Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 23:04 „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu, hvar ert þú?“ segir á borðanum sem nágrannakona sendiherrans við Sólvallagötu hengdi upp. Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá. Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna hér á landi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir framan sendiherrabústaðinn. Þá gagnrýnir hann ritstjórnir Stundarinnar og Fréttablaðsins fyrir að sannreyna ekki orð viðmælenda sinna í fréttum sínum af málinu. Sendiherrann segir þó rétt að kallað hafi verið eftir aðstoð lögreglu, en það hafi ekki verið vegna borðans. Yfirlýsing sendiherrans birtist á vef pólska sendiráðsins í dag í tilefni af fréttaflutningi um mótmæli Pólverja á Íslandi vegna hertra laga um þungunarrof sem nýlega voru samþykkt í Póllandi. Nágrannakona sendiherrans hafði hengt upp borða með vinum sínum á húsið sem hún býr í með áletruninni; „Herra sendiherra, pólskar konur eru í hættu. Hvar ert þú?“ Í samtali við Stundina 8. nóvember segir nágrannakonan, Martyna Dobrowolska, að borðinn hafi verið tilraun til að fá sendiherra til að tjá sig og taka þátt í samræðu en hann hafi aftur á móti svarað með öðrum hætti. „Hann hringdi í lögregluna, sem hafði samband við leigusala minn og sagði henni að taka borðann niður,“ hefur Stundin eftir Martynu. Ekkert slíkt mál hafi þó verið bókað hjá lögreglu að því er segir í frétt Stundarinnar þar sem jafnframt er tekið fram að Stundin hafi óskað eftir viðbrögðum sendiráðsins en hafi ekki átt erindi sem erfiði. Fréttablaðið fjallaði deginum áður einnig um mótmælin þar sem rætt var við Justynu Sajja Grosel, einn stjórnenda kvenréttindasamtakannas Dziewuchy Islandia, þar sem hún heldur því sama fram. Sendiherrann hafi brugðist illa við og hafi hringt á lögreglu til þess að láta fjarlægja borðann. Þetta segir sendiherrann í yfirlýsingu sinni vera lygi. „Í tengslum við greinina sem birtist í Fréttablaðinu 8. nóvember, lýsi ég því yfir að upplýsingarnar frá Justynu Grosel um meint ákall á lögreglu um að fjarlægja borða sem var settur upp fyrir framan búsetu sendiherra Lýðveldisins Póllands, eru lygi. Svipaðar ósannar upplýsingar voru sagðar af Martynu Dobrowolska í fréttagrein hjá Stundin.is, þann 7. nóvember,“ segir í yfirlýsingu sendiherrans. Borðinn var hengdur utan á hús andspænis sendiherrabústaðnum. „Þess háttar upplýsingar ættu ritstjórnir að kanna hjá aðilum sem geta gefið staðfestar og trúverðugar upplýsingar þ.e. í þessu tilfelli hjá lögreglunni,“ segir ennfremur. Það samræmist ekki lýðræðislegum sjónarmiðum og væri mikið hneyksli ef sendiherra myndi kalla til lögreglu til að fjarlægja slíkan borða. Lögregla hafi þó vissulega verið kölluð á staðinn en það hafi verið í „tengslum við ágengni á svæði sendiherrabústaðarins Lýðveldisins Póllands,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Það feli í sér „áberandi brot 22. gg 30. gr. í Vínarsamningi um stjórnmála- og diplómatísk samskipti en svona brot eiga sér stað mjög sjaldan í Evrópulöndum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Borðinn hékk ennþá uppi um hádegisbil í dag en var ekki uppi lengur seinni partinn í dag þegar fulltrúi frettastofu átti leið hjá.
Pólland Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira