Svona verður haldið upp á 17. júní í Reykjavík Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 11:58 Aldís Amah Hamilton var fjallkonan í fyrra. Aldís las upp ljóð eftir Bubba Morthens. Vísir/Friðrik Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í Reykjavík með óhefðbundnu sniði í ár. Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum og skreyta heimili sín og garða í fánalitum og með fánum. Reykjavíkurborg mun standa fyrir leiknum Teljum fána sem innblásinn er af einni vinsælustu afþreyingu landsins. Á þjóðhátíðardaginn er ætlunin að fólk gangi um hverfi borgarinnar og reyni að koma auga á fána í gluggum, görðum og víðar. Rétt eins og gert var með bangsa í miðju samkomubanni. Tvenn verðlaun verða í boði sem senda inn fánatölur á netfangið [email protected]. Hefðbundin dagskrá á Austurvelli Hefðbundin dagskrá verður haldin fyrri part dags en morgunathöfn á Austurvelli fer fram með hefðbundnu sniði. Forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Nýstúdentar munu leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði áður en Forseti borgarstjórnar flytur ávarp á meðan skátar standa heiðursvakt. Boðið verður upp á létta stemmningu á milli 13-18 í miðborginni með aðstoð plötusnúðs á Klambratúni, matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Lúðrasveitir verða í miðborginni frá 13-18 og kórar, listhópar og Götuleikhúsið bregða á leik til að skapa óvæntar upplifanir. Fólk er þó hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra ætla að ráðleggja borgarbúum hvernig hægt er að halda upp á daginn með pompi og prakt heima fyrir eða í nágrenni heimilisins en eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Öll myndböndin birtast þó á Facebooksíðu 17. júní. 17. júní Reykjavík Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Sjá meira
Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í Reykjavík með óhefðbundnu sniði í ár. Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum og skreyta heimili sín og garða í fánalitum og með fánum. Reykjavíkurborg mun standa fyrir leiknum Teljum fána sem innblásinn er af einni vinsælustu afþreyingu landsins. Á þjóðhátíðardaginn er ætlunin að fólk gangi um hverfi borgarinnar og reyni að koma auga á fána í gluggum, görðum og víðar. Rétt eins og gert var með bangsa í miðju samkomubanni. Tvenn verðlaun verða í boði sem senda inn fánatölur á netfangið [email protected]. Hefðbundin dagskrá á Austurvelli Hefðbundin dagskrá verður haldin fyrri part dags en morgunathöfn á Austurvelli fer fram með hefðbundnu sniði. Forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Nýstúdentar munu leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði áður en Forseti borgarstjórnar flytur ávarp á meðan skátar standa heiðursvakt. Boðið verður upp á létta stemmningu á milli 13-18 í miðborginni með aðstoð plötusnúðs á Klambratúni, matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Lúðrasveitir verða í miðborginni frá 13-18 og kórar, listhópar og Götuleikhúsið bregða á leik til að skapa óvæntar upplifanir. Fólk er þó hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum. Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra ætla að ráðleggja borgarbúum hvernig hægt er að halda upp á daginn með pompi og prakt heima fyrir eða í nágrenni heimilisins en eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Öll myndböndin birtast þó á Facebooksíðu 17. júní.
17. júní Reykjavík Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Sjá meira