Segir erfitt að mæla fordóma innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 19:53 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira