Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2020 08:25 Flugskýlið umrædda í Skerjafirði. Frá skýlinu lá upphaflega dráttarbraut fyrir sjóflugvélar niður í sjó en ummerki um hana virðast horfin. Samkvæmt úttekt Borgarsögusafns Reykjavíkur voru aðalstöðvar Flugfélags Íslands um tíma í skýlinu, sem reisti það árið 1940 í stað eldra skýlis frá árinu 1938, sem brann í ágúst 1940. Sjóskýlið, eins og það var jafnan kallað, var síðan stækkað árið 1942 þegar bogaskýlinu var bætt við. Vísir/KMU. Fundargerð frá fundi lögfræðinga Reykjavíkurborgar með fulltrúum Flugfélagsins Ernis þann 30. apríl síðastliðinn sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist öðruvísi en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Þá sýnir skipulagsuppdráttur, sem borgin sendi Flugfélaginu Erni fyrir fundinn, að gert sé ráð fyrir vegi í gegnum skýlið. Fundargerðin, sem merkt er sem trúnaðarmál, lýsir því hvernig Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, reyndi með ýmsum mótbárum að fá skipulagsbreytingunni hnekkt og veginn færðan. Lögfræðingar borgarstjóra töldu hins vegar öll tormerki á slíku, svöruðu því til að nýja skipulagið væri búið að vera lengi í vinnslu og töldu hætt við að búið væri að skoða aðrar lausnir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í fréttum Bylgjunnar og Vísis í gær að sér fyndist þetta „satt best að segja óþarfa upphlaup“. Verið væri að undirbúa „alveg frábært skipulag“ sem ætti „alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs“. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, gerði einnig lítið úr málinu í viðtölum við RÚV og Morgunblaðið. Hún talaði um að „fyrstu drög“ hefðu gert ráð fyrir vegi og að „engin áform“ lægju fyrir um veginn. Í samtali við Fréttablaðið talaði hún um „mistök“ að ekki hafi verið upplýst að búið væri að teikna upp aðrar leiðir. Skipulagsuppdrátturinn sem lögfræðingar borgarstjóra lögðu fyrir fulltrúa Flugfélagsins Ernis. Neðarlega til hægri er sýnt hvernig vegurinn á að liggja í gegnum norðausturhorn flugskýlisins en vegurinn á að tengja nýja Skerjafjarðarhverfið við fyrirhugaða brú yfir Fossvog.Kort/Reykjavíkurborg. Lögfræðingarnir tveir frá borginni, sem sátu fjarfundinn með fulltrúum Ernis, starfa báðir á skrifstofu borgarstjóra, Oddrún Helga Oddsdóttir og Ívar Örn Ívarsson. Af hálfu Ernis sátu fundinn þau Hörður Guðmundsson forstjóri og Hildur Þórarinsdóttir, lögmaður frá lögmannsstofunni Juris. Í fundargerðinni segir að til fundarins hafi verið boðað af hálfu Reykjavíkurborgar til að ræða breytingar á gildandi deiliskipulagi. Fundargerðin er rituð um fjarfund sem haldinn var 30. apríl síðastliðinn milli lögfræðinga á skrifstofu borgarstjóra og fulltrúa Flugfélagsins Ernis. „Fyrir liggur að fjarlægja þarf flugvélaverkstæði Ernis að óbreyttu, þ.e. flugskýli #6, vegna fyrirhugaðrar veglagningar í gegnum flugskýlið. Flugskýlið er á deiliskipulögðu svæði, en þessar breytingar á gildandi deiliskipulagi munu að óbreyttu hafa þau áhrif að byggingin fer út af reitnum,“ segir í upphafi fundargerðarinnar. Fram kemur að Ívar Örn hafi upplýst að verið væri að breyta deiliskipulagi flugvallarins og minnka flugvallarsvæðið. „Flugvallargirðingin mun verða færð þannig að flugskýlið lendir eftir breytinguna utan flugvallarsvæðisins, þar sem lóðarmörk flugvallarins minnka og girðingin því færð með þessum afleiðingum. Í gegnum mitt húsið er síðan fyrirhugað að leggja veg.“ Jafnframt vísuðu lögfræðingar borgarstjóra til mynda sem sendar hefðu verið með tölvupósti fyrir fundinn. Þá segir: „ÍÖÍ tók fram að eins og aðrir á svæðinu hefði Ernir engin lóðarréttindi, sem leiðir til þess að fjarlægja þarf flugskýlið.“ Loftmynd sem tekin var í júní 1942 sýnir sjóskýlið og dráttarbrautina niður í sjó. Þarna er búið að byggja bogaskýlið við.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. Því næst eru raktar mótbárur Harðar Guðmundssonar um að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og unnið sér hefðarrétt. Hörður hafi velt því upp hvort skýlið kynni að njóta verndar sem minjar. Lögfræðingur borgarinnar hafi svarað því til að ekki væri gerð tillaga að friðun þessa hluta hússins. Þá hafi lögfræðingurinn tekið fram að Reykjavíkurborg greiddi ekki fyrir brottflutning á húsum þegar ekki væru lóðarréttindi til staðar, eins og væri í þessu tilviki. Hörður Guðmundsson hafi þá bent á að flugskýlið væri forsenda þess að hægt væri að halda rekstri félagsins gangandi. Óheimilt væri að reka flugfélag án þess að hafa húsið. Það yrði ekki átakalaust ef Reykjavíkurborg ætlaði sér ekki að greiða fyrir bygginguna. Félagið myndi neyðast til að byggja samskonar eða jafn gott skýli, sem myndi kosta hundruð milljóna með tækjabúnaði og öðru, enda væri þetta sérstaklega vottað skýli sem þyrfti að standast tilteknar kröfur. Lögfræðingur borgarstjóra svaraði því til að þetta skipulag væri hluti af skipulaginu í Skerjafirðinum og væri búið að vera í vinnslu í langan tíma. Í lok fundargerðarinnar kemur fram að Hörður hafi lagt til að vegurinn yrði einfaldlega færður. Hér væru gríðarlegir hagsmunir í húfi, með mikilli atvinnustarfsemi og fjölda manns í vinnu. Flugvélum væri viðhaldið í skýlinu alla daga. Svarið sem forstjóri Ernis fékk frá lögfræðingi borgarstjóra var þetta: „ÍÖÍ sagðist gera sér grein fyrir því og ætlaði að kanna hvort aðrar lausnir væru í boði. Taldi þó hætt við að búið væri að skoða það.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 þar sem fyrst var skýrt frá málinu: Hér má lesa fundargerðina í heild sinni: "Trúnaðarmál Fundargerð Dags.: fimmtudagur 30. apríl 2020. Timi: 11-11.30 Staður: [Fundur haldinn með fjarfundarbúnaði ] Viðstaddir: Hörður Guðmundsson, forstjóri (HG) Oddrún Helga Oddsdóttir, Reykjavíkurborg Ívar Örn Ívarsson, lögfr. hjá Reykjavíkurborg (ÍÖÍ) Hildur Þórarinsdóttir, lögm. Juris Til fundarins var boðað af hálfu Reykjavíkurborgar með tölvupósti þann 28. apríl, en tilefni hans eru breytingar á gildandi deiluskipulagi. Fyrir liggur að fjarlægja þarf flugvélaverkstæði Ernis að óbreyttu, þ.e. flugskýli #6, vegna fyrirhugaðrar veglagningar í gegnum flugskýlið. Flugskýlið er á deiliskipulögðu svæði, en þessar breytingar á gildandi deiliskipulagi munu að óbreyttu hafa þau áhrif að byggingin fer út af reitnum. Fundurinn hófst kl. 11.00 með því að Oddrún bauð fundarmenn velkomna og gaf ÍÖÍ orðið. ÍÖÍ fór yfir fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi. Hann upplýsti að verið væri að breyta deiliskipulagi flugvallarins og minnka flugvallarsvæðið. Flugvallargirðingin mun verða færð þannig að flugskýlið lendir eftir breytinguna utan flugvallarsvæðisins, þar sem lóðarmörk flugallarins minnka og girðingin því færð með þessum afleiðingum. Í gegnum mitt húsið er síðan fyrirhugað að leggja veg. Oddrún og ÍÖÍ vísuðu til mynda sem sendar hefðu verið með tölvupósti fyrir fundinn. ÍÖÍ tók fram að eins og aðrir á svæðinu hefði Ernir engin lóðarréttindi, sem leiðir til þess að fjarlægja þarf flugskýlið. HG vísaði til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár, en skýlið var byggt af Þjóðverjum í kringum 1930. Vísaði til hefðarréttinda af þeim sökum. Velti því einnig upp hvort skýlið kynni að njóta verndar sem minjar. ÍÖÍ sagði að ekki væri gerð tillaga að friðun þessa hluta hússins. HG spurði hvert framhald málsins yrði. ÍÖÍ tók fram að Reykjavíkurborg hefði ekki greitt fyrir flutning á húsum þegar ekki væru lóðarréttindi til staðar, eins og er í þessu tilviki. HG vísaði þá til þess að málið snerist um almenningssamgöngur á Íslandi, en þetta væri forsenda þess að hægt væri að halda rekstri félagsins gangandi. Óheimilt væri að reka flugfélag án þess að hafa húsið. Þegar skýlið var keypt hafði það staðið í rúm 60 ár á þessum stað. Síðar hefði verið farið í miklar framkvæmdir við endurgerð á byggingunni. Því yrði ekki átakalaust ætlaði Reykjavíkurborg sér ekki að greiða fyrir bygginguna, en um háar fjárhæðir væri að ræða. Hann tók fram að félagið yrði 50 ára á árinu, og hefðið ávallt staðið við sínar skyldur og væri gríðarlega mikilvægt í samgöngum landsins. Félagið verði að berjast af fullri hörku hvað þetta varðar, eigi ekki að borga fullar bætur fyrir skýlið. Félagið mun neyðast til að byggja sams konar eða jafn gott skýli, sem mun kosta hundruði milljóna með tækjabúnaði og öðru sem er í húfi, en þetta er sérstaklega vottað skýli sem þarf að standast tilteknar kröfur. Ekki þýði að ráðast á einkafyrirtæki með þessum hætti, breyta deiliskipulagi og láta borgarana bera kostnaðinn. ÍÖÍ tók fram að þetta skipulag væri hluti af skipulaginu í Skerjarfirðinum og væri búið að vera í vinnslu í langan tíma. HG mótmælti því og sagði að vegurinn, sem nú væri gert ráð fyrir að lægi í gegnum skýlið, væri nýr. Sagði hann að nauðsynlegt væri að breyta lagningu vegarins, og setja hann meðfram sjónum fyrir neðan girðingu. Ótækt væri að einkafyrirtæki tæki á sig þann kostnað. ÍÖÍ tók undir það, og sagði að vegurinn væri nýr. Hann spurði samt hvort það skipti öllu máli, þar sem þegar girðingin hefði verið færð og skýlið komið út fyrir flugvallarmörkin væri tengingin við völlinn farin. HG sagðist þekkja til þess víða, t.d. í Sviss, að ekki væri óalgengt að viðgerðarverkstæði væru fyrir utan sjálf flugvallarsvæðin, með hliði á milli. Hann sagðist telja það myndi kosta borgina minna að koma upp hliði og akvegi að skýlinu frekar en að kaupa það upp eða taka það eignarnámi eins og hér væri gert ráð fyrir. Þetta væri möguleiki. ÍÖÍ áréttaði að skýlið væri án lóðarréttinda. HG tók fram að það skipti ekki máli, þar sem til staðar væri 70 ára hefðarréttur. ÍÖÍ hafnaði því, og sagði að alltaf hafi legið fyrir að flugfélagið ætti ekki landið, og því ekki hægt að hefða það. Ríkið hefði selt Reykjavíkurborg landið. HG mótmælti þessu. HG tók fram að þetta væri hagsmunamál alls landsins og því mikilvægt að koma ráðuneytinu sömuleiðis inn í málið. Það skiptir máli fyrir landið allt að rekstur flugfélagsins sé í lagi, en flugfélagið sinni t.a.m. sjúkraflugi út úúr landinu. Það þýðir ekki að segja einfaldlega að það eigi að rífa skýlið. ÍÖI sagðist eingöngu vera að upplýsa um stöðuna, og tók undir með HG að rétt væri að búið væri að breyta skipulaginu frá því síðast með því að breyta veginum. HG lagði til að færa einfaldlega veginn. Hér væri gríðarlegir hagsmunir í húfi, með mikilli atvinnustarfsemi og fjölda manns í vinnu, en flugvélum er viðhaldið í skýlinu alla daga. ÍÖÍ sagðist gera sér grein fyrir því og ætlaði að kanna hvort aðrar lausnir væru í boði. Taldi þó hætt við að búið væri að skoða það. Fleira var ekki rætt og var fundi slitið kl. 11.20." Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. 5. júní 2020 21:34 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fundargerð frá fundi lögfræðinga Reykjavíkurborgar með fulltrúum Flugfélagsins Ernis þann 30. apríl síðastliðinn sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist öðruvísi en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum húsið og að flugskýli Ernis yrði rifið bótalaust. Þá sýnir skipulagsuppdráttur, sem borgin sendi Flugfélaginu Erni fyrir fundinn, að gert sé ráð fyrir vegi í gegnum skýlið. Fundargerðin, sem merkt er sem trúnaðarmál, lýsir því hvernig Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, reyndi með ýmsum mótbárum að fá skipulagsbreytingunni hnekkt og veginn færðan. Lögfræðingar borgarstjóra töldu hins vegar öll tormerki á slíku, svöruðu því til að nýja skipulagið væri búið að vera lengi í vinnslu og töldu hætt við að búið væri að skoða aðrar lausnir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í fréttum Bylgjunnar og Vísis í gær að sér fyndist þetta „satt best að segja óþarfa upphlaup“. Verið væri að undirbúa „alveg frábært skipulag“ sem ætti „alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs“. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, gerði einnig lítið úr málinu í viðtölum við RÚV og Morgunblaðið. Hún talaði um að „fyrstu drög“ hefðu gert ráð fyrir vegi og að „engin áform“ lægju fyrir um veginn. Í samtali við Fréttablaðið talaði hún um „mistök“ að ekki hafi verið upplýst að búið væri að teikna upp aðrar leiðir. Skipulagsuppdrátturinn sem lögfræðingar borgarstjóra lögðu fyrir fulltrúa Flugfélagsins Ernis. Neðarlega til hægri er sýnt hvernig vegurinn á að liggja í gegnum norðausturhorn flugskýlisins en vegurinn á að tengja nýja Skerjafjarðarhverfið við fyrirhugaða brú yfir Fossvog.Kort/Reykjavíkurborg. Lögfræðingarnir tveir frá borginni, sem sátu fjarfundinn með fulltrúum Ernis, starfa báðir á skrifstofu borgarstjóra, Oddrún Helga Oddsdóttir og Ívar Örn Ívarsson. Af hálfu Ernis sátu fundinn þau Hörður Guðmundsson forstjóri og Hildur Þórarinsdóttir, lögmaður frá lögmannsstofunni Juris. Í fundargerðinni segir að til fundarins hafi verið boðað af hálfu Reykjavíkurborgar til að ræða breytingar á gildandi deiliskipulagi. Fundargerðin er rituð um fjarfund sem haldinn var 30. apríl síðastliðinn milli lögfræðinga á skrifstofu borgarstjóra og fulltrúa Flugfélagsins Ernis. „Fyrir liggur að fjarlægja þarf flugvélaverkstæði Ernis að óbreyttu, þ.e. flugskýli #6, vegna fyrirhugaðrar veglagningar í gegnum flugskýlið. Flugskýlið er á deiliskipulögðu svæði, en þessar breytingar á gildandi deiliskipulagi munu að óbreyttu hafa þau áhrif að byggingin fer út af reitnum,“ segir í upphafi fundargerðarinnar. Fram kemur að Ívar Örn hafi upplýst að verið væri að breyta deiliskipulagi flugvallarins og minnka flugvallarsvæðið. „Flugvallargirðingin mun verða færð þannig að flugskýlið lendir eftir breytinguna utan flugvallarsvæðisins, þar sem lóðarmörk flugvallarins minnka og girðingin því færð með þessum afleiðingum. Í gegnum mitt húsið er síðan fyrirhugað að leggja veg.“ Jafnframt vísuðu lögfræðingar borgarstjóra til mynda sem sendar hefðu verið með tölvupósti fyrir fundinn. Þá segir: „ÍÖÍ tók fram að eins og aðrir á svæðinu hefði Ernir engin lóðarréttindi, sem leiðir til þess að fjarlægja þarf flugskýlið.“ Loftmynd sem tekin var í júní 1942 sýnir sjóskýlið og dráttarbrautina niður í sjó. Þarna er búið að byggja bogaskýlið við.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. Því næst eru raktar mótbárur Harðar Guðmundssonar um að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár og unnið sér hefðarrétt. Hörður hafi velt því upp hvort skýlið kynni að njóta verndar sem minjar. Lögfræðingur borgarinnar hafi svarað því til að ekki væri gerð tillaga að friðun þessa hluta hússins. Þá hafi lögfræðingurinn tekið fram að Reykjavíkurborg greiddi ekki fyrir brottflutning á húsum þegar ekki væru lóðarréttindi til staðar, eins og væri í þessu tilviki. Hörður Guðmundsson hafi þá bent á að flugskýlið væri forsenda þess að hægt væri að halda rekstri félagsins gangandi. Óheimilt væri að reka flugfélag án þess að hafa húsið. Það yrði ekki átakalaust ef Reykjavíkurborg ætlaði sér ekki að greiða fyrir bygginguna. Félagið myndi neyðast til að byggja samskonar eða jafn gott skýli, sem myndi kosta hundruð milljóna með tækjabúnaði og öðru, enda væri þetta sérstaklega vottað skýli sem þyrfti að standast tilteknar kröfur. Lögfræðingur borgarstjóra svaraði því til að þetta skipulag væri hluti af skipulaginu í Skerjafirðinum og væri búið að vera í vinnslu í langan tíma. Í lok fundargerðarinnar kemur fram að Hörður hafi lagt til að vegurinn yrði einfaldlega færður. Hér væru gríðarlegir hagsmunir í húfi, með mikilli atvinnustarfsemi og fjölda manns í vinnu. Flugvélum væri viðhaldið í skýlinu alla daga. Svarið sem forstjóri Ernis fékk frá lögfræðingi borgarstjóra var þetta: „ÍÖÍ sagðist gera sér grein fyrir því og ætlaði að kanna hvort aðrar lausnir væru í boði. Taldi þó hætt við að búið væri að skoða það.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 þar sem fyrst var skýrt frá málinu: Hér má lesa fundargerðina í heild sinni: "Trúnaðarmál Fundargerð Dags.: fimmtudagur 30. apríl 2020. Timi: 11-11.30 Staður: [Fundur haldinn með fjarfundarbúnaði ] Viðstaddir: Hörður Guðmundsson, forstjóri (HG) Oddrún Helga Oddsdóttir, Reykjavíkurborg Ívar Örn Ívarsson, lögfr. hjá Reykjavíkurborg (ÍÖÍ) Hildur Þórarinsdóttir, lögm. Juris Til fundarins var boðað af hálfu Reykjavíkurborgar með tölvupósti þann 28. apríl, en tilefni hans eru breytingar á gildandi deiluskipulagi. Fyrir liggur að fjarlægja þarf flugvélaverkstæði Ernis að óbreyttu, þ.e. flugskýli #6, vegna fyrirhugaðrar veglagningar í gegnum flugskýlið. Flugskýlið er á deiliskipulögðu svæði, en þessar breytingar á gildandi deiliskipulagi munu að óbreyttu hafa þau áhrif að byggingin fer út af reitnum. Fundurinn hófst kl. 11.00 með því að Oddrún bauð fundarmenn velkomna og gaf ÍÖÍ orðið. ÍÖÍ fór yfir fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi. Hann upplýsti að verið væri að breyta deiliskipulagi flugvallarins og minnka flugvallarsvæðið. Flugvallargirðingin mun verða færð þannig að flugskýlið lendir eftir breytinguna utan flugvallarsvæðisins, þar sem lóðarmörk flugallarins minnka og girðingin því færð með þessum afleiðingum. Í gegnum mitt húsið er síðan fyrirhugað að leggja veg. Oddrún og ÍÖÍ vísuðu til mynda sem sendar hefðu verið með tölvupósti fyrir fundinn. ÍÖÍ tók fram að eins og aðrir á svæðinu hefði Ernir engin lóðarréttindi, sem leiðir til þess að fjarlægja þarf flugskýlið. HG vísaði til þess að flugskýlið hefði verið á þessum stað í yfir 70 ár, en skýlið var byggt af Þjóðverjum í kringum 1930. Vísaði til hefðarréttinda af þeim sökum. Velti því einnig upp hvort skýlið kynni að njóta verndar sem minjar. ÍÖÍ sagði að ekki væri gerð tillaga að friðun þessa hluta hússins. HG spurði hvert framhald málsins yrði. ÍÖÍ tók fram að Reykjavíkurborg hefði ekki greitt fyrir flutning á húsum þegar ekki væru lóðarréttindi til staðar, eins og er í þessu tilviki. HG vísaði þá til þess að málið snerist um almenningssamgöngur á Íslandi, en þetta væri forsenda þess að hægt væri að halda rekstri félagsins gangandi. Óheimilt væri að reka flugfélag án þess að hafa húsið. Þegar skýlið var keypt hafði það staðið í rúm 60 ár á þessum stað. Síðar hefði verið farið í miklar framkvæmdir við endurgerð á byggingunni. Því yrði ekki átakalaust ætlaði Reykjavíkurborg sér ekki að greiða fyrir bygginguna, en um háar fjárhæðir væri að ræða. Hann tók fram að félagið yrði 50 ára á árinu, og hefðið ávallt staðið við sínar skyldur og væri gríðarlega mikilvægt í samgöngum landsins. Félagið verði að berjast af fullri hörku hvað þetta varðar, eigi ekki að borga fullar bætur fyrir skýlið. Félagið mun neyðast til að byggja sams konar eða jafn gott skýli, sem mun kosta hundruði milljóna með tækjabúnaði og öðru sem er í húfi, en þetta er sérstaklega vottað skýli sem þarf að standast tilteknar kröfur. Ekki þýði að ráðast á einkafyrirtæki með þessum hætti, breyta deiliskipulagi og láta borgarana bera kostnaðinn. ÍÖÍ tók fram að þetta skipulag væri hluti af skipulaginu í Skerjarfirðinum og væri búið að vera í vinnslu í langan tíma. HG mótmælti því og sagði að vegurinn, sem nú væri gert ráð fyrir að lægi í gegnum skýlið, væri nýr. Sagði hann að nauðsynlegt væri að breyta lagningu vegarins, og setja hann meðfram sjónum fyrir neðan girðingu. Ótækt væri að einkafyrirtæki tæki á sig þann kostnað. ÍÖÍ tók undir það, og sagði að vegurinn væri nýr. Hann spurði samt hvort það skipti öllu máli, þar sem þegar girðingin hefði verið færð og skýlið komið út fyrir flugvallarmörkin væri tengingin við völlinn farin. HG sagðist þekkja til þess víða, t.d. í Sviss, að ekki væri óalgengt að viðgerðarverkstæði væru fyrir utan sjálf flugvallarsvæðin, með hliði á milli. Hann sagðist telja það myndi kosta borgina minna að koma upp hliði og akvegi að skýlinu frekar en að kaupa það upp eða taka það eignarnámi eins og hér væri gert ráð fyrir. Þetta væri möguleiki. ÍÖÍ áréttaði að skýlið væri án lóðarréttinda. HG tók fram að það skipti ekki máli, þar sem til staðar væri 70 ára hefðarréttur. ÍÖÍ hafnaði því, og sagði að alltaf hafi legið fyrir að flugfélagið ætti ekki landið, og því ekki hægt að hefða það. Ríkið hefði selt Reykjavíkurborg landið. HG mótmælti þessu. HG tók fram að þetta væri hagsmunamál alls landsins og því mikilvægt að koma ráðuneytinu sömuleiðis inn í málið. Það skiptir máli fyrir landið allt að rekstur flugfélagsins sé í lagi, en flugfélagið sinni t.a.m. sjúkraflugi út úúr landinu. Það þýðir ekki að segja einfaldlega að það eigi að rífa skýlið. ÍÖI sagðist eingöngu vera að upplýsa um stöðuna, og tók undir með HG að rétt væri að búið væri að breyta skipulaginu frá því síðast með því að breyta veginum. HG lagði til að færa einfaldlega veginn. Hér væri gríðarlegir hagsmunir í húfi, með mikilli atvinnustarfsemi og fjölda manns í vinnu, en flugvélum er viðhaldið í skýlinu alla daga. ÍÖÍ sagðist gera sér grein fyrir því og ætlaði að kanna hvort aðrar lausnir væru í boði. Taldi þó hætt við að búið væri að skoða það. Fleira var ekki rætt og var fundi slitið kl. 11.20."
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. 5. júní 2020 21:34 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. 5. júní 2020 21:34
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45