Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2020 15:00 Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir eru þeir stjórnmálaleiðtogar sem flestir vilja sjá sem forsætisráðherra eftir kosningar á næsta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Könnunin var gerð dagana 16. til 29. desember en spurt var hvern af leiðtogum stjórnmálaflokka sem nú eiga sæti á Alþingi fólk vildi helst að verði forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust. Svör voru borin saman eftir því hver afstaða þátttakenda var til spurningarinnar sem spurðir voru fyrir og eftir 24. desember. Fyrir aðfangadag kváðust 29,6% vilja sjá Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra en 32% eftir 24. desember. Samtals studdu 30,1% þátttakenda Katrínu. Súlurnar sýna hlutfall þeirra sem vilja sjá Katrínu eða Bjarna sem næsta forsætisráðherra, miðað við svör við könnuninni eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Næst flestir kváðust vilja sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem næsta forsætisráðherra. Aftur á móti var nokkur munur á því hversu margir vildu að Bjarni yrði forsætisráðherra eftir því hvort spurt var fyrir eða eftir 24. desember. 17,6% þeirra sem svöruðu fyrir 24. desember kváðust vilja Bjarna sem næsta forsætisráðherra en aðeins 13,3% þeirra sem svöruðu eftir 24. desember. Þess má geta að það var á aðfangadagsmorgun sem þess var getið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn“ hafi verið meðal gesta í samkomu sem lögregla leysti upp þar sem þar hafi of margir verið saman komnir með tilliti til sóttvarnareglna. Samtals völdu 16,7% Bjarna. Logi Einarsson er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings á eftir Katrínu og Bjarna en alls vildu 11,1% sjá Loga sem næsta forsætisráðherra. Þá kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,1%, svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, með 8%, þá Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður framsóknarflokksins með 6,6% og fast á hæla hans kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 6,5%. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, dregur lestina með 2,9%. Átta prósent þátttakenda segjast vilja sjá einhvern annan en þá leiðtoga sem valið stóð á milli. Fyrri súlan sýnir hlutfall þeirra sem vildu sjá viðkomandi stjórnmálaleiðtoga sem næsta forsætisráðherra miðað við svör fyrir 24. desember. Seinni súlan sýnir stuðning við stjórnmálaleiðtogana eftir 24. desember.Stöð 2/Sigrún Athygli vekur að mun fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra en segjast myndu kjósa Vinstri græna. 12,2% segjast myndu kjósa VG ef kosið yrði til Alþingis í dag á meðan ríflega 30% myndu vilja Katrínu sem forsætisráðherra. Eins eru nokkuð fleiri sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 22,5%, en segjast vilja Bjarna Benediktsson sem næsta forsætisráðherra, eða samtals 16,7%.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira