Nýtti sér trúgirni vinkonu og tæmdi sparireikning hennar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2020 15:38 Dómurinn var kveðinn upp þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa svikið 6,1 milljón króna út úr vinkonu sinni með Aspergerheilkenni. Karlmaðurinn neitaði sök, kannaðist við að fjárhæðirnar hefðu runnið til sín en að um lán hefði verið að ræða til að greiða niður skuldir. Var maðurinn ákærður fyrir fjársvik með því að hafa blekk konuna, sem var með mikla veikleika í vinnsluminni, skertan félagslegan skilning vegna einhverfurófs (asperger) og hafði slævða dómgreind vegna töku geðlyfja, til að millifæra upphæðina inn á sig. Maðurinn kynntist konunni í geðræktarmiðstöð árið 2016 en þau eiga það sameiginlegt að hafa glímt við andlega erfiðleika. Tóku þau saman vinskap og voru nokkuð saman. Það var svo í febrúar 2017 sem konan millifærði yfir á reikning mannsins 100 þúsund krónur. Tveimur mánuðum síðar hafði hún gert það í 21 skipti og samalagt sex milljónir og 140 þúsund krónur. Keypti utanlandsferð fyrir sig og kærastann Konan mætti á skrifstofu lögreglu í maí 2017 eða þremur vikum eftir að sparireikningur hennar var orðinn tómur. Hún lýsti því að maðurinn hefði sagst vilja gera upp skuldir sínar og þyrfti að borga reikninga. Auk þess hefði móðir mannsins þrýst á hana að lána honum og borið við að hann væri í sjálfsvígshættu. Maðurinn hefði alltaf sagst myndu endurgreiða peningana. Þá hefðu þau ákveðið að fara saman til útlanda og lét hún manninum í hönd peninga fyrir farmiðum og öðrum ferðakostnaði. Átti dóttir hennar og kærasti hans að fara með. Úr varð að aðeins karlarnir tveir skelltu sér til útlanda. Fékk konan skilaboð þess efnis frá karlinum. Meðal sönnunargagna í málinu voru samskipti konunnar og mannsins á Facebook sem sjá má hér að neðan. 5. febrúar 2017 Karl: Hæ elskan ekki geturu gert mér rosa greiða ég get ekki fengið lánað hjá bönkum eðaneitt og er að drukkna í skuldum eigum við að gera samning okkar á milli sko ég fæ orlof í maí sem eru 300 þús og svo ég geti borgað leigu og reikninga þennan mánuð því allt fór í skuldir geturu lánað mér þangað til í maí. Ég mun borga þetta til baka ég er bara búinn að vera svo mikið frá vinnu vegna veikinda þannig að ég fékk eiginleg ekki neitt útborgað.“ Konan: „Því miður elskan mín. Ég á nú nóg með mig og mína reikninga. Húsaleigan er búin að hækka mikið. Ég þarf örugglega að borga 100.000 kr. á mánuði í leigu út af nýja kerfinu. Ég er hrædd um að ég fái engar húsaleigubætur í framtíðinni. Ertu alveg strand með reikningana og leiguna.“ Karl: „já geturu millifært“ Síðar sama dag skrifaði hann aftur: „Alls ekki samt vera að segja þeim uppábæ að þú lánaðir mér elskuleg og takk innilega fyrir og borga þér byrja næsta mánuði og verð búinn að borga í maí enn alls ekki segja X og þeim. Elska þig.“ Lofaði alltaf endurgreiðslu Samskipti þeirra næstu vikurnar á Facebook eru rakin og eru af svipuðum meiði. Hann biður konuna um lán, hún er tvístígandi en lætur undan gegn loforðum mannsins. Endurtekið segir hann um síðasta lánið að ræða en í framhaldinu berst ný ósk. Allt þar til peningarnir á reikningnum eru búnir. Í framhaldinu reyndi maðurinn að fá hana til að óska eftir yfirdráttarheimild í bankanum. Þeirri beiðni var hafnað í bankanum. Meðal gagna málsins eru fjölmörg vottorð læknis og sálfræðings sem höfðu konuna til meðferðar frá árinu 2008. Þar kemur fram að hún sé greind með Asperger heilkenni og áfallastreituröskun. Þá var haustið 2018 kvaddur til matsmaður til að meta andlegt ástand hennar, greind, þroska og skilning á fjárhagslegu ráðstöfunum. Þar segir meðla annars að samskipti þeirra á Facebook bendi til þess að hann hafi nýtt sér þessa veikleika. Í það minnsta leggi hann mikla áherslu á að hún haldi öllu leyndu og tali ekki við neinn um að hún sé að „lána“ honum peninga. „Þannig nær hann að einangra hana og nýta sér þannig skerta dómgreind hennar á því hvað er í gangi,“ segir í matsgerðinni. Hvorki launatekjur né lánstraust gaf tilefni til bolmagns Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að megnið af peningunum hafi farið í fjárhættuspil á netinu en annað til greiðslu skulda og ferðakostnað til útlanda. Karlmaðurinn segist ekki hafa haft ásetning um að svíkja konuna. Hann hafi verið mjög veikur. Dómurinn taldi sannað að maðurinn fékk konuna til að lána sér peningana með loforðum um endurgreiðslu. Ráðgerðir hans um endurgreiðslu studdust ekki við neitt annað en hugarburð hans. Var það niðurstaða dómsins að karlmaðurinn hefði fengið konuna til að lána honum peninga með því að vekja hjá henni þá hugmynd um að hann væri fær um að endurgreiða lánið. Honum hlyti þó að hafa verið það ljóst að til þess hefði hann ekki bolmagn. Hvorki launatekjur né lánstraust hjá banka gáfu tilefni til þess. Var hann því sakfelldur fyrir fjársvik. Karlmaðurinn var ellefu sinnum dæmdur til fangavistar, bæði skilorðsbundinnar og óskilorðsbundinnar fyrir auðgunarbrot, skjalafals og nytjastuld. Síðast fékk hann níu mánaða dóm í Hæstarétti 2010 fyrir þjófnað, nytjastuld, ölvunarakstur og að aka sviptur réttindum. Frá því karlmaðurinn sveik konuna hefur hann tvisvar verið sektaður fyrir að aka sviptur ökurétti. Var tólf mánaða fangelsisdómur talinn hæfileg refsing. Miskabótakröfu var vísað frá dómi en maðurinn þarf að endurgreiða peningana með vöxtum frá þeim degi sem millifærslan átti sér stað. Dómsmál Fljótsdalshérað Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa svikið 6,1 milljón króna út úr vinkonu sinni með Aspergerheilkenni. Karlmaðurinn neitaði sök, kannaðist við að fjárhæðirnar hefðu runnið til sín en að um lán hefði verið að ræða til að greiða niður skuldir. Var maðurinn ákærður fyrir fjársvik með því að hafa blekk konuna, sem var með mikla veikleika í vinnsluminni, skertan félagslegan skilning vegna einhverfurófs (asperger) og hafði slævða dómgreind vegna töku geðlyfja, til að millifæra upphæðina inn á sig. Maðurinn kynntist konunni í geðræktarmiðstöð árið 2016 en þau eiga það sameiginlegt að hafa glímt við andlega erfiðleika. Tóku þau saman vinskap og voru nokkuð saman. Það var svo í febrúar 2017 sem konan millifærði yfir á reikning mannsins 100 þúsund krónur. Tveimur mánuðum síðar hafði hún gert það í 21 skipti og samalagt sex milljónir og 140 þúsund krónur. Keypti utanlandsferð fyrir sig og kærastann Konan mætti á skrifstofu lögreglu í maí 2017 eða þremur vikum eftir að sparireikningur hennar var orðinn tómur. Hún lýsti því að maðurinn hefði sagst vilja gera upp skuldir sínar og þyrfti að borga reikninga. Auk þess hefði móðir mannsins þrýst á hana að lána honum og borið við að hann væri í sjálfsvígshættu. Maðurinn hefði alltaf sagst myndu endurgreiða peningana. Þá hefðu þau ákveðið að fara saman til útlanda og lét hún manninum í hönd peninga fyrir farmiðum og öðrum ferðakostnaði. Átti dóttir hennar og kærasti hans að fara með. Úr varð að aðeins karlarnir tveir skelltu sér til útlanda. Fékk konan skilaboð þess efnis frá karlinum. Meðal sönnunargagna í málinu voru samskipti konunnar og mannsins á Facebook sem sjá má hér að neðan. 