Minnst 500 þyrftu að mega koma saman svo menningarlíf blómstri á ný Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 20:00 Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Tvö hundruð mega koma saman frá og með morgundeginum og nálægðartakmörk verða miðuð við einn metra. Þjóðleikhússtjóri segir að til að menningarlífið fari að blómstra á ný þurfi 500 manns að mega koma saman. Auglýsing heilbrigðisráðherra um rýmri samkomutakmarkanir tekur gildi á miðnætti. Þá mega tvö hundruð koma saman. Tveggja metra reglan verður afnumin og í staðinn verða fjarlægðartakmörk miðuð við einn metra. Strandar á eins metra reglunni Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands segir rýmri samkomutakmarkanir auðvelda skólahald að því leyti að hægt verður að opna á milli rýma. Málin strandi þó á eins metra reglunni, en ekki sé hægt að útfæra skólahald að fullu í staðnámi vegna hennar. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG.STÖÐ2 Þjóðleikhússjóri segir rýmkunina jákvætt skref. Nú verður hægt að setja á svið sýningar í minni sölum leikhússins. 200 manna takmark geri leikhúsinu þó ekki kleift að sýna á stóra sviðinu. „Til að hægt sé að draga tjöldin frá hér á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þurfa hátt í 500 manns að mega koma saman,“ „Um leið og það er komið þá getum við byrjað að sýna Kardimommubæinn, Framúrskarandi vinkonu og þessar stóru sýningar og þá fyrst verður menningarlífið komið af stað af fullum krafti,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hlakkar til að draga tjöldin frá Aðspurður hvað sé því til fyrirstöðu að taka annað hvert sæti úr umferð og leyfa 200 manns í stóra salinn sem að jafnaði tekur rúmlega 500 manns - segir hann það meðal annars stranda á kostnaði. „Þessar stóru sýningar eru auðvitað kostnaðarsamar á hverju kvöldi þannig það þarf bara ákveðinn fjölda til að standa undir kostnaði við hvert sýningarkvöld,“ sagði Magnús Geir. „Mín trú og minn skilningur á samtölum við aðra í menningargeiranum er sá að það þurfi að fara með markið upp í svona 500 manns og helst að nándarreglan verði valkvæð til þess að menningarlífið fari af stað af fullum krafti.“ Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælinga. Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Tvö hundruð mega koma saman frá og með morgundeginum og nálægðartakmörk verða miðuð við einn metra. Þjóðleikhússtjóri segir að til að menningarlífið fari að blómstra á ný þurfi 500 manns að mega koma saman. Auglýsing heilbrigðisráðherra um rýmri samkomutakmarkanir tekur gildi á miðnætti. Þá mega tvö hundruð koma saman. Tveggja metra reglan verður afnumin og í staðinn verða fjarlægðartakmörk miðuð við einn metra. Strandar á eins metra reglunni Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands segir rýmri samkomutakmarkanir auðvelda skólahald að því leyti að hægt verður að opna á milli rýma. Málin strandi þó á eins metra reglunni, en ekki sé hægt að útfæra skólahald að fullu í staðnámi vegna hennar. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG.STÖÐ2 Þjóðleikhússjóri segir rýmkunina jákvætt skref. Nú verður hægt að setja á svið sýningar í minni sölum leikhússins. 200 manna takmark geri leikhúsinu þó ekki kleift að sýna á stóra sviðinu. „Til að hægt sé að draga tjöldin frá hér á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þurfa hátt í 500 manns að mega koma saman,“ „Um leið og það er komið þá getum við byrjað að sýna Kardimommubæinn, Framúrskarandi vinkonu og þessar stóru sýningar og þá fyrst verður menningarlífið komið af stað af fullum krafti,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hlakkar til að draga tjöldin frá Aðspurður hvað sé því til fyrirstöðu að taka annað hvert sæti úr umferð og leyfa 200 manns í stóra salinn sem að jafnaði tekur rúmlega 500 manns - segir hann það meðal annars stranda á kostnaði. „Þessar stóru sýningar eru auðvitað kostnaðarsamar á hverju kvöldi þannig það þarf bara ákveðinn fjölda til að standa undir kostnaði við hvert sýningarkvöld,“ sagði Magnús Geir. „Mín trú og minn skilningur á samtölum við aðra í menningargeiranum er sá að það þurfi að fara með markið upp í svona 500 manns og helst að nándarreglan verði valkvæð til þess að menningarlífið fari af stað af fullum krafti.“ Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælinga.
Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00
Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30
Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19