Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Nadine Guðrún Yaghi og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. september 2020 18:54 Khedr-fjölskyldan hefur verið í felum að undanförnu en getur nú um frjálst höfuð strokið. visir/nadine guðrún Egypska Khedr fjölskyldan fékk í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku fyrr í dag. Þetta segir Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er sigur fyrir íslenskt samfélag enda hefði fyrirhuguð brottvísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki,“ segir Magnús. Hann segir að kærunefnd útlendingamála hafi fallist á endurupptöku málsins og lagt það fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefndin hafi vísað til þess að kynfæralimlestingar væru áhættuatriði yrði fjölskyldan send aftur til Egyptalands, atriðið væri nýtt á borði kærunefndar og því hafi málið verið tekið upp að nýju. „Þar af leiðandi endurupptaka þeir málið, málsmeðferðartíminn lengist og nær því lágmarksviðmiði sem þarf að ná til þess að geta fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við Vísi. „Almenningur allur og félagasamtök á borð við Solaris og No Borders tóku afstöðu með fjölskyldunni og sýndu það í verki. Fjölskyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“ segir Magnús. Hann segir að það sé óskandi að málið verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu með tilliti til mats á hagsmunum barna. „Slíkt mat á ávallt að vera sjálfstætt og heildstætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka ákvörðun í hverju máli sem er viðkomandi barni fyrir bestu,“ segir Magnús og bætir við að réttlætið hafi sigrað. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Egypska Khedr fjölskyldan fékk í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku fyrr í dag. Þetta segir Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er sigur fyrir íslenskt samfélag enda hefði fyrirhuguð brottvísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki,“ segir Magnús. Hann segir að kærunefnd útlendingamála hafi fallist á endurupptöku málsins og lagt það fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefndin hafi vísað til þess að kynfæralimlestingar væru áhættuatriði yrði fjölskyldan send aftur til Egyptalands, atriðið væri nýtt á borði kærunefndar og því hafi málið verið tekið upp að nýju. „Þar af leiðandi endurupptaka þeir málið, málsmeðferðartíminn lengist og nær því lágmarksviðmiði sem þarf að ná til þess að geta fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við Vísi. „Almenningur allur og félagasamtök á borð við Solaris og No Borders tóku afstöðu með fjölskyldunni og sýndu það í verki. Fjölskyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“ segir Magnús. Hann segir að það sé óskandi að málið verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu með tilliti til mats á hagsmunum barna. „Slíkt mat á ávallt að vera sjálfstætt og heildstætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka ákvörðun í hverju máli sem er viðkomandi barni fyrir bestu,“ segir Magnús og bætir við að réttlætið hafi sigrað.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04
Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52
Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32