5. febrúar 2017 Karl: Hæ elskan ekki geturu gert mér rosa greiða ég get ekki fengið lánað hjá bönkum eðaneitt og er að drukkna í skuldum eigum við að gera samning okkar á milli sko ég fæ orlof í maí sem eru 300 þús og svo ég geti borgað leigu og reikninga þennan mánuð því allt fór í skuldir geturu lánað mér þangað til í maí. Ég mun borga þetta til baka ég er bara búinn að vera svo mikið frá vinnu vegna veikinda þannig að ég fékk eiginleg ekki neitt útborgað.“ Konan: „Því miður elskan mín. Ég á nú nóg með mig og mína reikninga. Húsaleigan er búin að hækka mikið. Ég þarf örugglega að borga 100.000 kr. á mánuði í leigu út af nýja kerfinu. Ég er hrædd um að ég fái engar húsaleigubætur í framtíðinni. Ertu alveg strand með reikningana og leiguna.“ Karl: „já geturu millifært“ Síðar sama dag skrifaði hann aftur: „Alls ekki samt vera að segja þeim uppábæ að þú lánaðir mér elskuleg og takk innilega fyrir og borga þér byrja næsta mánuði og verð búinn að borga í maí enn alls ekki segja X og þeim. Elska þig.“ Lofaði alltaf endurgreiðslu Samskipti þeirra næstu vikurnar á Facebook eru rakin og eru af svipuðum meiði. Hann biður konuna um lán, hún er tvístígandi en lætur undan gegn loforðum mannsins. Endurtekið segir hann um síðasta lánið að ræða en í framhaldinu berst ný ósk. Allt þar til peningarnir á reikningnum eru búnir. Í framhaldinu reyndi maðurinn að fá hana til að óska eftir yfirdráttarheimild í bankanum. Þeirri beiðni var hafnað í bankanum. Meðal gagna málsins eru fjölmörg vottorð læknis og sálfræðings sem höfðu konuna til meðferðar frá árinu 2008. Þar kemur fram að hún sé greind með Asperger heilkenni og áfallastreituröskun. Þá var haustið 2018 kvaddur til matsmaður til að meta andlegt ástand hennar, greind, þroska og skilning á fjárhagslegu ráðstöfunum. Þar segir meðla annars að samskipti þeirra á Facebook bendi til þess að hann hafi nýtt sér þessa veikleika. Í það minnsta leggi hann mikla áherslu á að hún haldi öllu leyndu og tali ekki við neinn um að hún sé að „lána“ honum peninga. „Þannig nær hann að einangra hana og nýta sér þannig skerta dómgreind hennar á því hvað er í gangi,“ segir í matsgerðinni. Hvorki launatekjur né lánstraust gaf tilefni til bolmagns Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að megnið af peningunum hafi farið í fjárhættuspil á netinu en annað til greiðslu skulda og ferðakostnað til útlanda. Karlmaðurinn segist ekki hafa haft ásetning um að svíkja konuna. Hann hafi verið mjög veikur. Dómurinn taldi sannað að maðurinn fékk konuna til að lána sér peningana með loforðum um endurgreiðslu. Ráðgerðir hans um endurgreiðslu studdust ekki við neitt annað en hugarburð hans. Var það niðurstaða dómsins að karlmaðurinn hefði fengið konuna til að lána honum peninga með því að vekja hjá henni þá hugmynd um að hann væri fær um að endurgreiða lánið. Honum hlyti þó að hafa verið það ljóst að til þess hefði hann ekki bolmagn. Hvorki launatekjur né lánstraust hjá banka gáfu tilefni til þess. Var hann því sakfelldur fyrir fjársvik. Karlmaðurinn var ellefu sinnum dæmdur til fangavistar, bæði skilorðsbundinnar og óskilorðsbundinnar fyrir auðgunarbrot, skjalafals og nytjastuld. Síðast fékk hann níu mánaða dóm í Hæstarétti 2010 fyrir þjófnað, nytjastuld, ölvunarakstur og að aka sviptur réttindum. Frá því karlmaðurinn sveik konuna hefur hann tvisvar verið sektaður fyrir að aka sviptur ökurétti. Var tólf mánaða fangelsisdómur talinn hæfileg refsing. Miskabótakröfu var vísað frá dómi en maðurinn þarf að endurgreiða peningana með vöxtum frá þeim degi sem millifærslan átti sér stað.
Dómsmál Fljótsdalshérað Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira