Umfjöllun og viðtöl: Höttur - ÍR 87-105 | Öflugir ÍR-ingar unnu stórt á Egilsstöðum Gunnar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2021 20:57 ÍR - Þór Akureyri, Domino's deild karla. Vetur 2019-2020. Körfubolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir ÍR vann í kvöld öruggan 87-105 sigur á Hetti á Egilsstöðum. ÍR-ingar voru Hattarmönnum fremri á öllum sviðum, vörn, sókn og baráttu. Leikurinn var jafn fyrstu átta mínúturnar en ÍR-ingar áttu góða rispu í lok fyrsta leikhluta, stilltu upp í pressuvörn sem Hattarmenn réðu illa við og voru 20-28 yfir að honum loknum. Þar var slegið kunnuglegt stef sem heldur ágerðist eftir sem á leið leikinn. Í fyrri hálfleik reyndu Hattarmenn að koma boltanum inn í teiginn og fengu gjarnan brot. Sú aðferð hefði getað virkað, ef þeir hefðu nýtt vítin sem þeir fengu. Í hálfleik var hún ekki nema 8/18. Það hefði samt aldrei dugað til annars en vera nær ÍR-ingum. Þegar á leið annan leikhluta fóru gestirnir að herða tökin. Þeir juku pressuna í vörninni. Hetti gekk illa að leysa það, sendingarnar urðu þvingaðar og skotfærin annað hvort erfið eða boltinn tapaðist. Það skilaði ÍR-ingum auðveldum körfum á milli þess sem þeir létu boltann ganga vel í sókninni og fundu sér góð skotfæri. Viljinn var líka meiri hjá ÍR-ingum eins og 9 sóknarfráköst gegn 3 í fyrri hálfleik vitna um. Í hálfleik var staðan 42-57. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, reyndi að öskra sitt lið í gang í hálfleik, það heyrðist í gegnum tómt húsið. Það skilaði ágætis byrjun, fyrstu fjórum stigunum og 12-6 kafla. Kollegi hans hjá ÍR, Broche Ilievski, brást við með að taka leikhlé og skipta í svæðisvörn. Eftir það féll allt aftur í sama farið og munurinn jókst stöðugt. Í lok þriðja leikhluta var staðan orðin 63-87 og aðeins spurning um hversu mikill lokamunurinn yrði. Hvað gekk vel? Flest allt hjá ÍR, en kannski sérstaklega að Borche virtist lesa Hattarliðið vel og leggja upp rétta vörn í hvert skipti. Pressuvörnin kæfði sóknarleik Hattar og skilaði auðveldum stigum. Hvað gekk illa? Flest allt hjá Hetti, en rétt eins og vörn ÍR var góð var sóknarleikur Hattar slæmur. Samkvæmt tölfræði leiksins tapaði heimaliðið boltanum nítján sinnum og er það síst oftalið. Hverjir stóðu upp úr? Collin Pryor skoraði 30 stig fyrir ÍR og var með 76% nýtingu úr tveggja stiga skotum. Everage Richardson skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal fimm boltum. Hattarmenn áttu aldrei roð í þá tvo. Hvað næst? Eftir tap gegn Val í vikunni var gott fyrir ÍR að vinna á ný og vera með tvo leiki unna úr fyrstu þremur leikjunum. Þeir vænta þess að geta byggt ofan á úrslitin í kvöld og komist á gott skrið gegn Þórsliðunum í næstu tveimur leikjum. Höttur er án stiga og er að sogast niður í fallbaráttuna. Í vikunni eru framundan snúnir leikir gegn KR og Tindastóli. Kristjana Eir: Við ætluðum okkur að keyra á þá „Geggjuð liðsheild lagði grunninn að þessum sigri. Collin (Pryor) var frábær, bæði í vörn og sókn með 30 stig og svo hirti Everage (Richardson) 13 fráköst þótt hann sé ekki nema 1,80 metrar. Síðan lögðu allir sem komu inn á sitt af mörkum. Við lögðum upp með að keyra á þá og þreyta þá því Höttur spilar á fáum mönnum. Það gekk að mestu upp, ég held við höfum átt 35 góðar mínútur hér í kvöld,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, aðstoðarþjálfari ÍR eftir leikinn. Það var helst í byrjun hvors hálfleiks sem Höttur átti góða spretti en þegar leið á hertu ÍR-ingar alltaf tökum og gáfu heimaliðinu engin grið. Í lok fyrri hálfleiks dró töluvert í sundur með liðunum. „Við áttum mjög góðan kafla þá sem gerði gæfumuninn í þeirri stöðu sem vorum í fyrir hálfleikinn. Þetta var samt ekkert fyrr en við áttum við á. Við vissum síðan að fyrstu fimm mínúturnar í seinni hálfleik væri að duga eða drepast fyrir þá. Þeir áttu 3-4 góðar mínútur en svo sigldum við áfram.“ ÍR vörnin var feiknasterk, liðið spilaði góða pressu og gaf Hattarmönnum aldrei grið. Aðspurð segir Kristjana öflugan varnarleik lykilinn að árangri í vetur. „Það er planið. Vörnin býr til auðveldar körfur og ef maður fær þær er einfaldara að vinna leiki.“ ÍR á næst heimaleik gegn Þór Akureyri. „Við keyrum áfram. Við tökum einn sigur í einu og svo sjáum við hversu ofarlega við endum.“ Viðar Örn: Eðlilegt að sé komin pressa á þjálfarann „Við töpuðum alltof mörgum boltum og tókum óskynsamar ákvarðanir í sókninni. Varnarleikurinn er eins og að ætla safna vatni í sigti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, eftir tapið gegn ÍR í kvöld. Höttur og Þór eru einu liðin sem tapað hafa fyrstu þremur leikjum sínum. Þá er KR án sigurs en eftir tvo leiki. Viðar Örn sagði engan geta forðast að axla ábyrgð og undanskildi ekki sjálfan sig. „Við erum í vandræðum núna og höfum fáa daga í hvað sem við ætlum að gera, berja okkur saman, gera breytingar á leikmannahópi eða þeim sem eru í kringum liðið eða sameinast um að standa okkur og reyna að spila með smá stolti. Það þarf að ákveða hvað á að gera.“ Hvaða breytingar sérðu á leikmannahópi? Engar, en ef þú værir með fullan dósapoka þá myndi ég panta mér bakvörð. Myndirðu skipta Micheal Mallory út? Nei, hann er mjög góður og á eftir að komast af stað. Við eigum leikmenn sem eiga mikið inni en það þýðir ekki að bíða viku eftir því. Ekki að það sé nein lausn að ætla að kaupa sig frá vandræðunum, en við verðum að finna leiðir. Ef það gengur ekki með þennan þjálfara eða leikmenn getum við þurft að breyta til. Ég vona að mitt fólk sé klárt í það. Hvernig meturðu þína eigin stöðu?Ég ætla rétt að vona að það sé komin pressa á þjálfarann eins og staðan er núna. Seinni hálfleikur gegn Stjörnunni og leikurinn í dag voru mikil vonbrigði. Á pappírnum hefur leikmannahópur Hattar aldrei verið sterkari og því er eðlilegt að það sé komin pressa á þjálfarann. En er það ekki grimmt eftir aðeins þrjár umferðir? Hvað ætlarðu að bíða lengi, 22? En hvað er næst, hvernig breytið þið stöðunni? Verðum við ekki að vinna KR á fimmtudaginn? Stigin úr þessum leik telja ekki neitt en sá næstu byrjar á núlli. Þetta er bara eins og nýtt yatzy, við reynum að hrista upp í þessu og vonast til að fá endalaust af sexum. Dominos-deild karla Höttur ÍR
ÍR vann í kvöld öruggan 87-105 sigur á Hetti á Egilsstöðum. ÍR-ingar voru Hattarmönnum fremri á öllum sviðum, vörn, sókn og baráttu. Leikurinn var jafn fyrstu átta mínúturnar en ÍR-ingar áttu góða rispu í lok fyrsta leikhluta, stilltu upp í pressuvörn sem Hattarmenn réðu illa við og voru 20-28 yfir að honum loknum. Þar var slegið kunnuglegt stef sem heldur ágerðist eftir sem á leið leikinn. Í fyrri hálfleik reyndu Hattarmenn að koma boltanum inn í teiginn og fengu gjarnan brot. Sú aðferð hefði getað virkað, ef þeir hefðu nýtt vítin sem þeir fengu. Í hálfleik var hún ekki nema 8/18. Það hefði samt aldrei dugað til annars en vera nær ÍR-ingum. Þegar á leið annan leikhluta fóru gestirnir að herða tökin. Þeir juku pressuna í vörninni. Hetti gekk illa að leysa það, sendingarnar urðu þvingaðar og skotfærin annað hvort erfið eða boltinn tapaðist. Það skilaði ÍR-ingum auðveldum körfum á milli þess sem þeir létu boltann ganga vel í sókninni og fundu sér góð skotfæri. Viljinn var líka meiri hjá ÍR-ingum eins og 9 sóknarfráköst gegn 3 í fyrri hálfleik vitna um. Í hálfleik var staðan 42-57. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, reyndi að öskra sitt lið í gang í hálfleik, það heyrðist í gegnum tómt húsið. Það skilaði ágætis byrjun, fyrstu fjórum stigunum og 12-6 kafla. Kollegi hans hjá ÍR, Broche Ilievski, brást við með að taka leikhlé og skipta í svæðisvörn. Eftir það féll allt aftur í sama farið og munurinn jókst stöðugt. Í lok þriðja leikhluta var staðan orðin 63-87 og aðeins spurning um hversu mikill lokamunurinn yrði. Hvað gekk vel? Flest allt hjá ÍR, en kannski sérstaklega að Borche virtist lesa Hattarliðið vel og leggja upp rétta vörn í hvert skipti. Pressuvörnin kæfði sóknarleik Hattar og skilaði auðveldum stigum. Hvað gekk illa? Flest allt hjá Hetti, en rétt eins og vörn ÍR var góð var sóknarleikur Hattar slæmur. Samkvæmt tölfræði leiksins tapaði heimaliðið boltanum nítján sinnum og er það síst oftalið. Hverjir stóðu upp úr? Collin Pryor skoraði 30 stig fyrir ÍR og var með 76% nýtingu úr tveggja stiga skotum. Everage Richardson skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal fimm boltum. Hattarmenn áttu aldrei roð í þá tvo. Hvað næst? Eftir tap gegn Val í vikunni var gott fyrir ÍR að vinna á ný og vera með tvo leiki unna úr fyrstu þremur leikjunum. Þeir vænta þess að geta byggt ofan á úrslitin í kvöld og komist á gott skrið gegn Þórsliðunum í næstu tveimur leikjum. Höttur er án stiga og er að sogast niður í fallbaráttuna. Í vikunni eru framundan snúnir leikir gegn KR og Tindastóli. Kristjana Eir: Við ætluðum okkur að keyra á þá „Geggjuð liðsheild lagði grunninn að þessum sigri. Collin (Pryor) var frábær, bæði í vörn og sókn með 30 stig og svo hirti Everage (Richardson) 13 fráköst þótt hann sé ekki nema 1,80 metrar. Síðan lögðu allir sem komu inn á sitt af mörkum. Við lögðum upp með að keyra á þá og þreyta þá því Höttur spilar á fáum mönnum. Það gekk að mestu upp, ég held við höfum átt 35 góðar mínútur hér í kvöld,“ sagði Kristjana Eir Jónsdóttir, aðstoðarþjálfari ÍR eftir leikinn. Það var helst í byrjun hvors hálfleiks sem Höttur átti góða spretti en þegar leið á hertu ÍR-ingar alltaf tökum og gáfu heimaliðinu engin grið. Í lok fyrri hálfleiks dró töluvert í sundur með liðunum. „Við áttum mjög góðan kafla þá sem gerði gæfumuninn í þeirri stöðu sem vorum í fyrir hálfleikinn. Þetta var samt ekkert fyrr en við áttum við á. Við vissum síðan að fyrstu fimm mínúturnar í seinni hálfleik væri að duga eða drepast fyrir þá. Þeir áttu 3-4 góðar mínútur en svo sigldum við áfram.“ ÍR vörnin var feiknasterk, liðið spilaði góða pressu og gaf Hattarmönnum aldrei grið. Aðspurð segir Kristjana öflugan varnarleik lykilinn að árangri í vetur. „Það er planið. Vörnin býr til auðveldar körfur og ef maður fær þær er einfaldara að vinna leiki.“ ÍR á næst heimaleik gegn Þór Akureyri. „Við keyrum áfram. Við tökum einn sigur í einu og svo sjáum við hversu ofarlega við endum.“ Viðar Örn: Eðlilegt að sé komin pressa á þjálfarann „Við töpuðum alltof mörgum boltum og tókum óskynsamar ákvarðanir í sókninni. Varnarleikurinn er eins og að ætla safna vatni í sigti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, eftir tapið gegn ÍR í kvöld. Höttur og Þór eru einu liðin sem tapað hafa fyrstu þremur leikjum sínum. Þá er KR án sigurs en eftir tvo leiki. Viðar Örn sagði engan geta forðast að axla ábyrgð og undanskildi ekki sjálfan sig. „Við erum í vandræðum núna og höfum fáa daga í hvað sem við ætlum að gera, berja okkur saman, gera breytingar á leikmannahópi eða þeim sem eru í kringum liðið eða sameinast um að standa okkur og reyna að spila með smá stolti. Það þarf að ákveða hvað á að gera.“ Hvaða breytingar sérðu á leikmannahópi? Engar, en ef þú værir með fullan dósapoka þá myndi ég panta mér bakvörð. Myndirðu skipta Micheal Mallory út? Nei, hann er mjög góður og á eftir að komast af stað. Við eigum leikmenn sem eiga mikið inni en það þýðir ekki að bíða viku eftir því. Ekki að það sé nein lausn að ætla að kaupa sig frá vandræðunum, en við verðum að finna leiðir. Ef það gengur ekki með þennan þjálfara eða leikmenn getum við þurft að breyta til. Ég vona að mitt fólk sé klárt í það. Hvernig meturðu þína eigin stöðu?Ég ætla rétt að vona að það sé komin pressa á þjálfarann eins og staðan er núna. Seinni hálfleikur gegn Stjörnunni og leikurinn í dag voru mikil vonbrigði. Á pappírnum hefur leikmannahópur Hattar aldrei verið sterkari og því er eðlilegt að það sé komin pressa á þjálfarann. En er það ekki grimmt eftir aðeins þrjár umferðir? Hvað ætlarðu að bíða lengi, 22? En hvað er næst, hvernig breytið þið stöðunni? Verðum við ekki að vinna KR á fimmtudaginn? Stigin úr þessum leik telja ekki neitt en sá næstu byrjar á núlli. Þetta er bara eins og nýtt yatzy, við reynum að hrista upp í þessu og vonast til að fá endalaust af sexum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti