Ekki gefið að fyrirtæki geti skikkað alla í vímuefnapróf Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:01 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti skikkað allt sitt starfsfólk í skimun fyrir áfengi og fíkniefnum. Icelandair ætlar að taka slíka skimun upp fyrir allt sitt starfsfólk en forstjóri félagsins segir það verða gert í samningum við starfsfólk og stéttarfélög. Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07