Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar vegna páskahátíðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 21:00 Una sighvatsdóttir er búsett í Georgíu. EGILL AÐALSTEINS Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira