ákveðnar,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Er áréttað að Vegagerðin muni að sjálfsögðu miða aðgerðir sínar við aðstæður hverju sinni, vonandi þurfi ekki að loka öllum þessum vegum - eða loka þeim svona lengi – en rétt sé að vara við og vera við öllu búin. Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun nær alls staðar. Líklegt er að öllum helstu leiðum út úr Reykjavík verði lokað um hádegi á morgun.vísir/hjalti Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut. Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring. Að neðan má sjá áætlun Vegagerðarinnar um lokanir eins og staðan er núna en tekið skal fram að ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – geti lokanir tekið mið af því.Fréttin hefur verið uppfærð eftir uppfærða tilkynningu frá Vegagerðinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Mögulegt er að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. Áður hafði Vegagerðin sagt á heimasíðu sinni að búist væri við að leiðunum yrði lokað. Orðalagið hefur verið mildað í uppfærðri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar og nú segir að lokanir séu mögulegar. „Líkast til höfum við kveðið full sterkt að orði í síðasta pósti og þótt talað hafi verið um áætlaðar lokanir hafa margir skilið það sem svo að lokanirnar væru fast ákveðnar,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Er áréttað að Vegagerðin muni að sjálfsögðu miða aðgerðir sínar við aðstæður hverju sinni, vonandi þurfi ekki að loka öllum þessum vegum - eða loka þeim svona lengi – en rétt sé að vara við og vera við öllu búin. Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun nær alls staðar. Líklegt er að öllum helstu leiðum út úr Reykjavík verði lokað um hádegi á morgun.vísir/hjalti Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut. Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring. Að neðan má sjá áætlun Vegagerðarinnar um lokanir eins og staðan er núna en tekið skal fram að ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – geti lokanir tekið mið af því.Fréttin hefur verið uppfærð eftir uppfærða tilkynningu frá Vegagerðinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira