Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2020 23:37 Slökkviliðsmenn á vettvangi fara yfir aðgerðir Vísir/Jóhann K. Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf.
Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira