Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:06 Rannsóknin er gríðarlega umfangsmikil. Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. Alls eru níu í haldi í tengslum við morðið á hinum albanska Armando Beqirai, en honum var ráðinn bani með skotvopni fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík síðasta laugardagskvöld. Karlmaður frá Litháen var í framhaldinu handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út klukkan sextán í dag en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort farið verði fram á framlengingu. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn, sem fyrstur var handtekinn, sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu. Einn Íslendingur er grunaður í málinu en hinir koma frá Litháen, Albaníu og Spáni. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. 17. febrúar 2021 18:26 „Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Alls eru níu í haldi í tengslum við morðið á hinum albanska Armando Beqirai, en honum var ráðinn bani með skotvopni fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík síðasta laugardagskvöld. Karlmaður frá Litháen var í framhaldinu handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út klukkan sextán í dag en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort farið verði fram á framlengingu. Rannsókn málsins er umfangsmikil og nær allt lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu kemur að henni með einum eða öðrum hætti. Að minnsta kosti þrír bílar hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsóknina og húsleit verið gerð á ríflega tuttugu stöðum víða um land - sú síðasta í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá er unnið að því að skoða farsímagögn út frá símamöstrum á svæðinu en það er meðal annars gert til þess að tengja aðila saman. Talið er að skammbyssa hafi verið notuð en hún er enn ófundin. Rannsókn stendur yfir á skothylkjum og byssukúlum sem fundust á vettvangi og talið er að skotið hafi verið hátt í tíu sinnum úr byssunni. Heimildir fréttastofu herma að Litháinn, sem fyrstur var handtekinn, sé grunaður byssumaður en að hann hafi staðfastlega haldið fram sakleysi sínu. Einn Íslendingur er grunaður í málinu en hinir koma frá Litháen, Albaníu og Spáni.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34 Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. 17. febrúar 2021 18:26 „Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. 18. febrúar 2021 19:34
Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. 17. febrúar 2021 18:26
„Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03