„Af hverju mega vera 100 manna samkomur en það má ekki æfa fótbolta?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:50 Öllum fótboltaleikjum hefur verið frestað til 13. ágúst. Mögulega verður spilað án áhorfenda eftir það. Vísir/Bára Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti