Hlé gert á hreinsunarstörfum vegna jóla og veðurspár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2020 19:39 Björgunarsveitarmenn og aðrir hafa verið við vinnu á Seyðisfirði í dag. Vísir/Vilhelm Hlé hefur verið gert á hreinsunarstörfum og viðgerðum á Seyðisfirði, eftir skriðuföll síðustu daga, vegna óhagstæðrar veðurspár og jólahátíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannnavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þar segir jafnframt að vinna við að tryggja brak og lausamuni í dag hafi gengið vel. Unnið var að því að styrkja hús sem urðu fyrir skriðum og brak og lausamunir fjarlægðir eða fergdir. Áfram er hættustig í gildi á Seyðisfirði og rýmingar að hluta í gildi vegna skriðuhættu. Þar til hreinsunarstarf hefst á ný verður tíminn nýttur til þess að skipuleggja næstu skref og kærkomin hvíld fyrir viðbragðsaðila og aðra sem staðið hafa vaktina óslitið síðustu viku. Hluti íbúa hefur snúið aftur heim en aðrir sem kusu að halda jólin annars staðar eða geta ekki snúið aftur heim þar sem húsnæði þeirra er innan rýmingarsvæða hafa fengið aðstoð við að finna húsnæði þar til óhætt verður að snúa aftur. Vel er fylgst með því hvernig skriðusvæðið bregst við hlýnun næstu daga og verður staðan metin um leið og aftur kólnar og aðstæður verða hagstæðari. Ákvörðun um stöðu rýmingar verður tekin 27. desember. Þjónustumiðstöð almannavarna opnar næst í Herðubreið 27. Desember kl 11, en yfir jólin er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected] og ef erindið er brýnt má hringja í 839 9931. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum. 23. desember 2020 18:41 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 „Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. 23. desember 2020 17:15 Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. 23. desember 2020 14:16 Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23. desember 2020 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannnavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þar segir jafnframt að vinna við að tryggja brak og lausamuni í dag hafi gengið vel. Unnið var að því að styrkja hús sem urðu fyrir skriðum og brak og lausamunir fjarlægðir eða fergdir. Áfram er hættustig í gildi á Seyðisfirði og rýmingar að hluta í gildi vegna skriðuhættu. Þar til hreinsunarstarf hefst á ný verður tíminn nýttur til þess að skipuleggja næstu skref og kærkomin hvíld fyrir viðbragðsaðila og aðra sem staðið hafa vaktina óslitið síðustu viku. Hluti íbúa hefur snúið aftur heim en aðrir sem kusu að halda jólin annars staðar eða geta ekki snúið aftur heim þar sem húsnæði þeirra er innan rýmingarsvæða hafa fengið aðstoð við að finna húsnæði þar til óhætt verður að snúa aftur. Vel er fylgst með því hvernig skriðusvæðið bregst við hlýnun næstu daga og verður staðan metin um leið og aftur kólnar og aðstæður verða hagstæðari. Ákvörðun um stöðu rýmingar verður tekin 27. desember. Þjónustumiðstöð almannavarna opnar næst í Herðubreið 27. Desember kl 11, en yfir jólin er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected] og ef erindið er brýnt má hringja í 839 9931.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum. 23. desember 2020 18:41 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 „Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. 23. desember 2020 17:15 Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. 23. desember 2020 14:16 Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23. desember 2020 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum. 23. desember 2020 18:41
Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40
„Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“ Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu. 23. desember 2020 17:15
Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. 23. desember 2020 14:16
Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23. desember 2020 12:54