„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2020 15:06 Í skýrslunni kemur fram að styrkja þurfi fræðslu og kennslu í sýkingarvörnum meðal starfsfólks á spítalanum. Landspítali „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. Farsóttarnefnd Landspítala greindi frá hópsýkingunni 22. okt en til 29. okt höfðu 98 tilvik greinst, þar af 52 starfsmenn og 46 dvalargestir. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Landspítala er talið að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hafi borist inn á Landakot á skömmu tímabili. Þá voru aðstæður og aðbúnaður til þess fallin að auka líkur á dreifingu Covid-19 meðal starfsfólks og dvalargesta. Í niðurstöðum er sérstaklega vikið að loftræstingu húsnæðisins, sem er ekki til staðar nema um glugga, mikinn fjölda sameiginlegra snertiflata dvalargesta, óhagstæðan aðbúnað starfsmanna, ófullnægjandi hólfaskiptingu starfseininga og sameiginleg not á ýmsum tækjabúnaði. Gengið er útfrá því að flestir fái einkenni á 5 til 7 dögum og því áætlað að fyrsta sýking á Landakoti hafi orðið 15. okt eða 16. okt. Síðarnefnda daginn voru nokkrir útskrifaðir og þeir greindust allir með Covid-19. Landspítali Þess ber að geta að í skýrslunni og fylgigögnum er búið að gefa deildum bókstaf og haga framsetningu þannig að ekki er hægt að greina um hvaða starfsmenn eða dvalargesti er að ræða. Kæfissvefnsvél mögulegur smitvaldur „Það er ekki loftræsting á Landakoti,“ segir beinum orðum í skýrslunni en loftskipti á legudeildum séu eingöngu um opnanlega glugga og loftið berist um deildir eftir vindátt. Þetta ber að skoða í því samhengi að almennt er talið að viðunandi loftskipti innan heilbrigðisstofnana séu 4 til 6 loftskipti á klukkustund. Tíðari loftskipti draga úr smithættu. 52 starfsmenn greindust með Covid-19 á fyrrnefndu tímabili og var meðalaldur þeirra 43 ár. 83% smitaða voru konur og 17% karlar. Á sama tíma greindust 46 dvalargesta, 52% karlar og 48% konur, en meðalaldur þeirra var 84 ár. LandakotFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Við yfirferð á sjúkraskrám uppgötvaðist að einn sjúklinganna hafði verið meðhöndlaður með kæfissvefnisvél frá 1. okt þar til faraldurinn uppgötvaðist. Hann var einnkennalaus en greindist síðar með Covid-19. Þar sem Covid-19 smitast m.a. með úðasmiti er talið mögulegt að smit hafi borist með vélinni. Óviðunandi aðbúnaður Það er víðar í skýrslunni fjallað um sameiginlega notkun á tækjabúnaði. Vekja skýrsluhöfundar m.a. athygli á því að viss lækningartæki og hjálpartæki séu sameiginleg fyrir legudeildir Landakots og að starfsmenn hafi þurft að fara á milli sóttvarnahólfa til að sækja þau. Hver deild er ábyrg fyrir þrifum fyrir og eftir notkun. Varðandi aðra aðstöðu segir að þrátt fyrir breytingar á legurýmum þá séu enn margir sjúklingar í fjölbýlum þar sem ekki er alltaf 1 metri milli rúma. Þá sé sameiginleg salernis- og sturtuaðstaða til þess að fjölga sameiginlegum snertiflötum sjúklinga. Landspítali Einnig eru gerðar athugasemdir við aðbúnað starfsfólks. Búningaaðstaðan sé þröng, í rými með enga loftun og kaffistofur á legudeildum litlar og erfitt að halda 2 metra fjarlægð. Einnig er vikið að fjarlægðarreglunni í umfjöllun um heimsóknir aðstandenda en þar segir að reglan hafi oft verið brotin og sömuleiðis reglan um grímunotkun. Þrjár tegundir veirunnar meðal greindra „Margþætt stjórnsýsluleg skipulagning og viðbrögð innan Landspítala hafa verið öflug og í samræmi við ráðleggingar Evrópsku Sóttvarnastofnunarinnar varðandi viðbúnað innan heilbrigðisstofnana vegna Covid-19 heimsfaraldurs,“ segir í niðurstöðum. Þá er það rakið að mikið var um samfélagssýkingar í aðdraganda hópsýkingarinnar og talið líklegt að a.m.k. þrír stofnar veirunnar hafi ratað inn á Landakot á þessum tíma. Þarna er stuðst við raðgreiningu veirusýna. Meirihluti greindra reyndist hafa smitast af sama afbrigði af SARS-CoV-2, sem kölluð er haplotypa 1, en hún hefur breiðst mjög víða í samfélaginu. Þá voru nokkrir greindir með haplotypu 1 með viðbótarstökkbreytingu en tveir reyndust með haplotypu 2 og er talið líklegt að þau smit hafi komið inn á Landakot en ekki smitast innan stofnunarinnar. Landspítali Barst hugsanlega inn með nokkrum einstaklingum „Að mati skýrsluhöfundar þá er ekki ein undirliggjandi orsök fyrir COVID-19 hópsýkingunni sem kom upp á Landakoti þann 22/10/20 heldur voru tildrög og orsakir COVID-19 hópsýkingarinnar nokkrar og að í raun hafi margir samverkandi þættir legið að baki þeirri alvarlegu atburðarás sem átti sér stað,“ segir í umfjöllun um bráðabirgðaniðurstöður. „Frumniðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á COVID-19 tilfellum á Landakoti benda til þess að smit hafi hugsanlega borist inn á stofnunina með nokkrum einstaklingum. Dæmi eru einnig um að starfsmenn sem vinna á mismunandi starfseiningum innan Landakots tengist fjölskylduböndum og því má leiða líkur að því að sum tilfellanna hafi smitast af COVID-19 utan veggja Landakots, enda hafa rannsóknir sýnt að mestar líkur séu á smiti milli einstaklinga við náin samskipti innan heimilis.“ Tengd skjöl GlaerurPDF7.9MBSækja skjal LandakotSkyrslaPDF1.8MBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. 13. nóvember 2020 14:14 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. Farsóttarnefnd Landspítala greindi frá hópsýkingunni 22. okt en til 29. okt höfðu 98 tilvik greinst, þar af 52 starfsmenn og 46 dvalargestir. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Landspítala er talið að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hafi borist inn á Landakot á skömmu tímabili. Þá voru aðstæður og aðbúnaður til þess fallin að auka líkur á dreifingu Covid-19 meðal starfsfólks og dvalargesta. Í niðurstöðum er sérstaklega vikið að loftræstingu húsnæðisins, sem er ekki til staðar nema um glugga, mikinn fjölda sameiginlegra snertiflata dvalargesta, óhagstæðan aðbúnað starfsmanna, ófullnægjandi hólfaskiptingu starfseininga og sameiginleg not á ýmsum tækjabúnaði. Gengið er útfrá því að flestir fái einkenni á 5 til 7 dögum og því áætlað að fyrsta sýking á Landakoti hafi orðið 15. okt eða 16. okt. Síðarnefnda daginn voru nokkrir útskrifaðir og þeir greindust allir með Covid-19. Landspítali Þess ber að geta að í skýrslunni og fylgigögnum er búið að gefa deildum bókstaf og haga framsetningu þannig að ekki er hægt að greina um hvaða starfsmenn eða dvalargesti er að ræða. Kæfissvefnsvél mögulegur smitvaldur „Það er ekki loftræsting á Landakoti,“ segir beinum orðum í skýrslunni en loftskipti á legudeildum séu eingöngu um opnanlega glugga og loftið berist um deildir eftir vindátt. Þetta ber að skoða í því samhengi að almennt er talið að viðunandi loftskipti innan heilbrigðisstofnana séu 4 til 6 loftskipti á klukkustund. Tíðari loftskipti draga úr smithættu. 52 starfsmenn greindust með Covid-19 á fyrrnefndu tímabili og var meðalaldur þeirra 43 ár. 83% smitaða voru konur og 17% karlar. Á sama tíma greindust 46 dvalargesta, 52% karlar og 48% konur, en meðalaldur þeirra var 84 ár. LandakotFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Við yfirferð á sjúkraskrám uppgötvaðist að einn sjúklinganna hafði verið meðhöndlaður með kæfissvefnisvél frá 1. okt þar til faraldurinn uppgötvaðist. Hann var einnkennalaus en greindist síðar með Covid-19. Þar sem Covid-19 smitast m.a. með úðasmiti er talið mögulegt að smit hafi borist með vélinni. Óviðunandi aðbúnaður Það er víðar í skýrslunni fjallað um sameiginlega notkun á tækjabúnaði. Vekja skýrsluhöfundar m.a. athygli á því að viss lækningartæki og hjálpartæki séu sameiginleg fyrir legudeildir Landakots og að starfsmenn hafi þurft að fara á milli sóttvarnahólfa til að sækja þau. Hver deild er ábyrg fyrir þrifum fyrir og eftir notkun. Varðandi aðra aðstöðu segir að þrátt fyrir breytingar á legurýmum þá séu enn margir sjúklingar í fjölbýlum þar sem ekki er alltaf 1 metri milli rúma. Þá sé sameiginleg salernis- og sturtuaðstaða til þess að fjölga sameiginlegum snertiflötum sjúklinga. Landspítali Einnig eru gerðar athugasemdir við aðbúnað starfsfólks. Búningaaðstaðan sé þröng, í rými með enga loftun og kaffistofur á legudeildum litlar og erfitt að halda 2 metra fjarlægð. Einnig er vikið að fjarlægðarreglunni í umfjöllun um heimsóknir aðstandenda en þar segir að reglan hafi oft verið brotin og sömuleiðis reglan um grímunotkun. Þrjár tegundir veirunnar meðal greindra „Margþætt stjórnsýsluleg skipulagning og viðbrögð innan Landspítala hafa verið öflug og í samræmi við ráðleggingar Evrópsku Sóttvarnastofnunarinnar varðandi viðbúnað innan heilbrigðisstofnana vegna Covid-19 heimsfaraldurs,“ segir í niðurstöðum. Þá er það rakið að mikið var um samfélagssýkingar í aðdraganda hópsýkingarinnar og talið líklegt að a.m.k. þrír stofnar veirunnar hafi ratað inn á Landakot á þessum tíma. Þarna er stuðst við raðgreiningu veirusýna. Meirihluti greindra reyndist hafa smitast af sama afbrigði af SARS-CoV-2, sem kölluð er haplotypa 1, en hún hefur breiðst mjög víða í samfélaginu. Þá voru nokkrir greindir með haplotypu 1 með viðbótarstökkbreytingu en tveir reyndust með haplotypu 2 og er talið líklegt að þau smit hafi komið inn á Landakot en ekki smitast innan stofnunarinnar. Landspítali Barst hugsanlega inn með nokkrum einstaklingum „Að mati skýrsluhöfundar þá er ekki ein undirliggjandi orsök fyrir COVID-19 hópsýkingunni sem kom upp á Landakoti þann 22/10/20 heldur voru tildrög og orsakir COVID-19 hópsýkingarinnar nokkrar og að í raun hafi margir samverkandi þættir legið að baki þeirri alvarlegu atburðarás sem átti sér stað,“ segir í umfjöllun um bráðabirgðaniðurstöður. „Frumniðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á COVID-19 tilfellum á Landakoti benda til þess að smit hafi hugsanlega borist inn á stofnunina með nokkrum einstaklingum. Dæmi eru einnig um að starfsmenn sem vinna á mismunandi starfseiningum innan Landakots tengist fjölskylduböndum og því má leiða líkur að því að sum tilfellanna hafi smitast af COVID-19 utan veggja Landakots, enda hafa rannsóknir sýnt að mestar líkur séu á smiti milli einstaklinga við náin samskipti innan heimilis.“ Tengd skjöl GlaerurPDF7.9MBSækja skjal LandakotSkyrslaPDF1.8MBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. 13. nóvember 2020 14:14 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. 13. nóvember 2020 14:14
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50
Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37